Íslensk stjórnvöld auka fjárframlög og kalla eftir mannúðarhléi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2023 10:22 Eldur logar og reykur stígur til himins eftir árás Ísraelshers á Tal Al Hawa í Gasaborg. epa/Mohammed Saber Íslensk stjórnvöld hyggjast tvöfalda framlög sín til mannúðaraðstoðar á Gasa. Frá þessu var greint við neyðarumræðu um átökin á svæðinu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi, þar sem fulltrúi Íslands kallaði eftir tafarlausu hléi. „Mannúðarhlé er forsenda þess að hjálparstofnanir og aðrir viðbragðsaðilar geti veitt almennum borgurum á Gaza lífsbjargandi aðstoð og dreift nauðþurftum. Þess vegna hefur Ísland kallað skýrt eftir tafarlausu hléi undanfarna daga, jafnt á opinberum vettvangi, sem og í samtölum við fulltrúa ísraelskra stjórnvalda og á allsherjarþinginu,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra á vefsíðu Stjórnarráðsins. „Framlagið sem tilkynnt var í gær er liður í að styðja við starf stofnana Sameinuðu þjóðanna á Gaza til að standa vörð um mannlega reisn og draga úr þjáningum almennra borgara.“ Eins og kunnugt er sat Ísland hjá á dögunum þegar 120 ríki samþykktu ályktun um tafarlaust og langvarandi vopnahlé milli Ísraela og Hamas. Fjörtíu og fimm þjóðir sátu hjá en fjórtán greiddu atkvæði á móti tillögunni. Ástæður hjásetu margra ríkja var að árásir Hamas á Ísraelsmenn 7. október skyldu ekki vera fordæmdar nógu harðlega né minnst á þá fanga sem liðar samtakanna hefðu tekið og hafa enn í haldi. Í ræðu fulltrúa Íslands á allsherjarþinginu sagði að vegna þess óásættanlega mannfalls og þeirrar neyðar sem ríkir á svæðinu væri þörf á tafarlausu mannúðarhléi, óheftu mannúðaraðgegni- og aðstoð á Gasa. „Svara yrði ákalli um vernd almennra borgara og nauðþurftir, þ.m.t. eldsneyti. Þá lýstu íslensk stjórnvöld yfir áhyggjum af fregnum af mögulegum brotum gegn alþjóðalögum sem yrði að rannsaka. Sömuleiðis var lögð áhersla á að koma í veg fyrir frekari stigmögnun átakanna og skapa skilyrði fyrir pólitíska langtímalausn og frið á grundvelli tveggja ríkja lausnarinnar,“ segir á vef Stjórnarráðsins. 70 milljónir króna verða lagðar til sem viðbótarframlag til Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem þýðir heildarframlag upp á 140 milljónir frá því að átökin brutust út. Hér má finna ræðu fulltrúa Íslands á þinginu. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
„Mannúðarhlé er forsenda þess að hjálparstofnanir og aðrir viðbragðsaðilar geti veitt almennum borgurum á Gaza lífsbjargandi aðstoð og dreift nauðþurftum. Þess vegna hefur Ísland kallað skýrt eftir tafarlausu hléi undanfarna daga, jafnt á opinberum vettvangi, sem og í samtölum við fulltrúa ísraelskra stjórnvalda og á allsherjarþinginu,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra á vefsíðu Stjórnarráðsins. „Framlagið sem tilkynnt var í gær er liður í að styðja við starf stofnana Sameinuðu þjóðanna á Gaza til að standa vörð um mannlega reisn og draga úr þjáningum almennra borgara.“ Eins og kunnugt er sat Ísland hjá á dögunum þegar 120 ríki samþykktu ályktun um tafarlaust og langvarandi vopnahlé milli Ísraela og Hamas. Fjörtíu og fimm þjóðir sátu hjá en fjórtán greiddu atkvæði á móti tillögunni. Ástæður hjásetu margra ríkja var að árásir Hamas á Ísraelsmenn 7. október skyldu ekki vera fordæmdar nógu harðlega né minnst á þá fanga sem liðar samtakanna hefðu tekið og hafa enn í haldi. Í ræðu fulltrúa Íslands á allsherjarþinginu sagði að vegna þess óásættanlega mannfalls og þeirrar neyðar sem ríkir á svæðinu væri þörf á tafarlausu mannúðarhléi, óheftu mannúðaraðgegni- og aðstoð á Gasa. „Svara yrði ákalli um vernd almennra borgara og nauðþurftir, þ.m.t. eldsneyti. Þá lýstu íslensk stjórnvöld yfir áhyggjum af fregnum af mögulegum brotum gegn alþjóðalögum sem yrði að rannsaka. Sömuleiðis var lögð áhersla á að koma í veg fyrir frekari stigmögnun átakanna og skapa skilyrði fyrir pólitíska langtímalausn og frið á grundvelli tveggja ríkja lausnarinnar,“ segir á vef Stjórnarráðsins. 70 milljónir króna verða lagðar til sem viðbótarframlag til Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem þýðir heildarframlag upp á 140 milljónir frá því að átökin brutust út. Hér má finna ræðu fulltrúa Íslands á þinginu.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira