Matthew Perry látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2023 00:32 Perry var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Chandler í sjónvarpsþáttunum Friends. Getty/Frederick M. Brown Matthew Perry, ein af stjörnum gamanþáttanna Friends, er látinn 54 ára gamall. Perry lék Chandler Bing í tíu þáttaröðum Friends á árunum 1994 til 2004. Þættirnir eru einhverjir vinsælustu sjónvarpsþættir sögunnar. Jay Leno ræðir við karlleikarana þrjá í Friends á setti þáttanna, kaffihúsinu Central Perk, árið 2004.WireImage/Paul Drinkwater TMZ hefur eftir lögregluyfirvöldum að leikarinn hafi fundist látinn í dag, laugardag, á heimili í Los Angeles. Svo virðist sem hann hafi drukknað í heitum potti. Engin fíkniefni fundust á vettvangi samkvæmt heimildarmönnum TMZ innan raða lögreglunnar. Ekki er talið að andlát Perry hafi borið að með saknæmum hætti. Samkvæmt heimildum miðilsins hafði Perry stundað líkamsrækt um morguninn og sent aðstoðarmann sinn út. Sá sneri aftur um tveimur tímum síðar og kom að Perry látnum í heitum potti. Perry opnaði sig upp á gátt um fíknivanda sinn í viðtali á ABC sjónvarpsstöðinni fyrir tæpu ári í tilefni útgáfu bókar sinnar. Þótt frægðarsól Perry hafi skinið skærast í Friends þá kom hann við sögu í fjölmörgum öðrum þáttaröðum í gegnum árin. Má þar nefna Boys Will be Boys, Growing Pains, Silver Spoons, Charles in Charge, Sydney, Beverly Hills 90210, Home Free, Ally McBeal, The West Wing, Scrubs, Studio 60 on the Sunset Strip, Go On, The Odd Couple og fleiri. Að neðan má sjá eftirminnileg atriði úr Friends þar sem Perry fór á kostum sem Chandler. Þá lék hann í þó nokkrum eftirminnilegum kvikmyndum, helst gamanmyndum. Má þar nefna Fools Rush In, The Whole Nine Yards, Three to Tango, The Kid, 17 Again, Getting In og fleiri. Hann hefur ekki verið áberandi á hvíta tjaldinu undanfarin ár og raunar ekki verið í hlutverki síðustu sex ár. Í Whole Nine Yards fór Perry með aðalhlutverk ásamt Bruce Willis. Á skjánum var alltaf stutt í húmorinn og skapaði hann eftirminnilega karaktera. Á bak við tjöldin voru erfiðari draugar sem hann var opinn með í seinni tíð. Baráttu við áfengisvandann og verkjalyf. Hann ánetjaðist verkjastillandi ópíóðalyfinu vicodin á árum sínum í Friends. Hann hafði margoft farið í meðferð vegna fíknar sinnar. David Schwimmer, Lisa Kudrow, Matthew Perry, Courteney Cox Arquette, Jennifer Aniston and Matt Leblanc með verðlaun á 54. Emmy-verðlaunahátíðinni árið 2002.WireImage/SGranitz Perry fæddist í Plymouth í Massachusetts á austurströnd Bandaríkjanna 19. ágúst 1969. Móðir hans er kanadískur blaðamaður en faðir hans leikari og fyrrverandi fyrirsæta. Hann ólst upp að stærstum hluta í Kanada og var efnilegur tennisspilari. Hélt til Los Angeles 15 ára Þegar Perry var fimmtán ára leitaði hugurinn til Los Angeles í leiklistarnám. Að lokinni útskrift kom Perry við sögu í ýmsum sjónvarpsþáttum þar til hann fór í prufu fyrir sjónvarpsþáttaröðina Six of One, sem átti eftir að verða að Friends. Perry var yngstur vinanna sex, aðeins 24 ára þegar tökur hófust á fyrstu þáttaröðinni. Perry átti vingott við ýmsar þekktar konur á ævinni en giftist aldrei. Hann sló sér upp með leikkonunni Yasmine Bleeth úr Strandvörðum árið 1995 og Julia Roberts leikkona varð kærasta hans í framhaldinu í nokkra mánuði. Hann trúlofaðist Molly Hurwitz í nóvember 2020 en tilkynnti að trúlofuninni hefði verið slitið sumarið 2021. Perry eignaðist aldrei börn. Fréttin hefur verið uppfærð. Andlát Hollywood Friends Kanada Bandaríkin Bíó og sjónvarp Andlát Matthew Perry Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira
Jay Leno ræðir við karlleikarana þrjá í Friends á setti þáttanna, kaffihúsinu Central Perk, árið 2004.WireImage/Paul Drinkwater TMZ hefur eftir lögregluyfirvöldum að leikarinn hafi fundist látinn í dag, laugardag, á heimili í Los Angeles. Svo virðist sem hann hafi drukknað í heitum potti. Engin fíkniefni fundust á vettvangi samkvæmt heimildarmönnum TMZ innan raða lögreglunnar. Ekki er talið að andlát Perry hafi borið að með saknæmum hætti. Samkvæmt heimildum miðilsins hafði Perry stundað líkamsrækt um morguninn og sent aðstoðarmann sinn út. Sá sneri aftur um tveimur tímum síðar og kom að Perry látnum í heitum potti. Perry opnaði sig upp á gátt um fíknivanda sinn í viðtali á ABC sjónvarpsstöðinni fyrir tæpu ári í tilefni útgáfu bókar sinnar. Þótt frægðarsól Perry hafi skinið skærast í Friends þá kom hann við sögu í fjölmörgum öðrum þáttaröðum í gegnum árin. Má þar nefna Boys Will be Boys, Growing Pains, Silver Spoons, Charles in Charge, Sydney, Beverly Hills 90210, Home Free, Ally McBeal, The West Wing, Scrubs, Studio 60 on the Sunset Strip, Go On, The Odd Couple og fleiri. Að neðan má sjá eftirminnileg atriði úr Friends þar sem Perry fór á kostum sem Chandler. Þá lék hann í þó nokkrum eftirminnilegum kvikmyndum, helst gamanmyndum. Má þar nefna Fools Rush In, The Whole Nine Yards, Three to Tango, The Kid, 17 Again, Getting In og fleiri. Hann hefur ekki verið áberandi á hvíta tjaldinu undanfarin ár og raunar ekki verið í hlutverki síðustu sex ár. Í Whole Nine Yards fór Perry með aðalhlutverk ásamt Bruce Willis. Á skjánum var alltaf stutt í húmorinn og skapaði hann eftirminnilega karaktera. Á bak við tjöldin voru erfiðari draugar sem hann var opinn með í seinni tíð. Baráttu við áfengisvandann og verkjalyf. Hann ánetjaðist verkjastillandi ópíóðalyfinu vicodin á árum sínum í Friends. Hann hafði margoft farið í meðferð vegna fíknar sinnar. David Schwimmer, Lisa Kudrow, Matthew Perry, Courteney Cox Arquette, Jennifer Aniston and Matt Leblanc með verðlaun á 54. Emmy-verðlaunahátíðinni árið 2002.WireImage/SGranitz Perry fæddist í Plymouth í Massachusetts á austurströnd Bandaríkjanna 19. ágúst 1969. Móðir hans er kanadískur blaðamaður en faðir hans leikari og fyrrverandi fyrirsæta. Hann ólst upp að stærstum hluta í Kanada og var efnilegur tennisspilari. Hélt til Los Angeles 15 ára Þegar Perry var fimmtán ára leitaði hugurinn til Los Angeles í leiklistarnám. Að lokinni útskrift kom Perry við sögu í ýmsum sjónvarpsþáttum þar til hann fór í prufu fyrir sjónvarpsþáttaröðina Six of One, sem átti eftir að verða að Friends. Perry var yngstur vinanna sex, aðeins 24 ára þegar tökur hófust á fyrstu þáttaröðinni. Perry átti vingott við ýmsar þekktar konur á ævinni en giftist aldrei. Hann sló sér upp með leikkonunni Yasmine Bleeth úr Strandvörðum árið 1995 og Julia Roberts leikkona varð kærasta hans í framhaldinu í nokkra mánuði. Hann trúlofaðist Molly Hurwitz í nóvember 2020 en tilkynnti að trúlofuninni hefði verið slitið sumarið 2021. Perry eignaðist aldrei börn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Andlát Hollywood Friends Kanada Bandaríkin Bíó og sjónvarp Andlát Matthew Perry Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira