Facebook án auglýsinga með nýrri áskriftarleið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. október 2023 14:10 Mark Zuckerberg og Meta tilkynna nýja áskriftarleið. Getty Meta mun nú bjóða upp á mánaðarlega áskriftarleið þar sem notendur geta greitt til að nota samfélagsmiðlana Facebook og Instagram án auglýsinga. Enn verður boðið upp á ókeypis aðgang að miðlunum með auglýsingum. Í tilkynningu frá Meta í dag kemur fram að þetta sé gert til að koma til móts við nýtt regluverk Evrópusambandsins sem bannar notkun persónuupplýsinga notenda án samþykkis þeirra. Upplýsingar fólks á þessari nýju áskriftarleið yrðu ekki notaðar í auglýsingaskyni. Áskriftarleiðin mun kosta 10 evrur í vafra og 13 evrur á snjalltækjum. Það samsvarar 1470 og 1912 krónum. Auglýsingasala er lang stærsta tekjulind Meta, og flestra annarra samfélagsmiðlafyrirtækja. Evrópusambandið sektaði Meta um 1,2 milljarða evra í maí, vegna þess að starfsmenn fyrirtækisins fluttu persónuupplýsingar notenda yfir á vefþjóna fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Meta greindi frá áætlun sinni um slíka áskrift fyrr á árinu. Þangað til mars á næsta ári mun ein áskrift ná yfir öll tengd tæki en frá og með þá mun það kosta 6 evrur aukalega fyrir hvert tæki til viðbótar. „Sá valkostur að geta keypt auglýsingalausa þjónustu í gegnum áskriftarleið mætir kröfum evrópskra eftirlitsaðila ásamt því að veita viðskiptavinum val og gerir Meta kleift að þjónusta áfram við öll í ESB, EES og Sviss,“ segir í tilkynningu frá Meta. Meta Facebook Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir ESB sektar Meta um 183 milljarða króna Evrópusambandið hefur sektað Meta, móðurfélag Facebook, um 1,3 milljarða bandaríkjadala, um 183 milljarða króna, fyrir að hafa sent persónuupplýsingar evrópskra notenda til Bandaríkjanna. 22. maí 2023 10:09 Twitter-líki Meta ekki aðgengilegt í Evrópu Nýja samfélagsmiðlaforritið Threads sem á að keppa við Twitter verður ekki aðgengilegt í Evrópu í fyrirsjáanlegri framtíð. Ástæðan er strangar persónuverndarreglur sem gilda í Evrópusambandinu en Threads safnar alls kyns persónuupplýsingum um notendur sína. 6. júlí 2023 09:09 Fimmtán hundruð krónur fyrir Facebook án auglýsinga Forsvarsmenn Meta, áður Facebook, íhuga að bjóða notendum Instagram og Facebook í Evrópu að borga tæplega fimmtán hundruð krónur fyrir áskrift. Í staðinn myndi fyrirtækið ekki nota persónuupplýsingar samfélagsmiðlanotenda til að sýna notendunum auglýsingar. 3. október 2023 14:08 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Sjá meira
Í tilkynningu frá Meta í dag kemur fram að þetta sé gert til að koma til móts við nýtt regluverk Evrópusambandsins sem bannar notkun persónuupplýsinga notenda án samþykkis þeirra. Upplýsingar fólks á þessari nýju áskriftarleið yrðu ekki notaðar í auglýsingaskyni. Áskriftarleiðin mun kosta 10 evrur í vafra og 13 evrur á snjalltækjum. Það samsvarar 1470 og 1912 krónum. Auglýsingasala er lang stærsta tekjulind Meta, og flestra annarra samfélagsmiðlafyrirtækja. Evrópusambandið sektaði Meta um 1,2 milljarða evra í maí, vegna þess að starfsmenn fyrirtækisins fluttu persónuupplýsingar notenda yfir á vefþjóna fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Meta greindi frá áætlun sinni um slíka áskrift fyrr á árinu. Þangað til mars á næsta ári mun ein áskrift ná yfir öll tengd tæki en frá og með þá mun það kosta 6 evrur aukalega fyrir hvert tæki til viðbótar. „Sá valkostur að geta keypt auglýsingalausa þjónustu í gegnum áskriftarleið mætir kröfum evrópskra eftirlitsaðila ásamt því að veita viðskiptavinum val og gerir Meta kleift að þjónusta áfram við öll í ESB, EES og Sviss,“ segir í tilkynningu frá Meta.
Meta Facebook Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir ESB sektar Meta um 183 milljarða króna Evrópusambandið hefur sektað Meta, móðurfélag Facebook, um 1,3 milljarða bandaríkjadala, um 183 milljarða króna, fyrir að hafa sent persónuupplýsingar evrópskra notenda til Bandaríkjanna. 22. maí 2023 10:09 Twitter-líki Meta ekki aðgengilegt í Evrópu Nýja samfélagsmiðlaforritið Threads sem á að keppa við Twitter verður ekki aðgengilegt í Evrópu í fyrirsjáanlegri framtíð. Ástæðan er strangar persónuverndarreglur sem gilda í Evrópusambandinu en Threads safnar alls kyns persónuupplýsingum um notendur sína. 6. júlí 2023 09:09 Fimmtán hundruð krónur fyrir Facebook án auglýsinga Forsvarsmenn Meta, áður Facebook, íhuga að bjóða notendum Instagram og Facebook í Evrópu að borga tæplega fimmtán hundruð krónur fyrir áskrift. Í staðinn myndi fyrirtækið ekki nota persónuupplýsingar samfélagsmiðlanotenda til að sýna notendunum auglýsingar. 3. október 2023 14:08 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Sjá meira
ESB sektar Meta um 183 milljarða króna Evrópusambandið hefur sektað Meta, móðurfélag Facebook, um 1,3 milljarða bandaríkjadala, um 183 milljarða króna, fyrir að hafa sent persónuupplýsingar evrópskra notenda til Bandaríkjanna. 22. maí 2023 10:09
Twitter-líki Meta ekki aðgengilegt í Evrópu Nýja samfélagsmiðlaforritið Threads sem á að keppa við Twitter verður ekki aðgengilegt í Evrópu í fyrirsjáanlegri framtíð. Ástæðan er strangar persónuverndarreglur sem gilda í Evrópusambandinu en Threads safnar alls kyns persónuupplýsingum um notendur sína. 6. júlí 2023 09:09
Fimmtán hundruð krónur fyrir Facebook án auglýsinga Forsvarsmenn Meta, áður Facebook, íhuga að bjóða notendum Instagram og Facebook í Evrópu að borga tæplega fimmtán hundruð krónur fyrir áskrift. Í staðinn myndi fyrirtækið ekki nota persónuupplýsingar samfélagsmiðlanotenda til að sýna notendunum auglýsingar. 3. október 2023 14:08