Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2023 12:18 Patricia og Rúrik búa í hesthúsi og bíða hvað þess sem verða vill. Að sögn Rúriks hefur Patriciu orðið um og ó, hún er frá Sviss og ekki vön jarðskjálftum. Rúrik Hreinsson/Patricia Hobi Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. Þegar blaðamaður náði tali af Rúrik var hann á leið til Grindavíkur eftir Suðurstrandavegi eftir nýfengið grænt ljós frá yfirvöldum þess efnis að þeir mættu skjótast í hús sín og ná í „einhverja larfa“ eins og Rúrik orðar þar. Fer vel um þau í hesthúsinu En þegar bærinn var rýmdur fengu þau inni í hesthúsi hjá vinafólki sínu. Rúrik lætur vel af dvöl þeirra þar. „Það fer ægilega vel um okkur, notalegt að vera inni um hestana og svo erum við með kisurnar okkar tvær hjá okkur og fjóra hesta,“ segir Rúrik. Þau hjónaleysin eiga níu hesta alls. Þau voru svo fyrirhyggjusöm að koma þremur þeirra fyrir í Keflavík þar sem þeir eru á beit og tveir hestanna eru á Mýrum. Fjórir eru svo með þeim í Fjárborgum. Rúrik kvartar ekki og segist ánægður með viðbrögð yfirvalda. „Ég held að menn séu að gera sitt besta og eru að reyna að gæta öryggis fólks. Ég tek ofan hattinn fyrir þessu fólki og er ekki að ergja mig yfir smámunum.“ Rúrik hefur fullan skilning á því að reistar hafi verið skorður við því að fólk hafi ekki fengið að fara eftir gæludýrum sínum og nú rofar eitthvað til með það. „Fyrst eru menn að hugsa um öryggi fólks og svo eru dýrin í framhaldi af því.“ Patricia í rusli vegna jarðhræringanna Rúrik er sjómaður en kærasta hans, hún Patrica, starfar hjá Silica við Bláa lónið. Hún er frá Sviss en hefur búið á Íslandi í þrjú ár. „Hún er alveg í rusli yfir þessu öllu saman. Þetta hefur fengið verulega á hana. Hún er óvön jarðskjálftum,“ segir Rúrik. Hann segir ömurlegt til þess að hugsa að geta hugsanlega ekki lengur búið í sínum heimabæ. „Ég er fæddur og uppalinn á Þingeyri en hef búið í Grindavík frá 1993,“ segir Rúrik sem lítur á sig sem Þingeyring og Grindvíking jöfnum höndum. „Ég sleit barnsskónum á Þingeyri og flutti 13 ára til Grindavíkur.“ En það sem uppúr stendur er að finna fyrir hinni miklu samkennd sem ríkir í samfélaginu. „Sama hvar borið er niður. Það er búið að hringja í mann víðs vegar að og bjóða manni allskonar húsnæði og aðstöðu fyrir okkur og hrossin. Þetta er heiðursfólk sem á Fákaland og þau eiga mikið hrós skilið fyrir að hleypa okkur inn og leyfa okkur að búa þarna. Þetta er með ólíkindum,“ segir Rúrik. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Þegar blaðamaður náði tali af Rúrik var hann á leið til Grindavíkur eftir Suðurstrandavegi eftir nýfengið grænt ljós frá yfirvöldum þess efnis að þeir mættu skjótast í hús sín og ná í „einhverja larfa“ eins og Rúrik orðar þar. Fer vel um þau í hesthúsinu En þegar bærinn var rýmdur fengu þau inni í hesthúsi hjá vinafólki sínu. Rúrik lætur vel af dvöl þeirra þar. „Það fer ægilega vel um okkur, notalegt að vera inni um hestana og svo erum við með kisurnar okkar tvær hjá okkur og fjóra hesta,“ segir Rúrik. Þau hjónaleysin eiga níu hesta alls. Þau voru svo fyrirhyggjusöm að koma þremur þeirra fyrir í Keflavík þar sem þeir eru á beit og tveir hestanna eru á Mýrum. Fjórir eru svo með þeim í Fjárborgum. Rúrik kvartar ekki og segist ánægður með viðbrögð yfirvalda. „Ég held að menn séu að gera sitt besta og eru að reyna að gæta öryggis fólks. Ég tek ofan hattinn fyrir þessu fólki og er ekki að ergja mig yfir smámunum.“ Rúrik hefur fullan skilning á því að reistar hafi verið skorður við því að fólk hafi ekki fengið að fara eftir gæludýrum sínum og nú rofar eitthvað til með það. „Fyrst eru menn að hugsa um öryggi fólks og svo eru dýrin í framhaldi af því.“ Patricia í rusli vegna jarðhræringanna Rúrik er sjómaður en kærasta hans, hún Patrica, starfar hjá Silica við Bláa lónið. Hún er frá Sviss en hefur búið á Íslandi í þrjú ár. „Hún er alveg í rusli yfir þessu öllu saman. Þetta hefur fengið verulega á hana. Hún er óvön jarðskjálftum,“ segir Rúrik. Hann segir ömurlegt til þess að hugsa að geta hugsanlega ekki lengur búið í sínum heimabæ. „Ég er fæddur og uppalinn á Þingeyri en hef búið í Grindavík frá 1993,“ segir Rúrik sem lítur á sig sem Þingeyring og Grindvíking jöfnum höndum. „Ég sleit barnsskónum á Þingeyri og flutti 13 ára til Grindavíkur.“ En það sem uppúr stendur er að finna fyrir hinni miklu samkennd sem ríkir í samfélaginu. „Sama hvar borið er niður. Það er búið að hringja í mann víðs vegar að og bjóða manni allskonar húsnæði og aðstöðu fyrir okkur og hrossin. Þetta er heiðursfólk sem á Fákaland og þau eiga mikið hrós skilið fyrir að hleypa okkur inn og leyfa okkur að búa þarna. Þetta er með ólíkindum,“ segir Rúrik.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira