Ferðamaður mögulega ísbjörninn á Langjökli Jón Þór Stefánsson skrifar 8. nóvember 2023 11:31 Ísbirnir hafa heimsótt Ísland þónokkrum sinnum. Þeir eru þó ekki þekktir fyrir að koma sér inn á mitt land. EPA Leit lögreglunnar á Vesturlandi og Landhelgisgæslunnar að ísbirni á Langjökli í gær skilaði litlu. Enginn hvítabjörn fannst og enginn ummerki eftir slíkt dýr heldur. Frá þessu greinir Kristján Ingi Kristjánsson, settur yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, í samtali við Vísi. Hann tekur þó fram að í raun hafi ekki verið búist við því að leitin myndi skila árangri. „Þeir kláruðu að leita þetta svæði og ekkert fannst, hvorki björn né ummerki. Þannig þetta er bara búið af okkar hálfu nema eitthvað nýtt komi fram,“ segir Kristján. Hann metur að leitin, sem fór fram í þyrlu Landhelgisgæslunnar, hafi tekið um það bil einn og hálfan klukkutíma. Leitin hófst eftir að lögreglunni bárust tilkynningar um fótspor á jöklinum. Enginn ísbjörn fari á mitt Ísland „Ísbjörn á Langjökli. Er ekki í lagi með menn?“ spyr fjallgöngumaðurinn Arngrímur Hermannsson á Facebook-síðu sinni, en hann er með tilgátu um hvað ísbjarnasporin hafi verið í raun og veru. „Nú er hann sloppin úr landi og floginn til Colorado með Icelandair, þar finnið þið Ísbjörninn.“ Í samtali við Vísi útskýrir Arngrímur að í síðustu viku hafi hann farið með tvo erlenda karlmenn í ferðir um Langjökul. „Við gengum um allan jökullinn alla síðustu viku. Og svo sá ég þessa frétt hjá ykkur um þetta á Langjökli. Mér datt bara í hug að þetta væri einhver misskilningur, sem ég var alveg viss um að þetta væri, því það fer enginn ísbjörn inn á mitt Ísland. Þá kom ég með þessa skopkenningu.“ Annar ferðafélaga Arngríms hafi stóran hluta ferðarinnar notast við skó sem skilja eftir spor sem minna gætu á ísbjörn. „Förin eftir hann voru bara eins og ísbjarnaför, það verður bara að segjast eins og er.“ Þá segir Arngrímur að heima hjá sér sé hann með uppstoppaðan ísbörn. Í morgun hafi hann ákveðið að mæla þófana á honum og segir þá vera tíu sentímetra breiða. Þá hafi hann séð myndir af meintum ísbjarnarsporum á Langjökli og sýndist þau vera miklu stærri en það. Leit lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar um Langjökul stóð yfir í um það bil einn og hálfan klukkutíma.Rax Mynd frá Langjökli, en enginn ísbjörn fannst þar.Rax Mögulegt að sporin séu eftir mann Kristján Ingi yfirlögregluþjónn segir vel mögulegt að fótsporinn sem orsökuðu leitina séu í raun eftir veiðimann, eða eftir annan sem hafi verið á jöklinum, þá helst á stórum ísbroddum. Síðan geti slík fótspor breytt um lögun þegar snjór bráðnar, og þá jafnvel líkst ísbjarnasporum. Lögreglumál Dýr Bláskógabyggð Borgarbyggð Ísbirnir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Frá þessu greinir Kristján Ingi Kristjánsson, settur yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, í samtali við Vísi. Hann tekur þó fram að í raun hafi ekki verið búist við því að leitin myndi skila árangri. „Þeir kláruðu að leita þetta svæði og ekkert fannst, hvorki björn né ummerki. Þannig þetta er bara búið af okkar hálfu nema eitthvað nýtt komi fram,“ segir Kristján. Hann metur að leitin, sem fór fram í þyrlu Landhelgisgæslunnar, hafi tekið um það bil einn og hálfan klukkutíma. Leitin hófst eftir að lögreglunni bárust tilkynningar um fótspor á jöklinum. Enginn ísbjörn fari á mitt Ísland „Ísbjörn á Langjökli. Er ekki í lagi með menn?“ spyr fjallgöngumaðurinn Arngrímur Hermannsson á Facebook-síðu sinni, en hann er með tilgátu um hvað ísbjarnasporin hafi verið í raun og veru. „Nú er hann sloppin úr landi og floginn til Colorado með Icelandair, þar finnið þið Ísbjörninn.“ Í samtali við Vísi útskýrir Arngrímur að í síðustu viku hafi hann farið með tvo erlenda karlmenn í ferðir um Langjökul. „Við gengum um allan jökullinn alla síðustu viku. Og svo sá ég þessa frétt hjá ykkur um þetta á Langjökli. Mér datt bara í hug að þetta væri einhver misskilningur, sem ég var alveg viss um að þetta væri, því það fer enginn ísbjörn inn á mitt Ísland. Þá kom ég með þessa skopkenningu.“ Annar ferðafélaga Arngríms hafi stóran hluta ferðarinnar notast við skó sem skilja eftir spor sem minna gætu á ísbjörn. „Förin eftir hann voru bara eins og ísbjarnaför, það verður bara að segjast eins og er.“ Þá segir Arngrímur að heima hjá sér sé hann með uppstoppaðan ísbörn. Í morgun hafi hann ákveðið að mæla þófana á honum og segir þá vera tíu sentímetra breiða. Þá hafi hann séð myndir af meintum ísbjarnarsporum á Langjökli og sýndist þau vera miklu stærri en það. Leit lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar um Langjökul stóð yfir í um það bil einn og hálfan klukkutíma.Rax Mynd frá Langjökli, en enginn ísbjörn fannst þar.Rax Mögulegt að sporin séu eftir mann Kristján Ingi yfirlögregluþjónn segir vel mögulegt að fótsporinn sem orsökuðu leitina séu í raun eftir veiðimann, eða eftir annan sem hafi verið á jöklinum, þá helst á stórum ísbroddum. Síðan geti slík fótspor breytt um lögun þegar snjór bráðnar, og þá jafnvel líkst ísbjarnasporum.
Lögreglumál Dýr Bláskógabyggð Borgarbyggð Ísbirnir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira