Körfuboltakvöld: Pétur fer yfir hvernig Keflavík ætlaði að reyna stöðva Ægi Þór Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2023 08:00 Pétur og Keflavík gerðu hvað þeir gátu til að stöðva Ægi Þór. Það gekk ... ekki vel. Vísir/Hulda Margrét Stjörnumaðurinn Ægir Þór Steinarsson hefur verið magnaður það sem af er tímabili í Subway-deild karla í körfubolta. Í síðasta þætti Körfuboltakvölds var rætt við Pétur Ingvarsson, þjálfara Keflavíkur, og farið yfir hvernig hann ætlaði að reyna stöðva Ægi Þór. Eins og áður sagði var Ægir Þór hreinlega óstöðvandi í fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Tölfræði hans í þeim leikjum má sjá hér að neðan. Ægir „Óstöðvandi“ SteinarssonKörfuboltakvöld Pétur og Keflavík ætluðu sér að reyna hægja á Ægi Þór þegar liðin mættust á fimmtudaginn var. Í síðasta þætti Körfuboltakvölds var farið yfir þegar Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, hitti Pétur og ræddi við hann um Ægi Þór og taktík Keflavíkur gegn þessum magnaða leikmanni. „Þú mátt ekki fara á móti honum, þarft að bakka með honum. Í öðru lagi þá máttu ekki hoppa upp þegar hann tekur „feikið.“ Ef þú nærð að standa á móti honum þá eru flestir hærri hann, hann þarf þá að skjóta yfir þig,“ segir Pétur er hann fer yfir frammistöðu Ægis Þórs. „Við þurfum að passa betur að bakvörðurinn haldi honum fyrir framan sig, hoppi ekki upp og falli ekki fyrir hraðabreytingum.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Pétur fer yfir hvernig Keflavík ætlaði að reyna stöðva Ægi Þór Pétur hrósaði Ægi Þór í hástert en benti þó að hann væri ekki besta þriggja stiga skytta landsins. „Hann er ekki þannig séð góð þriggja stiga skytta. En hann er búinn vera hitta ágætlega úr þriggja þannig þetta er pínu eitur hvað þú velur þér í þessu. Okkar verður væntanlega þetta að við munum fara undir boltahindranir hjá honum og gefa honum þriggja stiga skotið, svo falla ekki fyrir feikum og heldur ekki hraðabreytingum heldur að þú sért alltaf að bakka þegar hann ræðst á þig.“ „Auðvelt fyrir mig að segja þetta. Ég sem varnarmaður í gamla daga hefði getað stöðvað hann en ég er ekki viss um að varnarmennirnir í dag geti það,“ sagði Pétur skælbrosandi. Pétur hafði rétt fyrir sér hvað það varðar en Ægir Þór skoraði 32 stig og gaf sex stoðsendingar í sex stiga sigri Stjörnunnar, lokatölur 87-81. Innslag Körfuboltakvölds í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Körfubolti Keflavík ÍF Stjarnan Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Eins og áður sagði var Ægir Þór hreinlega óstöðvandi í fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Tölfræði hans í þeim leikjum má sjá hér að neðan. Ægir „Óstöðvandi“ SteinarssonKörfuboltakvöld Pétur og Keflavík ætluðu sér að reyna hægja á Ægi Þór þegar liðin mættust á fimmtudaginn var. Í síðasta þætti Körfuboltakvölds var farið yfir þegar Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, hitti Pétur og ræddi við hann um Ægi Þór og taktík Keflavíkur gegn þessum magnaða leikmanni. „Þú mátt ekki fara á móti honum, þarft að bakka með honum. Í öðru lagi þá máttu ekki hoppa upp þegar hann tekur „feikið.“ Ef þú nærð að standa á móti honum þá eru flestir hærri hann, hann þarf þá að skjóta yfir þig,“ segir Pétur er hann fer yfir frammistöðu Ægis Þórs. „Við þurfum að passa betur að bakvörðurinn haldi honum fyrir framan sig, hoppi ekki upp og falli ekki fyrir hraðabreytingum.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Pétur fer yfir hvernig Keflavík ætlaði að reyna stöðva Ægi Þór Pétur hrósaði Ægi Þór í hástert en benti þó að hann væri ekki besta þriggja stiga skytta landsins. „Hann er ekki þannig séð góð þriggja stiga skytta. En hann er búinn vera hitta ágætlega úr þriggja þannig þetta er pínu eitur hvað þú velur þér í þessu. Okkar verður væntanlega þetta að við munum fara undir boltahindranir hjá honum og gefa honum þriggja stiga skotið, svo falla ekki fyrir feikum og heldur ekki hraðabreytingum heldur að þú sért alltaf að bakka þegar hann ræðst á þig.“ „Auðvelt fyrir mig að segja þetta. Ég sem varnarmaður í gamla daga hefði getað stöðvað hann en ég er ekki viss um að varnarmennirnir í dag geti það,“ sagði Pétur skælbrosandi. Pétur hafði rétt fyrir sér hvað það varðar en Ægir Þór skoraði 32 stig og gaf sex stoðsendingar í sex stiga sigri Stjörnunnar, lokatölur 87-81. Innslag Körfuboltakvölds í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni.
Körfubolti Keflavík ÍF Stjarnan Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira