„Svo þegar þeir fara að dæma þá koma einhverjir algjörlega út úr hött dómar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2023 13:01 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var harðorður í viðtali eftir leik liðsins gegn Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta síðastliðinn fimmtudag. Teitur Örlygsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, var sammála ummælum Viðars um dómara leiksins. „Það var þungaviktarviðtal við Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfara Hattar eftir þennan leik. Hann var ekki sáttur - bara mjög ósáttur,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Körfuboltakvölds, áður en viðtalið við Viðar var sýnt. Viðar var afar ósáttur við dómara leiksins og lét óánægju sína í ljós. Hann talaði meðal annars um að sami dómarinn í dómaratríóinu bæri ábyrgð á öllum vafadómum leiksins. „Í þessari deild eru þrusulið og þrusuleikir. Síðan er það sami gæinn í dómaratríóinu sem á alla vafadómana. Hann labbar að manni og hótar frekar tæknivillum en tala við menn. Ég veit alveg að ég get verið aggressífur út í dómarana og talað hátt. En ég set miklar kröfur á mig og mitt lið. Önnur lið gera það líka. Þetta verður að laga til að standardinn haldi áfram að rísa í deildinni. Þessi frammistaða var óviðunandi,“ sagði Viðar meðal annars eftir leik. Skilja pirring Viðars Þeir félagar í Körfuboltakvöldi, Stefán Árni, Teitur Örlygsson og Ómar Örn Sævarsson, ræddu um viðtalið í kjölfarið og þeir Teitur og Ómar segjast að einhverju leyti skilja pirring Viðars. „Ég veit nákvæmlega hvert hann er að fara og ég er að mörgu leyti bara mjög sammála honum,“ sagði Teitur. „Körfuboltinn er orðinn ofboðslega góður og ég ætla ekkert að segja að dómararnir séu ekki að reyna að halda í við það, mér finnst dómgæslan búin að skána. En það er samt sem áður fullt af dómurum í deildinni sem eru greinilega að æfa sig mjög mikið því það eru allir komnir með alveg hárréttar hreyfingar og standa á hárréttum stöðum og líta rosalega vel út, en svo þegar þeir fara að dæma þá grípur maður oft utan um hausinn og það koma einhverjir algjörlega út úr hött dómar,“ sagði Teitur meðal annars, en innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Viðtalið við Viðar og umræða Subway-deild karla Höttur Körfuboltakvöld Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira
„Það var þungaviktarviðtal við Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfara Hattar eftir þennan leik. Hann var ekki sáttur - bara mjög ósáttur,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Körfuboltakvölds, áður en viðtalið við Viðar var sýnt. Viðar var afar ósáttur við dómara leiksins og lét óánægju sína í ljós. Hann talaði meðal annars um að sami dómarinn í dómaratríóinu bæri ábyrgð á öllum vafadómum leiksins. „Í þessari deild eru þrusulið og þrusuleikir. Síðan er það sami gæinn í dómaratríóinu sem á alla vafadómana. Hann labbar að manni og hótar frekar tæknivillum en tala við menn. Ég veit alveg að ég get verið aggressífur út í dómarana og talað hátt. En ég set miklar kröfur á mig og mitt lið. Önnur lið gera það líka. Þetta verður að laga til að standardinn haldi áfram að rísa í deildinni. Þessi frammistaða var óviðunandi,“ sagði Viðar meðal annars eftir leik. Skilja pirring Viðars Þeir félagar í Körfuboltakvöldi, Stefán Árni, Teitur Örlygsson og Ómar Örn Sævarsson, ræddu um viðtalið í kjölfarið og þeir Teitur og Ómar segjast að einhverju leyti skilja pirring Viðars. „Ég veit nákvæmlega hvert hann er að fara og ég er að mörgu leyti bara mjög sammála honum,“ sagði Teitur. „Körfuboltinn er orðinn ofboðslega góður og ég ætla ekkert að segja að dómararnir séu ekki að reyna að halda í við það, mér finnst dómgæslan búin að skána. En það er samt sem áður fullt af dómurum í deildinni sem eru greinilega að æfa sig mjög mikið því það eru allir komnir með alveg hárréttar hreyfingar og standa á hárréttum stöðum og líta rosalega vel út, en svo þegar þeir fara að dæma þá grípur maður oft utan um hausinn og það koma einhverjir algjörlega út úr hött dómar,“ sagði Teitur meðal annars, en innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Viðtalið við Viðar og umræða
Subway-deild karla Höttur Körfuboltakvöld Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira