Hjól barnanna tekin ófrjálsri hendi um miðja nótt í Grindavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. nóvember 2023 15:54 Lilju Rakel var ekki skemmt þegar hún sá myndefnið í eftirlitsmyndavélakerfi við húsið hennar á Austurvegi. Vísir Rakel Lilja Halldórsdóttir, þriggja barna móðir og nuddari í Grindavík, segist aldrei hafa reiknað með að þurfa að hafa áhyggjur af þjófnaði við heimili sitt. Á eftirlitsmyndavél við hús hennar í Grindavík sáust ungir karlmenn taka reiðhjól sona hennar ófrjálsri hendi og skila þeim svo hlæjandi tuttugu mínútum síðar. „Hvar er löggæslan á næturnar?“ spyr Rakel Lilja í færslu á Facebook. Á myndbandi úr eftirlitskerfi við hús hennar á Austurvegi í Grindavík í nótt sjást tveir einstaklingar, líklega karlmenn á þrítugsaldri að sögn Rakelar Lilju, taka tvö reiðhjól, hjóla í burtu og svo skila þeim tuttugu mínútum síðar. Atvikið kemur í kjölfar atviks í gær þar sem ljósmyndari RÚV gerði tilraun til að komast inn í mannlaust hús að mynda. RÚV og ljósmyndarinn hafa beðist afsökunar á hegðun sinni. „Maður hélt að heimili manns og það sem væri fyrir utan það væri öruggt,“ segir Rakel Lilja. Hún minnist þess þegar þau yfirgáfu heimili sín að hafa litið á reiðhjólin. „Ég hugsaði það verður engin hérna. Þau eru þarna allan daginn alla daga ársins og aldrei neitt vesen. Af hverju ætti þetta að gerast þegar bærinn er mannlaus?“ Myndbandið var tekið klukkan 04:47 í nótt og svo aftur tuttugu mínútum síðar þegar hjólunum var skilað. Rakel Lilja er meðal áhyggjufullra Grindvíkinga vegna heimila sinna. Aðallega vegna skjálftanna en nú líka vegna mögulegs innbrots og þjófnaðar. „Ég hef verið að kíkja og fara í gegnum myndefnið. Skoða hvað hefur verið í gangi,“ segir Rakel Lilja. Hún var stödd í Skopp með fleiri Grindvíkingum eftir hádegið þegar hún sá myndefnið. Svona leit stóra sprungan út á Austurvegi fyrir framan íþróttahúsið í Grindavík í dag.Vísir/Vilhelm „Fólki blöskraði þegar ég opnaði þetta,“ segir Rakel Lilja. Aðrir Grindvíkingar hafi verið jafnhissa og hún. „Ég tilkynnti þetta til lögreglu,“ segir Rakel Lilja. Málið sé sérstakt enda hafi hjólunum verið skilað. Því er kannski ekki um þjófnað að ræða þó hjólunum hafi samt verið stolið. Myndskeiðið er á borði lögreglu. Rakel Lilja segist í myndskeiðinu heyra íslenskar raddir sem virðast hlæja að miða sem skilinn var eftir í glugga, til marks um að húsið væri yfirgefið. Atvikið sé mjög óþægilegt. Fjölmargir Grindvíkingar taka undir með Rakel Lilju við færslu hennar á Facebook Skemmdirnar nærri íþróttahúsinu eru miklar eins og sést á þessari mynd sem Vilhelm Gunnarsson tók á þriðja tímanu í dag.Vísir/Vilhelm Rakel Lilja og fjölskylda fékk inni hjá góðu fólki í Garðabæ. „Við fengum íbúð strax í Garðabænum hjá yndislegu fólki sem vildi leyfa okkur að vera hjá sér. Við verðum þar til áramóta,“ segir Rakel Lilja. Svo taki við óvissa. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Ég fór að gráta með henni“ Cynthia Pétursdóttir fékk að fara heim til Grindavíkur í miklu stress í dag og sækja dót. Þar á meðal myndir af fjölskyldunni og nokkrar flíkur. Hún var tíu mínútur á svæðinu og fékk aðstoð frá björgunarsveitarfólki. Ein hélt í höndina á henni á meðan hún grét á leiðinni út úr íbúðinni. 15. nóvember 2023 15:18 Sumir fái endurtekið að fara meðan aðrir bíði endalaust Kristín Arnberg íbúi í Grindavík er hluti af fimmtán manna fjölskyldu sem dvelur í sumarbústað í Grímsnesi. Þeim hefur reynst erfitt að fá að komast að heimili sínu sem er á hættusvæði. Hún er með hnút í maganum varðandi framtíðina. 15. nóvember 2023 14:47 Aldrei séð slíkar skemmdir með eigin augum Erlendir fréttamenn við Grindavík sem fréttastofa tók tali segjast aldrei hafa orðið vitni að slíkum atburðum áður. Mikill áhugi sé á atburðunum utan landsteinanna. Bæta mætti upplýsingagjöf. 15. nóvember 2023 14:21 Vaktin: Nýjar sprungur vestan við höfnina Um 800 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Til stendur að hleypa íbúum Grindavíkur áfram heim til sín í dag. Vinna við varnargarða stendur yfir. 15. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
„Hvar er löggæslan á næturnar?“ spyr Rakel Lilja í færslu á Facebook. Á myndbandi úr eftirlitskerfi við hús hennar á Austurvegi í Grindavík í nótt sjást tveir einstaklingar, líklega karlmenn á þrítugsaldri að sögn Rakelar Lilju, taka tvö reiðhjól, hjóla í burtu og svo skila þeim tuttugu mínútum síðar. Atvikið kemur í kjölfar atviks í gær þar sem ljósmyndari RÚV gerði tilraun til að komast inn í mannlaust hús að mynda. RÚV og ljósmyndarinn hafa beðist afsökunar á hegðun sinni. „Maður hélt að heimili manns og það sem væri fyrir utan það væri öruggt,“ segir Rakel Lilja. Hún minnist þess þegar þau yfirgáfu heimili sín að hafa litið á reiðhjólin. „Ég hugsaði það verður engin hérna. Þau eru þarna allan daginn alla daga ársins og aldrei neitt vesen. Af hverju ætti þetta að gerast þegar bærinn er mannlaus?“ Myndbandið var tekið klukkan 04:47 í nótt og svo aftur tuttugu mínútum síðar þegar hjólunum var skilað. Rakel Lilja er meðal áhyggjufullra Grindvíkinga vegna heimila sinna. Aðallega vegna skjálftanna en nú líka vegna mögulegs innbrots og þjófnaðar. „Ég hef verið að kíkja og fara í gegnum myndefnið. Skoða hvað hefur verið í gangi,“ segir Rakel Lilja. Hún var stödd í Skopp með fleiri Grindvíkingum eftir hádegið þegar hún sá myndefnið. Svona leit stóra sprungan út á Austurvegi fyrir framan íþróttahúsið í Grindavík í dag.Vísir/Vilhelm „Fólki blöskraði þegar ég opnaði þetta,“ segir Rakel Lilja. Aðrir Grindvíkingar hafi verið jafnhissa og hún. „Ég tilkynnti þetta til lögreglu,“ segir Rakel Lilja. Málið sé sérstakt enda hafi hjólunum verið skilað. Því er kannski ekki um þjófnað að ræða þó hjólunum hafi samt verið stolið. Myndskeiðið er á borði lögreglu. Rakel Lilja segist í myndskeiðinu heyra íslenskar raddir sem virðast hlæja að miða sem skilinn var eftir í glugga, til marks um að húsið væri yfirgefið. Atvikið sé mjög óþægilegt. Fjölmargir Grindvíkingar taka undir með Rakel Lilju við færslu hennar á Facebook Skemmdirnar nærri íþróttahúsinu eru miklar eins og sést á þessari mynd sem Vilhelm Gunnarsson tók á þriðja tímanu í dag.Vísir/Vilhelm Rakel Lilja og fjölskylda fékk inni hjá góðu fólki í Garðabæ. „Við fengum íbúð strax í Garðabænum hjá yndislegu fólki sem vildi leyfa okkur að vera hjá sér. Við verðum þar til áramóta,“ segir Rakel Lilja. Svo taki við óvissa.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Ég fór að gráta með henni“ Cynthia Pétursdóttir fékk að fara heim til Grindavíkur í miklu stress í dag og sækja dót. Þar á meðal myndir af fjölskyldunni og nokkrar flíkur. Hún var tíu mínútur á svæðinu og fékk aðstoð frá björgunarsveitarfólki. Ein hélt í höndina á henni á meðan hún grét á leiðinni út úr íbúðinni. 15. nóvember 2023 15:18 Sumir fái endurtekið að fara meðan aðrir bíði endalaust Kristín Arnberg íbúi í Grindavík er hluti af fimmtán manna fjölskyldu sem dvelur í sumarbústað í Grímsnesi. Þeim hefur reynst erfitt að fá að komast að heimili sínu sem er á hættusvæði. Hún er með hnút í maganum varðandi framtíðina. 15. nóvember 2023 14:47 Aldrei séð slíkar skemmdir með eigin augum Erlendir fréttamenn við Grindavík sem fréttastofa tók tali segjast aldrei hafa orðið vitni að slíkum atburðum áður. Mikill áhugi sé á atburðunum utan landsteinanna. Bæta mætti upplýsingagjöf. 15. nóvember 2023 14:21 Vaktin: Nýjar sprungur vestan við höfnina Um 800 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Til stendur að hleypa íbúum Grindavíkur áfram heim til sín í dag. Vinna við varnargarða stendur yfir. 15. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
„Ég fór að gráta með henni“ Cynthia Pétursdóttir fékk að fara heim til Grindavíkur í miklu stress í dag og sækja dót. Þar á meðal myndir af fjölskyldunni og nokkrar flíkur. Hún var tíu mínútur á svæðinu og fékk aðstoð frá björgunarsveitarfólki. Ein hélt í höndina á henni á meðan hún grét á leiðinni út úr íbúðinni. 15. nóvember 2023 15:18
Sumir fái endurtekið að fara meðan aðrir bíði endalaust Kristín Arnberg íbúi í Grindavík er hluti af fimmtán manna fjölskyldu sem dvelur í sumarbústað í Grímsnesi. Þeim hefur reynst erfitt að fá að komast að heimili sínu sem er á hættusvæði. Hún er með hnút í maganum varðandi framtíðina. 15. nóvember 2023 14:47
Aldrei séð slíkar skemmdir með eigin augum Erlendir fréttamenn við Grindavík sem fréttastofa tók tali segjast aldrei hafa orðið vitni að slíkum atburðum áður. Mikill áhugi sé á atburðunum utan landsteinanna. Bæta mætti upplýsingagjöf. 15. nóvember 2023 14:21
Vaktin: Nýjar sprungur vestan við höfnina Um 800 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Til stendur að hleypa íbúum Grindavíkur áfram heim til sín í dag. Vinna við varnargarða stendur yfir. 15. nóvember 2023 07:00