Upplýsingafundur um jarðhræringarnar í Hljómahöll í kvöld Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. nóvember 2023 13:40 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, bindur vonir við að íbúar öðlist meiri öryggiskennd eftir upplýsingafund um jarðhræringarnar. Í hinu sögufræga félagsheimili Stapa, stærsta sal Hljómahallar, verður haldinn upplýsingafundur vegna jarðhræringa og landriss við Grindavík. Fundurinn hefst klukkan átta en einnig verður hægt að fylgjast með honum í beinni útsendingu á fréttavef okkar Vísi og í sjónvarpinu á stöð 2 Vísi. Íbúar og atvinnurekendur svæðisins munu fá tækifæri til að bera fram allar þær spurningar sem á þeim brenna um jarðhræringarnar. Í síðustu viku var sambærilegur fundur haldinn fyrir íbúa Grindavíkur sem eru næst virkninni. Tvær almannavarnarnefndir eru að störfum á svæðinu, önnur í Grindavík og hin er sameiginleg fyrir Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Voga. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar stýrir fundinum. „Fundurinn er fyrst og fremst ætlaður til þess að veita upplýsingar til íbúa og annarra sem áhuga kunna að hafa. Eftir að frummælendur, sem koma víða að, hafa lokið sínum erindum þá verður opnað fyrir spurningar og fundagestir geta þá lagt spurningar fyrir frummælendur sem verða frá Veðurstofu, Almannvörnum, Ríkislögreglustjóra, dómsmálaráðherra og fleiri og fleiri. Orkufyrirtækin verða þarna bæði, HS Veitur og Hs Orka,“ segir Kjartan. Á Facebooksíðu Reykjanesbæjar geta þeir sem heima sitja sent inn spurningar og reynt verður að koma þeim öllum á framfæri. Í lok fundarins verður gerð samantekt á pólsku fyrir pólskumælandi íbúa. „Sem eru náttúrulega fjölmargir hér á Suðurnesjum þannig að við erum svona að veita íbúum upplýsingar og vonandi betri og meiri öryggistilfinningu að fundi loknum.“ Kjartan segir að áhyggjur íbúa séu að mestu bundnar við vatns- og orkumál. „En hér norðar á Reykjanesskaganum eru þetta meiri vangaveltur um hvernig við leysum það ef við missum heitt og kalt vatn og rafmagn ef orkuverið í Svartsengi skemmist eða fer undir hraun. Þá þurfum við að hugsa þetta upp á nýtt hér. Það er svona sá ótti og áhyggjur sem helst liggur á fólki,“ segir Kjartan. Áframhaldandi landris og skjálftavirkni Skjálftavirknin í nótt var sambærileg þeirri sem einkenndi fyrrinótt en heldur færri stærri skjálftar riðu yfir á Reykjanesinu. Einar Hjörleifsson er náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það hafa mælst um 550 skjálftar á svæðinu frá því á miðnætti en aðeins tveir þeirra hafa mælst yfir þremur að stærð þannig að skjálftavirkni heldur áfram á svæðinu.“ Annar þeirra stóru reið yfir klukkan hálf eitt í nótt og mældist 3,4 að stærð og hinn laust eftir klukkan fimm og mældist 3 að stærð. GPS mælar við fjallið Þorbjörn sýna að landrisið heldur áfram á svipuðu róli og verið hefur. „Kvikusöfnunin heldur áfram og er á þessu fimm kílómetra dýpi á svæðinu norðvestan við Þorbjörn. Ef miðað er við upphafsdag atburðarásarinnar 27. október til dagsins í dag, hefur land risið nokkuð jafnt þó hraðinn í ferlinu hafi breyst á milli daga en það er búist áfram við kviðukenndri skjálftavirkni á meðan við erum að greina þessa kvikusöfnun.“ Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Flúði skjálftana og komin í hjólhýsi í Árbænum Sigríður Jónasdóttir, íbúi í Grindavík, hefur fengið sig fullsadda af skjálftahrinunni á Reykjanesi og er flutt í borgina. Þar býr hún nú í hjólhýsi í garðinum hjá tengdaforeldrum dóttur sinnar. 8. nóvember 2023 09:00 Fjörutíu skjálftar í nótt á Reykjanesinu Fremur rólegt er á um að litast á skjálftatöflum Veðurstofunnar þennan morguninn. 8. nóvember 2023 07:12 „Miklu hraðara innflæði og hraðara landris“ Land heldur áfram að rísa við Þorbjörn. Fagstjóri náttúruvöktunar segir ástandið núna öðruvísi en undanfarin ár þegar gosið hefur á Reykjanesi. Nú flæði kvika mun hraðar og landris sé hraðara. 7. nóvember 2023 19:36 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Íbúar og atvinnurekendur svæðisins munu fá tækifæri til að bera fram allar þær spurningar sem á þeim brenna um jarðhræringarnar. Í síðustu viku var sambærilegur fundur haldinn fyrir íbúa Grindavíkur sem eru næst virkninni. Tvær almannavarnarnefndir eru að störfum á svæðinu, önnur í Grindavík og hin er sameiginleg fyrir Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Voga. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar stýrir fundinum. „Fundurinn er fyrst og fremst ætlaður til þess að veita upplýsingar til íbúa og annarra sem áhuga kunna að hafa. Eftir að frummælendur, sem koma víða að, hafa lokið sínum erindum þá verður opnað fyrir spurningar og fundagestir geta þá lagt spurningar fyrir frummælendur sem verða frá Veðurstofu, Almannvörnum, Ríkislögreglustjóra, dómsmálaráðherra og fleiri og fleiri. Orkufyrirtækin verða þarna bæði, HS Veitur og Hs Orka,“ segir Kjartan. Á Facebooksíðu Reykjanesbæjar geta þeir sem heima sitja sent inn spurningar og reynt verður að koma þeim öllum á framfæri. Í lok fundarins verður gerð samantekt á pólsku fyrir pólskumælandi íbúa. „Sem eru náttúrulega fjölmargir hér á Suðurnesjum þannig að við erum svona að veita íbúum upplýsingar og vonandi betri og meiri öryggistilfinningu að fundi loknum.“ Kjartan segir að áhyggjur íbúa séu að mestu bundnar við vatns- og orkumál. „En hér norðar á Reykjanesskaganum eru þetta meiri vangaveltur um hvernig við leysum það ef við missum heitt og kalt vatn og rafmagn ef orkuverið í Svartsengi skemmist eða fer undir hraun. Þá þurfum við að hugsa þetta upp á nýtt hér. Það er svona sá ótti og áhyggjur sem helst liggur á fólki,“ segir Kjartan. Áframhaldandi landris og skjálftavirkni Skjálftavirknin í nótt var sambærileg þeirri sem einkenndi fyrrinótt en heldur færri stærri skjálftar riðu yfir á Reykjanesinu. Einar Hjörleifsson er náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það hafa mælst um 550 skjálftar á svæðinu frá því á miðnætti en aðeins tveir þeirra hafa mælst yfir þremur að stærð þannig að skjálftavirkni heldur áfram á svæðinu.“ Annar þeirra stóru reið yfir klukkan hálf eitt í nótt og mældist 3,4 að stærð og hinn laust eftir klukkan fimm og mældist 3 að stærð. GPS mælar við fjallið Þorbjörn sýna að landrisið heldur áfram á svipuðu róli og verið hefur. „Kvikusöfnunin heldur áfram og er á þessu fimm kílómetra dýpi á svæðinu norðvestan við Þorbjörn. Ef miðað er við upphafsdag atburðarásarinnar 27. október til dagsins í dag, hefur land risið nokkuð jafnt þó hraðinn í ferlinu hafi breyst á milli daga en það er búist áfram við kviðukenndri skjálftavirkni á meðan við erum að greina þessa kvikusöfnun.“
Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Flúði skjálftana og komin í hjólhýsi í Árbænum Sigríður Jónasdóttir, íbúi í Grindavík, hefur fengið sig fullsadda af skjálftahrinunni á Reykjanesi og er flutt í borgina. Þar býr hún nú í hjólhýsi í garðinum hjá tengdaforeldrum dóttur sinnar. 8. nóvember 2023 09:00 Fjörutíu skjálftar í nótt á Reykjanesinu Fremur rólegt er á um að litast á skjálftatöflum Veðurstofunnar þennan morguninn. 8. nóvember 2023 07:12 „Miklu hraðara innflæði og hraðara landris“ Land heldur áfram að rísa við Þorbjörn. Fagstjóri náttúruvöktunar segir ástandið núna öðruvísi en undanfarin ár þegar gosið hefur á Reykjanesi. Nú flæði kvika mun hraðar og landris sé hraðara. 7. nóvember 2023 19:36 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Flúði skjálftana og komin í hjólhýsi í Árbænum Sigríður Jónasdóttir, íbúi í Grindavík, hefur fengið sig fullsadda af skjálftahrinunni á Reykjanesi og er flutt í borgina. Þar býr hún nú í hjólhýsi í garðinum hjá tengdaforeldrum dóttur sinnar. 8. nóvember 2023 09:00
Fjörutíu skjálftar í nótt á Reykjanesinu Fremur rólegt er á um að litast á skjálftatöflum Veðurstofunnar þennan morguninn. 8. nóvember 2023 07:12
„Miklu hraðara innflæði og hraðara landris“ Land heldur áfram að rísa við Þorbjörn. Fagstjóri náttúruvöktunar segir ástandið núna öðruvísi en undanfarin ár þegar gosið hefur á Reykjanesi. Nú flæði kvika mun hraðar og landris sé hraðara. 7. nóvember 2023 19:36