Of seint að breyta tryggingum Grindvíkinga Árni Sæberg skrifar 13. nóvember 2023 10:41 Leiða má að því líkur að innbú margra þessara húsa séu ekki tryggð gagnvart náttúruhamförum. Vísir/Vilhelm Náttúruhamfaratrygging Íslands segir að þar sem búið sé að lýsa yfir neyðarástandi í Grindavík og rýma bæinn sé ljóst að ekki megi gera nýja vátryggingarsamninga eða breyta eldri samningum um eignir í bænum. Í tilkynningu á vef Náttúruhamfaratryggingar Íslands segir að í aðdragandanum að þeim atburðum sem nú standa yfir í Grindavík hafi forstjóri NTÍ notað hvert tækifæri til að hvetja íbúa á Suðurnesjum til að yfirfara sína vátryggingavernd til að sem flestir séu hæfilega tryggðir ef til atburða kæmi. Það sé hins vegar svo að í reglugerð um Náttúruhamfaratryggingu Íslands er kveðið á um að óheimilt sé að gera nýja vátryggingarsamninga eða breyta eldri samningum um eignir á þeim stað eða svæði, sem í hættu er þegar vátryggingaratburður er hafin eða hann er yfirvofandi. „Þar sem nú er búið að lýsa yfir neyðarástandi í Grindavík og rýma bæinn er mikilvægt að ljóst sé að þessi grein hefur verið virkjuð og lítur NTÍ svo á að allir nýir samningar eða breytingar á eldri samningum á því svæði sem nú er skilgreint hættusvæði séu ógildir.“ Innbú ekki tryggt nema sérstaklega sé um það samið Náttúruhamfaratrygging Íslands er opinber stofnun sem hefur það hlutverk að vátryggja húseignir og mannvirki gegn tjóni af völdum náttúruhamfara, eins og jarðskjálfta, eldgosa, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Tilvist hennar er nauðsynleg þar sem hefðbundnar tryggingar vátryggingafélaga tryggja ekki gegn tjóni sem verður vegna náttúruhamfara. Stofnunin tryggir húseignir, innbú og lausafé, sem er brunatryggt hjá vátryggingafélagi með íslenskt starfsleyfi gagnvart náttúruhamförum. Hins vegar er það svo að tryggja þarf innbú og lausafé sérstaklega, slík trygging er ekki innifalin í lögbundinni brunatryggingu. Í frétt Vísis frá árinu 2021, þegar jörð tók fyrst að skjálfa á Reykjanesi, segir að lauslega áætlað sé talið að allt að þrjátíu prósent innbúa og lausafjár heimila og fyrirtækja hér á landi séu ekki tryggð fyrir tjóni sem getur orðið vegna náttúruhamfara. „Reynslan okkar úr atburðum er að það er mjög oft vantryggt eða ótryggt, bæði í litlum og stórum fyrirtækjum, innbú og lausafé og býsna algengt með heimili fólks að þá hefur það ekki gert ráðstafanir varðandi innbús- eða heimilistryggingu, sem bruni er innifalinn í, vegna þess að það er fast í að brunatryggingin sé skylda og því sé allt í góðu lagi,“ sagði Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands þá. Tryggingar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Í tilkynningu á vef Náttúruhamfaratryggingar Íslands segir að í aðdragandanum að þeim atburðum sem nú standa yfir í Grindavík hafi forstjóri NTÍ notað hvert tækifæri til að hvetja íbúa á Suðurnesjum til að yfirfara sína vátryggingavernd til að sem flestir séu hæfilega tryggðir ef til atburða kæmi. Það sé hins vegar svo að í reglugerð um Náttúruhamfaratryggingu Íslands er kveðið á um að óheimilt sé að gera nýja vátryggingarsamninga eða breyta eldri samningum um eignir á þeim stað eða svæði, sem í hættu er þegar vátryggingaratburður er hafin eða hann er yfirvofandi. „Þar sem nú er búið að lýsa yfir neyðarástandi í Grindavík og rýma bæinn er mikilvægt að ljóst sé að þessi grein hefur verið virkjuð og lítur NTÍ svo á að allir nýir samningar eða breytingar á eldri samningum á því svæði sem nú er skilgreint hættusvæði séu ógildir.“ Innbú ekki tryggt nema sérstaklega sé um það samið Náttúruhamfaratrygging Íslands er opinber stofnun sem hefur það hlutverk að vátryggja húseignir og mannvirki gegn tjóni af völdum náttúruhamfara, eins og jarðskjálfta, eldgosa, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Tilvist hennar er nauðsynleg þar sem hefðbundnar tryggingar vátryggingafélaga tryggja ekki gegn tjóni sem verður vegna náttúruhamfara. Stofnunin tryggir húseignir, innbú og lausafé, sem er brunatryggt hjá vátryggingafélagi með íslenskt starfsleyfi gagnvart náttúruhamförum. Hins vegar er það svo að tryggja þarf innbú og lausafé sérstaklega, slík trygging er ekki innifalin í lögbundinni brunatryggingu. Í frétt Vísis frá árinu 2021, þegar jörð tók fyrst að skjálfa á Reykjanesi, segir að lauslega áætlað sé talið að allt að þrjátíu prósent innbúa og lausafjár heimila og fyrirtækja hér á landi séu ekki tryggð fyrir tjóni sem getur orðið vegna náttúruhamfara. „Reynslan okkar úr atburðum er að það er mjög oft vantryggt eða ótryggt, bæði í litlum og stórum fyrirtækjum, innbú og lausafé og býsna algengt með heimili fólks að þá hefur það ekki gert ráðstafanir varðandi innbús- eða heimilistryggingu, sem bruni er innifalinn í, vegna þess að það er fast í að brunatryggingin sé skylda og því sé allt í góðu lagi,“ sagði Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands þá.
Tryggingar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira