Vaktin: Meta áhættuna á verðmætabjörgun í Grindavík Lovísa Arnardóttir, Oddur Ævar Gunnarsson, Samúel Karl Ólason, Magnús Jochum Pálsson og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 12. nóvember 2023 07:22 Hópur Grindvíkinga fékk að fara inn í bæinn í dag að sækja eigur sínar. Almannavarnir meta nú áhættuna á verðmætabjörgun. Vísir/Vilhelm Sérfræðingar hjá almannavörnum, aðgerðastjórnum og Veðurstofunni hittust á fundi um stöðuna í Grindavík í morgun. Þeir telja tímabundið svigrúm fyrir aðgerðir almannavarna til að sækja nauðsynjar. Lögreglan á Suðurnesjum hefur veitt íbúum í einu hverfi heimild til þess. Eins og fram hefur komið liggur kvikugangur undir Grindavík. Í nótt dró mikið úr jarðskjálftavirkni og telja vísindamenn að það sé vegna mikillar spennulosunar á svæðinu. Líklegt sé að kvika eigi greiða leið til yfirborðs og því er ekki hægt að gera ráð fyrir því að gosórói sjáist á mælum áður en eldgos hefst. Vísindamenn segja í tilkynningu sem barst til fjölmiðla um hádegisbil tímabundið svigrúm til aðgerða almannavarna til að sækja nauðsynjar. Nauðsyn sé að gera það sem fyrst því óvissa eykst eftir því sem líður á daginn. Lögreglan á Suðurnesjum hefur heimilað íbúum í Þórkötlustaðahverfi að sækja nauðsynjar en segir ekki svigrúm til að fara í önnur hverfi. Unnið hefur verið að því að koma börnum í skóla og finna þeim húsnæði sem ekki geta verið hjá ættingjum, vinum eða vandamönnum. Grindvíkingar hafa verið hvattir til að láta vita af sér í síma 1717. Rauði krossinn hefur opnað fjórar fjöldahjálparstöðvar sem enn standa opnar. Grindvíkingar geta gist þar eða komið í kaffi. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Þá má sjá yfir hluta skjálftasvæðisins í vefmyndavél Vísis á Þorbirni. Ef vaktin birtist ekki er um að gera að endurnýja (e. refresh) síðuna.
Eins og fram hefur komið liggur kvikugangur undir Grindavík. Í nótt dró mikið úr jarðskjálftavirkni og telja vísindamenn að það sé vegna mikillar spennulosunar á svæðinu. Líklegt sé að kvika eigi greiða leið til yfirborðs og því er ekki hægt að gera ráð fyrir því að gosórói sjáist á mælum áður en eldgos hefst. Vísindamenn segja í tilkynningu sem barst til fjölmiðla um hádegisbil tímabundið svigrúm til aðgerða almannavarna til að sækja nauðsynjar. Nauðsyn sé að gera það sem fyrst því óvissa eykst eftir því sem líður á daginn. Lögreglan á Suðurnesjum hefur heimilað íbúum í Þórkötlustaðahverfi að sækja nauðsynjar en segir ekki svigrúm til að fara í önnur hverfi. Unnið hefur verið að því að koma börnum í skóla og finna þeim húsnæði sem ekki geta verið hjá ættingjum, vinum eða vandamönnum. Grindvíkingar hafa verið hvattir til að láta vita af sér í síma 1717. Rauði krossinn hefur opnað fjórar fjöldahjálparstöðvar sem enn standa opnar. Grindvíkingar geta gist þar eða komið í kaffi. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Þá má sjá yfir hluta skjálftasvæðisins í vefmyndavél Vísis á Þorbirni. Ef vaktin birtist ekki er um að gera að endurnýja (e. refresh) síðuna.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira