„Skammast mín ekki fyrir það að vera öðruvísi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2023 14:00 Caster Semenya var ríkjandi Ólympíu- og heimsmeistarari þegar nýjar reglur voru setta henni til höfuðs. Getty/Michael Dodge Caster Semenya hefur unnið tvö Ólympíugull á ferlinum en stærsta keppnin hennar hefur þó verið baráttan fyrir því að fá hreinlega að keppa. Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur reynt flest til að koma í veg fyrir að Semenya geti keppt í kvennaflokki í sínum bestu greinum á alþjóðlegum frjálsíþróttamótum. Hin 32 ára gamla Semenya fæddist með mun hærra magn af testósterón hormóninu en þekkt er hjá konum sem gerir henni auðveldara með að auka vöðvamassa og styrk. Suður-afríska hlaupakonan má í dag ekki taka þátt í kvennakeppnum nema að taka lyf sem minnka magn testósteróns hjá henni. Það vill hún ekki gera og segir það hreinlega hættulegt heilsu sinni. Vann gull á ÓL 2012 og ÓL 2016 Áður hafði hún verið yfirburðarkona í 800 metra hlaupi þar sem hún vann gullverðlaun á bæði Ólympíuleikunum í London 2012 sem og á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún varð einnig þrisvar sinnum heimsmeistari í 800 metra hlaupi á árunum 2009 til 2017. Semenya talaði um það nýverið að hún ætlaði að einbeita sér meira að baráttunni gegn yfirvöldum frekar en að vinna til verðlauna. Hún hefur ekki lengur það markmið að keppa á Ólympíuleikunum 2024. Samkvæmt reglu sem var sett árið 2018 þá mega íþróttakonur eins og Semenya ekki ekki keppa í kvennaflokki í greinum frá 400 metra hlaupi upp í míluhlaup nema að þær minnki testósterón magn sitt með lyfjagjöf. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) „Í mínum huga þá ertu kona ef þú ert kona. Það á ekki að skipta máli hvernig þú ert. Ég hef áttað mig á því að ég vil lifa mínu lífi og berjast fyrir því sem ég tel að sé rétt,“ sagði Caster Semenya í viðtali við breska ríkisútvarpið. Veit að hún er kona „Ég veit að ég er kona og sætti mig við allt sem því fylgir,“ sagði Semenya. Hún reyndi að hlaupa 5000 metra hlaup á HM í Oregon á síðasta ári en komst ekki í úrslit. „Ég geri mér grein fyrir því að ég er öðruvísi. Mér er sama um læknisfræðileg hugtök eða hvað þau kalla mig. Að fæðast án legs eða með innvortis eistu. Það gerir mig ekki að minni konu,“ sagði Semenya. „Svona fæddist ég og ég mun fagna því. Ég skammast mín ekki fyrir það að vera öðruvísi. Ég er öðruvísi og sérstök og mér líður mjög vel með það,“ sagði Semenya. Frjálsar íþróttir Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur reynt flest til að koma í veg fyrir að Semenya geti keppt í kvennaflokki í sínum bestu greinum á alþjóðlegum frjálsíþróttamótum. Hin 32 ára gamla Semenya fæddist með mun hærra magn af testósterón hormóninu en þekkt er hjá konum sem gerir henni auðveldara með að auka vöðvamassa og styrk. Suður-afríska hlaupakonan má í dag ekki taka þátt í kvennakeppnum nema að taka lyf sem minnka magn testósteróns hjá henni. Það vill hún ekki gera og segir það hreinlega hættulegt heilsu sinni. Vann gull á ÓL 2012 og ÓL 2016 Áður hafði hún verið yfirburðarkona í 800 metra hlaupi þar sem hún vann gullverðlaun á bæði Ólympíuleikunum í London 2012 sem og á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún varð einnig þrisvar sinnum heimsmeistari í 800 metra hlaupi á árunum 2009 til 2017. Semenya talaði um það nýverið að hún ætlaði að einbeita sér meira að baráttunni gegn yfirvöldum frekar en að vinna til verðlauna. Hún hefur ekki lengur það markmið að keppa á Ólympíuleikunum 2024. Samkvæmt reglu sem var sett árið 2018 þá mega íþróttakonur eins og Semenya ekki ekki keppa í kvennaflokki í greinum frá 400 metra hlaupi upp í míluhlaup nema að þær minnki testósterón magn sitt með lyfjagjöf. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) „Í mínum huga þá ertu kona ef þú ert kona. Það á ekki að skipta máli hvernig þú ert. Ég hef áttað mig á því að ég vil lifa mínu lífi og berjast fyrir því sem ég tel að sé rétt,“ sagði Caster Semenya í viðtali við breska ríkisútvarpið. Veit að hún er kona „Ég veit að ég er kona og sætti mig við allt sem því fylgir,“ sagði Semenya. Hún reyndi að hlaupa 5000 metra hlaup á HM í Oregon á síðasta ári en komst ekki í úrslit. „Ég geri mér grein fyrir því að ég er öðruvísi. Mér er sama um læknisfræðileg hugtök eða hvað þau kalla mig. Að fæðast án legs eða með innvortis eistu. Það gerir mig ekki að minni konu,“ sagði Semenya. „Svona fæddist ég og ég mun fagna því. Ég skammast mín ekki fyrir það að vera öðruvísi. Ég er öðruvísi og sérstök og mér líður mjög vel með það,“ sagði Semenya.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira