„Drjúgur tími þar til Grindavík getur tekið á móti fólki aftur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. nóvember 2023 19:22 Þorvaldur fór meðal annars yfir hvar hann teldi líklegast að myndi gjósa, ef til eldgoss kemur. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir enn nokkuð langt í að Grindavík geti tekið á móti fólki. Hann segist telja líklegt að kvika sé nú á um hálfs kílómetra dýpi. „Skemmdirnar eru mjög miklar og atburðurinn er ekki búinn enn þá. Hann getur haldið áfram í einhverja daga, þannig að það er drjúgur tími þar til Grindavík getur tekið á móti fólki aftur,“ sagði Þorvaldur í myndveri í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Einhver fyrirstaða Á þriðja tímanum í dag var Grindavík skyndilega rýmd, þegar gögn úr gasmælum í bænum bentu til þess að brennisteinsdíoxíð hefði mælst. Um 80 manns voru í bænum til að vitja heimila sinna og helstu muna, en þurftu frá að hverfa vegna þessa. „Það hefur kvika verið að flæða inn í þennan kvikugang, og hann virðist vera kominn á mjög grunnt dýpi ef þetta er rétt, að brennisteinsdíoxíð hefur mælst inni í bænum.“ Þorvaldur áætlar miðað við það að kvikan sé á um 400 til 500 metra dýpi. Í Fagradalsfjalli hafi gasið tekið að losna þegar kvikan var á um 200 metra dýpi, en kvikan sem hér um ræðir haldi brennisteininum síður í sér og því komi hann fyrr út. „Það hlýtur að vera einhver þrýstingur upp á við, en einhver fyrirstaða er þarna inni í Grindavík því kvikan virðist eiga í einhverjum erfiðleikum með að koma upp,“ sagði Þorvaldur. Þetta sé einn af óvissuþáttunum í mögulegu eldgosi. Eitthvað virðist þó tefja kviku í að koma upp innan bæjarmarka Grindavíkur. Gamall sigdalur í Grindavík Ef til Eldgoss komi myndi sennilega gjósa norðan við Hagafell. Ef sú yrði raunin myndi hraun renna í átt að Grindavík. Varðandi landsig í Grindavík segir Þorvaldur greinilega gliðnun eiga sér stað. „Vesturhlutinn er að færast vestur og austurhlutinn austur. Þá myndast bil og þá sígur spildan sem er inni í,“ sagði Þorvaldur. Botninn á sigdalnum í Grindavík sé því að síga. „En þetta er gamall sigdalur, og hann hefur greinilega myndast fyrir gosið sem var fyrir 2000 árum og myndaði Sundhnúkaröðina. Hann virðist hafa orðið virkur aftur í þessum hamförum.“ Þorvaldur sagði erfitt að spá fyrir um hvað gerist næst. „Það er enn kvika að streyma inn í kvikuhólfið og það er upplyfting sem mælist líka alveg út í Eldvörp. Möguleikarnir eru að þetta bara deyi út, sem mér finnst ólíklegt á þessu stigi, hinn möguleikinn er að það komi gos upp í Sundhnúkagígaröðinni. Annar möguleikinn er að Eldvörp taki við sér og það gjósi þar,“ sagði Þorvaldur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira
„Skemmdirnar eru mjög miklar og atburðurinn er ekki búinn enn þá. Hann getur haldið áfram í einhverja daga, þannig að það er drjúgur tími þar til Grindavík getur tekið á móti fólki aftur,“ sagði Þorvaldur í myndveri í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Einhver fyrirstaða Á þriðja tímanum í dag var Grindavík skyndilega rýmd, þegar gögn úr gasmælum í bænum bentu til þess að brennisteinsdíoxíð hefði mælst. Um 80 manns voru í bænum til að vitja heimila sinna og helstu muna, en þurftu frá að hverfa vegna þessa. „Það hefur kvika verið að flæða inn í þennan kvikugang, og hann virðist vera kominn á mjög grunnt dýpi ef þetta er rétt, að brennisteinsdíoxíð hefur mælst inni í bænum.“ Þorvaldur áætlar miðað við það að kvikan sé á um 400 til 500 metra dýpi. Í Fagradalsfjalli hafi gasið tekið að losna þegar kvikan var á um 200 metra dýpi, en kvikan sem hér um ræðir haldi brennisteininum síður í sér og því komi hann fyrr út. „Það hlýtur að vera einhver þrýstingur upp á við, en einhver fyrirstaða er þarna inni í Grindavík því kvikan virðist eiga í einhverjum erfiðleikum með að koma upp,“ sagði Þorvaldur. Þetta sé einn af óvissuþáttunum í mögulegu eldgosi. Eitthvað virðist þó tefja kviku í að koma upp innan bæjarmarka Grindavíkur. Gamall sigdalur í Grindavík Ef til Eldgoss komi myndi sennilega gjósa norðan við Hagafell. Ef sú yrði raunin myndi hraun renna í átt að Grindavík. Varðandi landsig í Grindavík segir Þorvaldur greinilega gliðnun eiga sér stað. „Vesturhlutinn er að færast vestur og austurhlutinn austur. Þá myndast bil og þá sígur spildan sem er inni í,“ sagði Þorvaldur. Botninn á sigdalnum í Grindavík sé því að síga. „En þetta er gamall sigdalur, og hann hefur greinilega myndast fyrir gosið sem var fyrir 2000 árum og myndaði Sundhnúkaröðina. Hann virðist hafa orðið virkur aftur í þessum hamförum.“ Þorvaldur sagði erfitt að spá fyrir um hvað gerist næst. „Það er enn kvika að streyma inn í kvikuhólfið og það er upplyfting sem mælist líka alveg út í Eldvörp. Möguleikarnir eru að þetta bara deyi út, sem mér finnst ólíklegt á þessu stigi, hinn möguleikinn er að það komi gos upp í Sundhnúkagígaröðinni. Annar möguleikinn er að Eldvörp taki við sér og það gjósi þar,“ sagði Þorvaldur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira