Greiðar og öruggar samgöngur allt árið um kring, hvernig hljómar það? Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2023 11:01 Víða um land valda stuttir vegkaflar íbúum óþarfa fyrirhöfn og armæðu á ferð þeirra um landið. Þar gildir einu hvort ferðinni er heitið á höfuðborgarsvæðið í leit að þjónustu eða yfir í næsta fjörð til að heimsækja Siggu frænku, vetrarfærð og válynd veður eru þess valdandi að veggöng eru beinlínis eina færa leiðin til að tryggja greiðar og öruggar samgöngur. Þetta á sérstaklega við á Tröllaskaga, Austfjörðum og Vestfjörðum þar sem iðulega er torfært á milli byggða stóran hluta ársins enda eru sextán þeirra átján jarðgangna sem fjallað er um í nýrri jarðgangaáætlun á umræddum svæðum. Atorka Færeyinga Þegar rætt er um gangnagerð er iðulega stutt í samanburð við Færeyjar. Færeyingar hafa staðið myndarlega að slíkum framkvæmdum síðustu áratugi, svo eftir er tekið. Sérstök félög hafa verið stofnuð um stærstu veggöng Færeyinga sem að eru að hluta til fjármögnuð með veggjöldum. Þessi félög eru nú þrjú og er hvert þeirra með sérstaka stjórn og fjárhag en innheimta veggjalda er hjá einum aðila, P/F Tunnil. Þá eru umferðarminni göng t.d. með öðrum fjölfarnari sem gerir það að verkum að framkvæmdum sem ellegar ættu ekki uppá pallborðið vegna hagkvæmnissjónarmiða ná fram að ganga. Þannig hafa stjórnvöld staðið vörð um byggðajafnrétti um allar eyjarnar. Skýr byggðastefna Atorka Færeyinga endurspeglar skýra byggðastefnu stjórnvalda. Hér á landi hefur byggðaþróun verið á þá vegu að fólk sækir í meira mæli vinnu til nærliggjandi sveitarfélaga, sveitarfélög hafa í auknu mæli sameinast, og við tölum um stór landssvæði sem eitt atvinnusóknarsvæði. Uppbygging samgöngumannvirkja þarf að vera í takti við þessa þróun. Óhætt er að fullyrða að öll veggöng á Íslandi hafi verið til bóta. Ekki aðeins þegar litið er til umferðaröryggis heldur einnig til jákvæðra hagrænna áhrifa á nærliggjandi byggðir/sveitarfélög. Ný tækni Nú er verið að smíða bora með nýrri tækni sem bræðir bergið með heitu lofti og eru rafmagnsknúnir kyndilborar þar sem hægt er að bora á margföldum hraða á við það sem tíðkast er í dag eða allt að 1 km. á sólahring í stað 5 til 10 mtr. með þeim hætti sem við þekkjum. Þetta skiptir gríðarlegu máli og ýtir undir að hægt ætti að vera að hraða framkvæmdum enn frekar en nú er. Áhrifin eru augljós og greiðar samgöngur eru forsenda byggðaþróunar. Við þurfum að sammælast um ákjósanlegasta fyrirkomulagið svo hraða megi uppbyggingu samgöngumannvirkja, þar tel ég skynsamlegt að horfa til þess fyrirkomulags sem tekið hefur verið upp í Færeyjum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri græn Samgöngur Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Víða um land valda stuttir vegkaflar íbúum óþarfa fyrirhöfn og armæðu á ferð þeirra um landið. Þar gildir einu hvort ferðinni er heitið á höfuðborgarsvæðið í leit að þjónustu eða yfir í næsta fjörð til að heimsækja Siggu frænku, vetrarfærð og válynd veður eru þess valdandi að veggöng eru beinlínis eina færa leiðin til að tryggja greiðar og öruggar samgöngur. Þetta á sérstaklega við á Tröllaskaga, Austfjörðum og Vestfjörðum þar sem iðulega er torfært á milli byggða stóran hluta ársins enda eru sextán þeirra átján jarðgangna sem fjallað er um í nýrri jarðgangaáætlun á umræddum svæðum. Atorka Færeyinga Þegar rætt er um gangnagerð er iðulega stutt í samanburð við Færeyjar. Færeyingar hafa staðið myndarlega að slíkum framkvæmdum síðustu áratugi, svo eftir er tekið. Sérstök félög hafa verið stofnuð um stærstu veggöng Færeyinga sem að eru að hluta til fjármögnuð með veggjöldum. Þessi félög eru nú þrjú og er hvert þeirra með sérstaka stjórn og fjárhag en innheimta veggjalda er hjá einum aðila, P/F Tunnil. Þá eru umferðarminni göng t.d. með öðrum fjölfarnari sem gerir það að verkum að framkvæmdum sem ellegar ættu ekki uppá pallborðið vegna hagkvæmnissjónarmiða ná fram að ganga. Þannig hafa stjórnvöld staðið vörð um byggðajafnrétti um allar eyjarnar. Skýr byggðastefna Atorka Færeyinga endurspeglar skýra byggðastefnu stjórnvalda. Hér á landi hefur byggðaþróun verið á þá vegu að fólk sækir í meira mæli vinnu til nærliggjandi sveitarfélaga, sveitarfélög hafa í auknu mæli sameinast, og við tölum um stór landssvæði sem eitt atvinnusóknarsvæði. Uppbygging samgöngumannvirkja þarf að vera í takti við þessa þróun. Óhætt er að fullyrða að öll veggöng á Íslandi hafi verið til bóta. Ekki aðeins þegar litið er til umferðaröryggis heldur einnig til jákvæðra hagrænna áhrifa á nærliggjandi byggðir/sveitarfélög. Ný tækni Nú er verið að smíða bora með nýrri tækni sem bræðir bergið með heitu lofti og eru rafmagnsknúnir kyndilborar þar sem hægt er að bora á margföldum hraða á við það sem tíðkast er í dag eða allt að 1 km. á sólahring í stað 5 til 10 mtr. með þeim hætti sem við þekkjum. Þetta skiptir gríðarlegu máli og ýtir undir að hægt ætti að vera að hraða framkvæmdum enn frekar en nú er. Áhrifin eru augljós og greiðar samgöngur eru forsenda byggðaþróunar. Við þurfum að sammælast um ákjósanlegasta fyrirkomulagið svo hraða megi uppbyggingu samgöngumannvirkja, þar tel ég skynsamlegt að horfa til þess fyrirkomulags sem tekið hefur verið upp í Færeyjum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun