Fer heim „um leið og þetta helvítis eldgos drullar sér upp“ Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 14. nóvember 2023 13:53 Steinunn Sesselja Sigurðardóttir ætlaði sér ekki að fara neitt á föstudagskvöld og mun snúa aftur til síns heima í Grindavík að öllu þessu loknu. Vísir/Arnar Steinunn Sesselja Sigurðardóttir segist ekki ætla að yfirgefa Grindavík. Heimili hennar virðist hafa sloppið vel í skjálftunum. Hún yfirgaf húsið sitt á miðnætti á föstudag og bíður þess að eldgosið láti sjá sig. Eins og greint hefur verið frá hafa almannavarnir heimilað íbúum í Grindavík að sækja nauðsynjar í fylgd með björgunarsveitum í dag. Aðgerðirnar standa yfir til klukkan 16:00, á meðan enn er dagsbirta. Langar aftur heim Hverju ertu að reyna að bjarga? „Bara því sem mér er dýrmætt. Myndir af foreldrum mínum. Reyna bara að ná því sem ég get, ég veit ekki hvað,“ segir Steinunn og eðli málsins samkvæmt er um tilfinningaríka stund að ræða. Hún segir ekkert erfitt að koma aftur á heimilið sitt. Hana langar bara að komast aftur heim til Grindavíkur, þar sem hún ætlar að vera. Þig langar að komast aftur heim? „Já. Ég ætla mér að koma aftur heim. Ég ætla ekki að yfirgefa Grindavík.“ Heima að borða pizzur á föstudagskvöld Steinunn segir það koma sér á óvart hve lítið sjái á heimilinu eftir skjálftana. Myndirnar hennar séu til að mynda enn á sínum stað. Er þetta betra en þú áttir von á? „Miklu betra. Ég var hérna allan föstudaginn fram að miðnætti. Við sátum hérna bara og vorum að borða pizzu í öllum þessum skjálftum og öðru þangað til að við fengum tilkynningu um að koma okkur út. Þá náttúrulega rauk maður bara út.“ Þið ætluðuð ekkert að fara fyrr en ykkur var sagt að rýma? „Við ætluðum ekkert að fara. Við ætluðum bara að vera. Ég meina, maður er búinn að þola alla þessa jarðskjálfta hingað til. Og ég get alveg þolað jarðskjálftana. Það er ekkert mál. Mér finnst það ekki neitt. En mér finnst bara leiðinlegt að þurfa að yfirgefa þetta. Ég vil bara vera hérna.“ Þig langar bara aftur heim? „Mig langar bara aftur heim.“ Þetta helvítis eldgos má drulla sér upp Steinunn segist núna dvelja í Þorlákshöfn. Þar dvelur hún í hjólhýsi á lóð dóttur sinnar sem þar býr. Hvenær heldurðu að þú komir svo aftur hingað? „Ég vona bara sem fyrst. Um leið og þetta helvítis eldgos getur drullað sér upp og það verður hægt að koma hingað aftur, þá geri ég það um leið.“ Þú bíður eftir eldgosi? „Ég bíð eftir því. Ég vil bara koma heim.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Eins og greint hefur verið frá hafa almannavarnir heimilað íbúum í Grindavík að sækja nauðsynjar í fylgd með björgunarsveitum í dag. Aðgerðirnar standa yfir til klukkan 16:00, á meðan enn er dagsbirta. Langar aftur heim Hverju ertu að reyna að bjarga? „Bara því sem mér er dýrmætt. Myndir af foreldrum mínum. Reyna bara að ná því sem ég get, ég veit ekki hvað,“ segir Steinunn og eðli málsins samkvæmt er um tilfinningaríka stund að ræða. Hún segir ekkert erfitt að koma aftur á heimilið sitt. Hana langar bara að komast aftur heim til Grindavíkur, þar sem hún ætlar að vera. Þig langar að komast aftur heim? „Já. Ég ætla mér að koma aftur heim. Ég ætla ekki að yfirgefa Grindavík.“ Heima að borða pizzur á föstudagskvöld Steinunn segir það koma sér á óvart hve lítið sjái á heimilinu eftir skjálftana. Myndirnar hennar séu til að mynda enn á sínum stað. Er þetta betra en þú áttir von á? „Miklu betra. Ég var hérna allan föstudaginn fram að miðnætti. Við sátum hérna bara og vorum að borða pizzu í öllum þessum skjálftum og öðru þangað til að við fengum tilkynningu um að koma okkur út. Þá náttúrulega rauk maður bara út.“ Þið ætluðuð ekkert að fara fyrr en ykkur var sagt að rýma? „Við ætluðum ekkert að fara. Við ætluðum bara að vera. Ég meina, maður er búinn að þola alla þessa jarðskjálfta hingað til. Og ég get alveg þolað jarðskjálftana. Það er ekkert mál. Mér finnst það ekki neitt. En mér finnst bara leiðinlegt að þurfa að yfirgefa þetta. Ég vil bara vera hérna.“ Þig langar bara aftur heim? „Mig langar bara aftur heim.“ Þetta helvítis eldgos má drulla sér upp Steinunn segist núna dvelja í Þorlákshöfn. Þar dvelur hún í hjólhýsi á lóð dóttur sinnar sem þar býr. Hvenær heldurðu að þú komir svo aftur hingað? „Ég vona bara sem fyrst. Um leið og þetta helvítis eldgos getur drullað sér upp og það verður hægt að koma hingað aftur, þá geri ég það um leið.“ Þú bíður eftir eldgosi? „Ég bíð eftir því. Ég vil bara koma heim.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?