Full af þakklæti en algjör óvissa varðandi morgundaginn Kolbeinn Tumi Daðason og Telma Tómasson skrifa 11. nóvember 2023 03:39 Isabella og Michal ásamt kettinum sem er í eigu systur Isabellu, og er ekki í sérstöku uppáhaldi hjá Michal. Vísir Systkinin Michal og Isabella voru á meðal þeirra sem urðu á vegi fréttamanns í fjöldahjálpastöðinni í Kórnum í Kópavogi eftir miðnætti. Þau voru hluti af fimmtán starfsmönnum Vísis hf. í Grindavík. Michal sagðist hafa kosið að dvelja á heimili þeirra í Grindavík og stefnt í það. Hann hefði fundið pressu frá fjölskyldunni að yfirgefa Grindavík og eftir á að hyggja hefði það verið góð ákvörðun. Hann var að spila tölvuleiki þegar vel var farið að líða á daginn og skjálftarnir fóru að aukast. „Það var klikkuð tilfinning,“ segir Michal. Isabella systir hans tekur undir. Hún rifjar upp skjálftavirknina fyrir eldgosin í fyrra sem hafi verið allt annars eðlis. „Hvað er að gerast?“ „Ég fann aldrei svona skjálfta. Ég hugsaði „guð minn góður, hvað er að gerast?““ Hún segist ekki hafa haft áhyggjur af fyrri skjálftum en nú hafi allt farið útum allt. Skápar opnast og hillur tæmst. „Mér leið ekki vel,“ segir Isabella. „Þetta er í fyrsta skipti sem mig langaði ekki til að búa í Grindavík.“ Þau Michal og Isabella láta vel af lífi sínu í Grindavík og starfi hjá Vísi. Góð laun og gott land „Við höfum verið hérna í eitt og hálft ár. Launin eru mjög góð og þetta er mjög gott land,“ segir Michal. Isabella var þakklát móttökunum í Kópavogi. „Ég er mjög þakklát. Þetta fólk tekur á móti okkur, hjálpar okkur og það eru engin vandamál.“ Starfsfólkið frá Vísi hf. myndar þéttan hóp og systur Isabellu er meðal annars að finna í hópnum. Michael segist ekki hafa hugmynd um hvað morgundagurinn beri í skauti sér. „Við vitum ekki hve lengi við þurfum að dvelja hér,“ segir Isabella. Þau bíði eftir SMS. „Við verðum hér í nótt og svo sjáum við til. Við vitum ekkert.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Sjávarútvegur Hjálparstarf Eldgos á Reykjanesskaga Kópavogur Tengdar fréttir Þakklát fyrir að hræddir hundarnir fengu einnig húsaskjól Auðbjörg María Ólafsdóttir er ein þeirra sem yfirgaf Grindavík í gærkvöldi, en fjórir hundar fylgdu henni og segist hún afar snortin og þakklát Rauða krossinum fyrir að skjóta yfir hópinn skjólshúsi. 11. nóvember 2023 03:11 Margir leitað skjóls í fjöldahjálparstöðvum Margir hafa leitað skjóls í þremur fjöldahjálparmiðstöðvum sem opnaðar voru vegna rýmingar í Grindavík, á Selfossi, Reykjanesbæ og í Kópavogi. 11. nóvember 2023 02:08 Langur bíltúr framundan til ömmu og afa við Grundarfjörð Steinar Nói Kjartanson og fjölskylda er meðal þeirra Grindvíkinga sem hafa neyðst til að yfirgefa heimili sitt. Fjölskyldan er á leiðinni til Grundarfjarðar svo langur bíltúr er fyrir höndum. Þau ætluðu að sofa í Grindavík í nótt þar til tilkynning um allsherjarrýmingu barst. 11. nóvember 2023 01:23 Vaktin: Ekki útilokað að kvikugangur sé undir Grindavík Rýmingu í Grindavík er lokið eftir að neyðarstigi var lýst yfir fyrr í kvöld. Ástæðan er sú að ekki er hægt að útiloka að kvikugangur sem er að myndast gæti náð til Grindavíkur. 10. nóvember 2023 17:32 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Michal sagðist hafa kosið að dvelja á heimili þeirra í Grindavík og stefnt í það. Hann hefði fundið pressu frá fjölskyldunni að yfirgefa Grindavík og eftir á að hyggja hefði það verið góð ákvörðun. Hann var að spila tölvuleiki þegar vel var farið að líða á daginn og skjálftarnir fóru að aukast. „Það var klikkuð tilfinning,“ segir Michal. Isabella systir hans tekur undir. Hún rifjar upp skjálftavirknina fyrir eldgosin í fyrra sem hafi verið allt annars eðlis. „Hvað er að gerast?“ „Ég fann aldrei svona skjálfta. Ég hugsaði „guð minn góður, hvað er að gerast?““ Hún segist ekki hafa haft áhyggjur af fyrri skjálftum en nú hafi allt farið útum allt. Skápar opnast og hillur tæmst. „Mér leið ekki vel,“ segir Isabella. „Þetta er í fyrsta skipti sem mig langaði ekki til að búa í Grindavík.“ Þau Michal og Isabella láta vel af lífi sínu í Grindavík og starfi hjá Vísi. Góð laun og gott land „Við höfum verið hérna í eitt og hálft ár. Launin eru mjög góð og þetta er mjög gott land,“ segir Michal. Isabella var þakklát móttökunum í Kópavogi. „Ég er mjög þakklát. Þetta fólk tekur á móti okkur, hjálpar okkur og það eru engin vandamál.“ Starfsfólkið frá Vísi hf. myndar þéttan hóp og systur Isabellu er meðal annars að finna í hópnum. Michael segist ekki hafa hugmynd um hvað morgundagurinn beri í skauti sér. „Við vitum ekki hve lengi við þurfum að dvelja hér,“ segir Isabella. Þau bíði eftir SMS. „Við verðum hér í nótt og svo sjáum við til. Við vitum ekkert.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Sjávarútvegur Hjálparstarf Eldgos á Reykjanesskaga Kópavogur Tengdar fréttir Þakklát fyrir að hræddir hundarnir fengu einnig húsaskjól Auðbjörg María Ólafsdóttir er ein þeirra sem yfirgaf Grindavík í gærkvöldi, en fjórir hundar fylgdu henni og segist hún afar snortin og þakklát Rauða krossinum fyrir að skjóta yfir hópinn skjólshúsi. 11. nóvember 2023 03:11 Margir leitað skjóls í fjöldahjálparstöðvum Margir hafa leitað skjóls í þremur fjöldahjálparmiðstöðvum sem opnaðar voru vegna rýmingar í Grindavík, á Selfossi, Reykjanesbæ og í Kópavogi. 11. nóvember 2023 02:08 Langur bíltúr framundan til ömmu og afa við Grundarfjörð Steinar Nói Kjartanson og fjölskylda er meðal þeirra Grindvíkinga sem hafa neyðst til að yfirgefa heimili sitt. Fjölskyldan er á leiðinni til Grundarfjarðar svo langur bíltúr er fyrir höndum. Þau ætluðu að sofa í Grindavík í nótt þar til tilkynning um allsherjarrýmingu barst. 11. nóvember 2023 01:23 Vaktin: Ekki útilokað að kvikugangur sé undir Grindavík Rýmingu í Grindavík er lokið eftir að neyðarstigi var lýst yfir fyrr í kvöld. Ástæðan er sú að ekki er hægt að útiloka að kvikugangur sem er að myndast gæti náð til Grindavíkur. 10. nóvember 2023 17:32 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Þakklát fyrir að hræddir hundarnir fengu einnig húsaskjól Auðbjörg María Ólafsdóttir er ein þeirra sem yfirgaf Grindavík í gærkvöldi, en fjórir hundar fylgdu henni og segist hún afar snortin og þakklát Rauða krossinum fyrir að skjóta yfir hópinn skjólshúsi. 11. nóvember 2023 03:11
Margir leitað skjóls í fjöldahjálparstöðvum Margir hafa leitað skjóls í þremur fjöldahjálparmiðstöðvum sem opnaðar voru vegna rýmingar í Grindavík, á Selfossi, Reykjanesbæ og í Kópavogi. 11. nóvember 2023 02:08
Langur bíltúr framundan til ömmu og afa við Grundarfjörð Steinar Nói Kjartanson og fjölskylda er meðal þeirra Grindvíkinga sem hafa neyðst til að yfirgefa heimili sitt. Fjölskyldan er á leiðinni til Grundarfjarðar svo langur bíltúr er fyrir höndum. Þau ætluðu að sofa í Grindavík í nótt þar til tilkynning um allsherjarrýmingu barst. 11. nóvember 2023 01:23
Vaktin: Ekki útilokað að kvikugangur sé undir Grindavík Rýmingu í Grindavík er lokið eftir að neyðarstigi var lýst yfir fyrr í kvöld. Ástæðan er sú að ekki er hægt að útiloka að kvikugangur sem er að myndast gæti náð til Grindavíkur. 10. nóvember 2023 17:32
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?