Grindvíkingar þurfa ekki að tilkynna tjón strax: „Það þarf ekki að bæta álagi á þau“ Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2023 10:47 Ekki er nauðsynlegt að tilkynna þetta tjón á hjúkrunarheimilinu í Grindavík strax. Vísir/Vilhelm Vegna þeirra jarðhræringa sem nú eiga sér stað í Grindavík bendir Náttúruhamfaratrygging Íslands íbúum á að stofnunin gerir ekki kröfu um að tilkynningar séu sendar inn fyrr en eftir að neyðarstigi hefur verið aflétt. Þetta segir í tilkynningu á vef stofnunarinnar. Þar segir að eigendur, sem hafa orðið fyrir eða verða fyrir tjóni vegna náttúruhamfara, muni því sjálfir hafa tækifæri til að skoða eignir sínar áður en tjón er tilkynnt. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratrygginga, segir í samtali við Vísi að einhverjar tilkynningar hafi þegar takið að berast en hún hafi ekki nákvæma tölu á þeim. Tilkynningin hafi ekki verið send vegna þess að holskefla tilkynninga hafi komið yfir stofnunina. Starfsfólk hennar hafi orðið vart við áhyggjur Grindvíkinga um orðalag laga um Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Þar segir að tilkynna beri tjón án tafar. Það þýðir þó ekki að fólk þurfi að tilkynna tjón áður en vátryggingaratburði lýkur. „Við vildum bara að fólk væri rólegt yfir því að það væri enginn að reka á eftir þeim núna. Það þarf ekki að bæta álagi á þau vegna þess.“ Fargi alls ekki skemmdum munum Þá vilji Náttúruhamfaratrygging benda á mikilvægi þess að farga hvorki né henda munum sem orðið hafa fyrir tjóni. Allar húseignir á Íslandi séu vátryggðar hjá Náttúruhamfaratryggingu gegn beinu tjóni af völdum náttúruhamfara. Jafnframt sé innbú og lausafé vátryggt gegn náttúruhamförum, ef það er brunatryggt hjá einu af almennu vátryggingarfélögunum, til dæmis með heimilistryggingu. Mikilvægt sé að varðveita skemmda og ónýta muni þar til matsmaður hefur fengið tækifæri til að leggja mat á tjónið og ákveða hvernig förgun þeirra skuli háttað. Hámark bótafjárhæðar taki mið af brunabótamati húseignar og vátryggingarfjárhæð lausafjár eins og hún er skráð í vátryggingarskírteini. Eigandi beri tvö prósent eigin áhættu af hverju tjóni. Eigin áhætta á húseignum sé að lágmarki 400 þúsund krónur og eigin áhætta á lausafé að lágmarki 200 þúsund krónur. Tryggingar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef stofnunarinnar. Þar segir að eigendur, sem hafa orðið fyrir eða verða fyrir tjóni vegna náttúruhamfara, muni því sjálfir hafa tækifæri til að skoða eignir sínar áður en tjón er tilkynnt. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratrygginga, segir í samtali við Vísi að einhverjar tilkynningar hafi þegar takið að berast en hún hafi ekki nákvæma tölu á þeim. Tilkynningin hafi ekki verið send vegna þess að holskefla tilkynninga hafi komið yfir stofnunina. Starfsfólk hennar hafi orðið vart við áhyggjur Grindvíkinga um orðalag laga um Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Þar segir að tilkynna beri tjón án tafar. Það þýðir þó ekki að fólk þurfi að tilkynna tjón áður en vátryggingaratburði lýkur. „Við vildum bara að fólk væri rólegt yfir því að það væri enginn að reka á eftir þeim núna. Það þarf ekki að bæta álagi á þau vegna þess.“ Fargi alls ekki skemmdum munum Þá vilji Náttúruhamfaratrygging benda á mikilvægi þess að farga hvorki né henda munum sem orðið hafa fyrir tjóni. Allar húseignir á Íslandi séu vátryggðar hjá Náttúruhamfaratryggingu gegn beinu tjóni af völdum náttúruhamfara. Jafnframt sé innbú og lausafé vátryggt gegn náttúruhamförum, ef það er brunatryggt hjá einu af almennu vátryggingarfélögunum, til dæmis með heimilistryggingu. Mikilvægt sé að varðveita skemmda og ónýta muni þar til matsmaður hefur fengið tækifæri til að leggja mat á tjónið og ákveða hvernig förgun þeirra skuli háttað. Hámark bótafjárhæðar taki mið af brunabótamati húseignar og vátryggingarfjárhæð lausafjár eins og hún er skráð í vátryggingarskírteini. Eigandi beri tvö prósent eigin áhættu af hverju tjóni. Eigin áhætta á húseignum sé að lágmarki 400 þúsund krónur og eigin áhætta á lausafé að lágmarki 200 þúsund krónur.
Tryggingar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira