Grindvíkingar ætla sér heim aftur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. nóvember 2023 20:30 Grindvíkingarnir á Syðri Brú í Grímsnes- og Grafningshreppi, sem ætla sér heim aftur til Grindavíkur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Margar fjölskyldur úr Grindavík eru nú í sumarhúsum, fjölbýlishúsum eða í einbýlishúsum á Suðurlandi og reyna að láta fara vel um sig. Íbúarnir ætlar sér heim aftur og leggja áherslu á jákvæðni og hreyfingu við krefjandi aðstæður. Tvær fjölskyldur eru í húsinu á Syðri Brú í Grímsnes- og Grafningshreppi, sem eigendurnir Steinar Árnason og Friðsemd Erla S. Þórðardóttir lánuðu af sinni einskæru góðvild. Fjölskyldurnar segja mjög mikilvægt að vera saman. Steinar Árnason og Friðsemd Erla S. Þórðardóttir á Selfossi, sem eiga þetta glæsilega hús á Syðri Brú lánuðu Grindvíkingnum húsið sitt en þau hafa verið þar síðan á föstudagskvöld.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er búið að bjarga okkur hérna. Við erum búin að taka spilamót, elda góðan mat og bara hlægja og reyna að hafa það gott,” segir Valgerður Vilmundardóttir og bætir við. „Við höfum von og trú og viljum trúa því að eldgosið verði einhvers staðar þar sem verða ekki skemmdir.” Áttu einhver skilaboð til fólks og þjóðarinnar? „Bara stórt knús á alla Grindvíkinga og vona ég að við komumst heim og getum átt gott bæjarlíf aftur,” segir Valgerður. „Við komum aftur heim, við erum Grindvíkingar, við erum sterkust og við komumst yfir þetta sama hvernig þetta fer,” segir Hallgrímur Hjálmarsson. En sálartetrið, hvernig er það hjá fólkinu? „Það er bara helvíti gott, já, ég myndi segja það, ég er ekkert að kvarta og kveina, nei, nei,” segir Kolbrún Einarsdóttir. Og ertu bjartsýn á að þið komist heim? „Já, ég er það. Ég held að Grindavíkin verði alltaf minn staður allavega og okkar allra.” Mjög vel fer um fólkið á Syðri Brú en aldursforsetinn, Kolbrún Einarsdóttir, sem er 80 ára segist ekkert vera að kvarta og kveina yfir ástandinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fjölskyldurnar eru duglegar að fara út og hreyfa sig, sem þau segja lykilatriði. „Sveitalyktin er best, fjósalykt, „I love it”, segir Valgerður hlæjandi. Kvenfélag Grindavíkur verður 100 ára 24. nóvember næstkomandi og af því tilefni voru þessar servíettur meðal annars útbúnar. Ljóst er að ekkert verður af afmælishátíðarhöldum að sinni í ljósi ástandsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grindavík Grímsnes- og Grafningshreppur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira
Tvær fjölskyldur eru í húsinu á Syðri Brú í Grímsnes- og Grafningshreppi, sem eigendurnir Steinar Árnason og Friðsemd Erla S. Þórðardóttir lánuðu af sinni einskæru góðvild. Fjölskyldurnar segja mjög mikilvægt að vera saman. Steinar Árnason og Friðsemd Erla S. Þórðardóttir á Selfossi, sem eiga þetta glæsilega hús á Syðri Brú lánuðu Grindvíkingnum húsið sitt en þau hafa verið þar síðan á föstudagskvöld.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er búið að bjarga okkur hérna. Við erum búin að taka spilamót, elda góðan mat og bara hlægja og reyna að hafa það gott,” segir Valgerður Vilmundardóttir og bætir við. „Við höfum von og trú og viljum trúa því að eldgosið verði einhvers staðar þar sem verða ekki skemmdir.” Áttu einhver skilaboð til fólks og þjóðarinnar? „Bara stórt knús á alla Grindvíkinga og vona ég að við komumst heim og getum átt gott bæjarlíf aftur,” segir Valgerður. „Við komum aftur heim, við erum Grindvíkingar, við erum sterkust og við komumst yfir þetta sama hvernig þetta fer,” segir Hallgrímur Hjálmarsson. En sálartetrið, hvernig er það hjá fólkinu? „Það er bara helvíti gott, já, ég myndi segja það, ég er ekkert að kvarta og kveina, nei, nei,” segir Kolbrún Einarsdóttir. Og ertu bjartsýn á að þið komist heim? „Já, ég er það. Ég held að Grindavíkin verði alltaf minn staður allavega og okkar allra.” Mjög vel fer um fólkið á Syðri Brú en aldursforsetinn, Kolbrún Einarsdóttir, sem er 80 ára segist ekkert vera að kvarta og kveina yfir ástandinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fjölskyldurnar eru duglegar að fara út og hreyfa sig, sem þau segja lykilatriði. „Sveitalyktin er best, fjósalykt, „I love it”, segir Valgerður hlæjandi. Kvenfélag Grindavíkur verður 100 ára 24. nóvember næstkomandi og af því tilefni voru þessar servíettur meðal annars útbúnar. Ljóst er að ekkert verður af afmælishátíðarhöldum að sinni í ljósi ástandsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grindavík Grímsnes- og Grafningshreppur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira