Foreldrunum skipt út fyrir nágranna vegna skjálftanna Bjarki Sigurðsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 10. nóvember 2023 21:56 Hallgrímur Hjálmarsson og Geir Andersen hafa fundið vel fyrir skjálftunum. Vísir/Ívar Fannar Par í Grindavík segjast ætla að halda sér í bænum þrátt fyrir mikla skjálfta. Þeir áttu von á foreldrum í mat en enduðu með nágrannana við eldhúsborðið vegna skjálftanna. Hallgrímur Hjálmarsson og Geir Andersen búa í Grindavík. Þeir segjast aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum skjálftum og í dag. „Þegar ég sá að hann varð hræddur, sem verður aldrei hræddur, þá var mér ekki farið að standa á sama. Þá fór ég að hugsa hvort við ættum að fara út úr bænum. En nú er búið að róast þannig við höldum í það að vera hér. Ég er með fjölskyldu hér, mömmu og dóttur systur minnar, maður getur ekki farið sísvona. Maður ber ábyrgð,“ segir Hallgrímur. Klippa: ,,Það mesta sem ég hef upplifað á ævinni Fólk misheppið Húsið þeirra hefur hrists vel frá því að hrinan hófst. „Það eru búnir að hrynja og brotna að minnsta kosti fjórir hlutir. Það voru svakaleg læti í þessum stóra skjálfta. Fólk er misjafnlega heppið. Við erum búin að fara á þrjú heimili og sumsstaðar er ekkert búið að fara niður. Og hjá einni vinkonu okkar fór helling niður. Þetta er búið að vera mjög sérstakt og skrítið.“ segir Hallgrímur. Foreldrarnir urðu eftir heima Þeir höfðu ætlað að fá foreldra þeirra beggja í mat í kvöld en enduðu þau á því að vera heima. „Það var löngu planað, við ætluðum að bjóða foreldrum okkar beggja en svo atvikast það að allskonar fólk komu af götunni og í nágrenninu. En ég sagði mömmu og pabba að koma ekki út af því að vegurinn fór í sundur og ég vildi ekki leggja á þau að koma hingað í kvöld.“ segir Geir. Ætla sér ekki burt Þeir segjast ætla að vera heima hjá sér eins lengi og þeir mega. „Þetta er stuðandi og skelkandi en maður verður bara að fara eftir því sem er sagt. Ef það kemur hættuástand myndum við fara strax en við ætlum að halda ró okkar.“ segir Geir. Margir útlendingar farnir Þeir segja bæinn vera hálftóman. „Nágrannar okkar eru farnir, það eru mjög margir farnir. Ég vinn með mörgum útlendingum og ég hef verið að heyra í þeim en þau eru farin, jafnvel komin á hótel. Það er léttir að heyra að þau eru örugg því þau hafa ekki sama bakland og við sem erum héðan. Það eru örugglega hátt í fimmtíu prósent farin úr bænum,“ segir Hallgrímur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Hallgrímur Hjálmarsson og Geir Andersen búa í Grindavík. Þeir segjast aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum skjálftum og í dag. „Þegar ég sá að hann varð hræddur, sem verður aldrei hræddur, þá var mér ekki farið að standa á sama. Þá fór ég að hugsa hvort við ættum að fara út úr bænum. En nú er búið að róast þannig við höldum í það að vera hér. Ég er með fjölskyldu hér, mömmu og dóttur systur minnar, maður getur ekki farið sísvona. Maður ber ábyrgð,“ segir Hallgrímur. Klippa: ,,Það mesta sem ég hef upplifað á ævinni Fólk misheppið Húsið þeirra hefur hrists vel frá því að hrinan hófst. „Það eru búnir að hrynja og brotna að minnsta kosti fjórir hlutir. Það voru svakaleg læti í þessum stóra skjálfta. Fólk er misjafnlega heppið. Við erum búin að fara á þrjú heimili og sumsstaðar er ekkert búið að fara niður. Og hjá einni vinkonu okkar fór helling niður. Þetta er búið að vera mjög sérstakt og skrítið.“ segir Hallgrímur. Foreldrarnir urðu eftir heima Þeir höfðu ætlað að fá foreldra þeirra beggja í mat í kvöld en enduðu þau á því að vera heima. „Það var löngu planað, við ætluðum að bjóða foreldrum okkar beggja en svo atvikast það að allskonar fólk komu af götunni og í nágrenninu. En ég sagði mömmu og pabba að koma ekki út af því að vegurinn fór í sundur og ég vildi ekki leggja á þau að koma hingað í kvöld.“ segir Geir. Ætla sér ekki burt Þeir segjast ætla að vera heima hjá sér eins lengi og þeir mega. „Þetta er stuðandi og skelkandi en maður verður bara að fara eftir því sem er sagt. Ef það kemur hættuástand myndum við fara strax en við ætlum að halda ró okkar.“ segir Geir. Margir útlendingar farnir Þeir segja bæinn vera hálftóman. „Nágrannar okkar eru farnir, það eru mjög margir farnir. Ég vinn með mörgum útlendingum og ég hef verið að heyra í þeim en þau eru farin, jafnvel komin á hótel. Það er léttir að heyra að þau eru örugg því þau hafa ekki sama bakland og við sem erum héðan. Það eru örugglega hátt í fimmtíu prósent farin úr bænum,“ segir Hallgrímur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?