„Þessi risi sem hefur vaknað er að setja okkur í sérkennilegar aðstæður“ Lovísa Arnardóttir skrifar 12. nóvember 2023 12:58 Ari Trausti fór yfir jarðhræringar og söguna í Sprengisandi. Vísir/Baldur Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur ræddi jarðhræringarnar við Grindavík í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði kvikuganginn langan og stóran og það sem hafi komið jarðvísindamönnum mest á óvart núna hafi verið hversu hratt hann fór suðvestur um helgina. Hann segir norðaustur enda gangsins ekki fjarri Fagradalsfjalli og hinn endann við hafið. Hann sagði fjórar eða fimm sviðsmyndir í boði. Kvikugangurinn geti lengst, kvikan komið upp eða, þótt litlar líkur séu á, að kvikan komi ekki upp. Það verði að reikna með því að þekjan rofni einhvers staðar og kvikan komi upp þar. Annar möguleiki sé að þekjan rofni úti við haf og það sé ýmislegt í boði þar. Ari Trausti sagði spennuna nærri óbærilega, það væri svo margt í boði. Líklega stutt í eldgos Hann sagði best að reikna með því að það gjósi annað hvort á næstu klukkutímum eða næstu tveimur eða þremur dögum. Það verði lítill fyrirvari að því. „Þessi risi sem hefur vaknað er að setja okkur í sérkennilegar aðstæður,“ sagði Ari Trausti. Hann sagði þetta þó ekkert óvænt, þessi vitneskja um lotubundna virkni Reykjanesskagans hafi legið fyrir. Með þá vitneskju verði að líta til sögunnar. Síðasta lota sé þokkalega ljós því þá hafi verið hér fólk. „Það hefur alltaf vofað yfir okkur að nýtt óróatímabil á Reykjanesi á þéttbýlasta hluta landsins gengi í garð,“ sagði Ari Trausti og að fleiri eldstöðvar væru að safna í sig. Eins og Katla, Hekla og Bárðarbunga. Hann sagði þennan stóra gang sem myndaðist um helgina þó hafa komið á óvart. Ari fór einnig yfir varnargarða en að það sé erfitt að útbúa þá þegar ekki er vitað hvar þeir koma upp. Þegar þeir eru rétt byggðir þá virki þeir vel en annars séu þeir tilraun sem séu þó vel þess virði. Ari Trausti var gestur Kristjáns á meðan aðrir hoppuðu inn eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Víðir Reynisson í almannavörnum og Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur. Hægt er að hlusta á umræðurnar í heild sinni hér að ofan Sprengisandur Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur ræddi jarðhræringarnar við Grindavík í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði kvikuganginn langan og stóran og það sem hafi komið jarðvísindamönnum mest á óvart núna hafi verið hversu hratt hann fór suðvestur um helgina. Hann segir norðaustur enda gangsins ekki fjarri Fagradalsfjalli og hinn endann við hafið. Hann sagði fjórar eða fimm sviðsmyndir í boði. Kvikugangurinn geti lengst, kvikan komið upp eða, þótt litlar líkur séu á, að kvikan komi ekki upp. Það verði að reikna með því að þekjan rofni einhvers staðar og kvikan komi upp þar. Annar möguleiki sé að þekjan rofni úti við haf og það sé ýmislegt í boði þar. Ari Trausti sagði spennuna nærri óbærilega, það væri svo margt í boði. Líklega stutt í eldgos Hann sagði best að reikna með því að það gjósi annað hvort á næstu klukkutímum eða næstu tveimur eða þremur dögum. Það verði lítill fyrirvari að því. „Þessi risi sem hefur vaknað er að setja okkur í sérkennilegar aðstæður,“ sagði Ari Trausti. Hann sagði þetta þó ekkert óvænt, þessi vitneskja um lotubundna virkni Reykjanesskagans hafi legið fyrir. Með þá vitneskju verði að líta til sögunnar. Síðasta lota sé þokkalega ljós því þá hafi verið hér fólk. „Það hefur alltaf vofað yfir okkur að nýtt óróatímabil á Reykjanesi á þéttbýlasta hluta landsins gengi í garð,“ sagði Ari Trausti og að fleiri eldstöðvar væru að safna í sig. Eins og Katla, Hekla og Bárðarbunga. Hann sagði þennan stóra gang sem myndaðist um helgina þó hafa komið á óvart. Ari fór einnig yfir varnargarða en að það sé erfitt að útbúa þá þegar ekki er vitað hvar þeir koma upp. Þegar þeir eru rétt byggðir þá virki þeir vel en annars séu þeir tilraun sem séu þó vel þess virði. Ari Trausti var gestur Kristjáns á meðan aðrir hoppuðu inn eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Víðir Reynisson í almannavörnum og Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur. Hægt er að hlusta á umræðurnar í heild sinni hér að ofan
Sprengisandur Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira