Ætlar til Indónesíu að leita föður síns án nokkurra vísbendinga Jón Þór Stefánsson skrifar 30. október 2023 22:09 Óðinn, sem er frá Akureyri, ætlar að leita blóðföður síns á Indónesíu. Hann vill fá kvikmyndatökumann með sér sem myndi fá flug og frítt uppihald á meðann á ferðinni stendur. Samsett/Jón Þór/EPA Óðinn Eddy Viðarsson, 43 ára Akureyringur, ætlar sér að fara til Indónesíu til að leita að blóðföður sínum og vill fá með sér tökumann til að fara með sér á ferðalag til að kvikmynda ferðalag sitt og leitina að föðurnum. Fjallað var um þetta fyrirhugaða ferðalag Óðins, sem á að hefjast í desember, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðspurður um hvort hann væri með einhverjar vísbendingar um föðurinn svarar Óðinn neitandi. Hann hafi farið til Indónesíu árið 2015, verið þar í tvö ár og fundið blóðmóður sína. „Ég ætla að fara dýpra í málið varðandi hana. Ég ætla að spyrja hana spurninga sem ég spurði ekki þá,“ segir Óðinn sem segist ekki hafa viljað spyrja blóðmóður sína út í föður sinn þegar hann hitti hana þá. „Ég vildi nú ekki spyrja hana á þessu augnabliki. Þegar þú hittir strákinn þinn á þessu augnabliki eftir 32 ár, þá held ég að það sé ekki gott að spyrja að þessu,“ bætir hann við. Óðinn útskýrir að þegar hann hafi farið að leita móður sinnar hafi miklu fleiri upplýsingar legið fyrir um hana heldur en föður hans núna. Tilfinningaþrungnir endurfundir „Það var mikið grátið og það var rosalega tilfinningaþrungið. Maður hitti mömmu, og svo kemur systirin, og svo kemur bróðirinn. Þetta var allt á innan við klukkustund að maður komst að því að maður ætti systkini líka,“ segir Óðinn um stundina þegar hann hitti fjölskyldu sína í Indónesíu. Leitar líka að tökumanni Líkt og áður segir leitar Óðinn ekki bara að blóðföður sínum, heldur einnig að myndatökumanni. Hann vill að sá hinn sami fari með sér í ferðalagið til Indónesíu og fylgist með leitinni. Kvikmyndatökumaðurinn myndi fá frítt uppihald og flug til Indónesíu, og fá að upplifa ævintýrið með Óðni. Hann býst við því að vera úti í tvo til þrjá mánuði. Starfskröfurnar eru þær að tökumaðurinn kunni á myndavél, dróna og upptökuvél. Óðinn vonast bæði til þess að geta tekið upp það þegar hann finnur blóðföður sinn, og líka þegar hann ferðast ásamt fjölskyldu sinni frá Indónesíu til Íslands og kynnir hana fyrir fjölskyldunni á Íslandi. Íslendingar erlendis Leitin að upprunanum Indónesía Ferðalög Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Fjallað var um þetta fyrirhugaða ferðalag Óðins, sem á að hefjast í desember, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðspurður um hvort hann væri með einhverjar vísbendingar um föðurinn svarar Óðinn neitandi. Hann hafi farið til Indónesíu árið 2015, verið þar í tvö ár og fundið blóðmóður sína. „Ég ætla að fara dýpra í málið varðandi hana. Ég ætla að spyrja hana spurninga sem ég spurði ekki þá,“ segir Óðinn sem segist ekki hafa viljað spyrja blóðmóður sína út í föður sinn þegar hann hitti hana þá. „Ég vildi nú ekki spyrja hana á þessu augnabliki. Þegar þú hittir strákinn þinn á þessu augnabliki eftir 32 ár, þá held ég að það sé ekki gott að spyrja að þessu,“ bætir hann við. Óðinn útskýrir að þegar hann hafi farið að leita móður sinnar hafi miklu fleiri upplýsingar legið fyrir um hana heldur en föður hans núna. Tilfinningaþrungnir endurfundir „Það var mikið grátið og það var rosalega tilfinningaþrungið. Maður hitti mömmu, og svo kemur systirin, og svo kemur bróðirinn. Þetta var allt á innan við klukkustund að maður komst að því að maður ætti systkini líka,“ segir Óðinn um stundina þegar hann hitti fjölskyldu sína í Indónesíu. Leitar líka að tökumanni Líkt og áður segir leitar Óðinn ekki bara að blóðföður sínum, heldur einnig að myndatökumanni. Hann vill að sá hinn sami fari með sér í ferðalagið til Indónesíu og fylgist með leitinni. Kvikmyndatökumaðurinn myndi fá frítt uppihald og flug til Indónesíu, og fá að upplifa ævintýrið með Óðni. Hann býst við því að vera úti í tvo til þrjá mánuði. Starfskröfurnar eru þær að tökumaðurinn kunni á myndavél, dróna og upptökuvél. Óðinn vonast bæði til þess að geta tekið upp það þegar hann finnur blóðföður sinn, og líka þegar hann ferðast ásamt fjölskyldu sinni frá Indónesíu til Íslands og kynnir hana fyrir fjölskyldunni á Íslandi.
Íslendingar erlendis Leitin að upprunanum Indónesía Ferðalög Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira