Opna dagdvöl fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina Lovísa Arnardóttir skrifar 16. nóvember 2023 15:00 Heiða Björg segir að það sé gott að vita að fólki verði komið í skjól yfir daginn. Vísir/Arnar Velferðarráð Reykjavíkur samþykkti í gær að ganga til samstarfs við Samhjálp um rekstur dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið boðið að vera með gegn hlutdeild í kostnaði. Dagdvölin verður opin frá klukkan 14 til 16.30 alla daga í desember, janúar og febrúar á næsta ári. Dagdvölin er hugsuð fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Hópur heimilislausra karlmanna hefur ítrekað síðustu ár bent á skort á slíku úrræði en neyðarskýli loka almennt klukkan 10 á morgnana. Neyðaráætlun vegna veðurs var virkjuð 21 sinnum síðasta vetur og mikil aukin aðsókn í neyðarskýlin. „Samhjálp hefur verið tilbúið til að reka það í sínu húsnæði og það verður bæði körlum og konum velkomið að koma og dvelja yfir daginn,“ segir Segir Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs en tillaga frá velferðarsviði var samþykkt á fundi velferðarráðs í gær. Gert er ráð fyrir að félagsráðgjafar verði þar með fasta viðveru og með þeim hægt að þróa fleiri úrræði til framtíðar. „En við þurfum enn að huga að því til framtíðar hvernig virkniúrræði við viljum hafa alltaf til staðar fyrir fólk sem er heimilislaust með miklar og flóknar þjónustuþarfir hvort sem það reiðir sig á að gista í neyðarskýlum eða er komið með íbúð,“ segir Heiða Björg. Þótt svo að fólk sé komið í íbúð þá vilji það samt hitta fólk eða sækja einhverja fræðslu eða dægradvöl. „Við ætlum að meta árangurinn og reyna ða eiga samrað við hópinn. Okkar starfsfólk verði á staðnum ásamt starfsfólki Samhjálpar. við reynum að meyta með þeim hvað þau vuilja og óska. Það verður notalegt og veitingar í boði og mögulega einhver skemmtun. Framhaldið verður ákveðið í framhaldi af því.“ Áætlaður heildarkostnaður vegna vetraropnunar er 5,2 milljónir króna. Lagt hefur verið til að Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu verði boðin aðild að vetraropnuninni gegn hlutdeild í kostnaði. Fram kemur í tillögu velferðarsviðs að kostnaður rúmist ekki innan ramma velferðarsviðs. „Við hjá Reykjavíkurborg þurfum að útfæra það hvernig við greiðum þetta, af hvaða málaflokkum öðrum við tökum þetta fjármagn. Eða hvort hin sveitarfélögin koma að því að greiða þetta með okkur,“ segir Heiða Björg og að byrjað verði á að ræða við SSH. „Það er kalt úti á Íslandi og ég held við viljum öll vita af öllum komast einhvers staðar í skjól. Við búmst við því að fá jákvæð viðbrögð þar líka.“ Málefni heimilislausra Reykjavík Félagsmál Fíkn Borgarstjórn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Dagdvölin verður opin frá klukkan 14 til 16.30 alla daga í desember, janúar og febrúar á næsta ári. Dagdvölin er hugsuð fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Hópur heimilislausra karlmanna hefur ítrekað síðustu ár bent á skort á slíku úrræði en neyðarskýli loka almennt klukkan 10 á morgnana. Neyðaráætlun vegna veðurs var virkjuð 21 sinnum síðasta vetur og mikil aukin aðsókn í neyðarskýlin. „Samhjálp hefur verið tilbúið til að reka það í sínu húsnæði og það verður bæði körlum og konum velkomið að koma og dvelja yfir daginn,“ segir Segir Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs en tillaga frá velferðarsviði var samþykkt á fundi velferðarráðs í gær. Gert er ráð fyrir að félagsráðgjafar verði þar með fasta viðveru og með þeim hægt að þróa fleiri úrræði til framtíðar. „En við þurfum enn að huga að því til framtíðar hvernig virkniúrræði við viljum hafa alltaf til staðar fyrir fólk sem er heimilislaust með miklar og flóknar þjónustuþarfir hvort sem það reiðir sig á að gista í neyðarskýlum eða er komið með íbúð,“ segir Heiða Björg. Þótt svo að fólk sé komið í íbúð þá vilji það samt hitta fólk eða sækja einhverja fræðslu eða dægradvöl. „Við ætlum að meta árangurinn og reyna ða eiga samrað við hópinn. Okkar starfsfólk verði á staðnum ásamt starfsfólki Samhjálpar. við reynum að meyta með þeim hvað þau vuilja og óska. Það verður notalegt og veitingar í boði og mögulega einhver skemmtun. Framhaldið verður ákveðið í framhaldi af því.“ Áætlaður heildarkostnaður vegna vetraropnunar er 5,2 milljónir króna. Lagt hefur verið til að Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu verði boðin aðild að vetraropnuninni gegn hlutdeild í kostnaði. Fram kemur í tillögu velferðarsviðs að kostnaður rúmist ekki innan ramma velferðarsviðs. „Við hjá Reykjavíkurborg þurfum að útfæra það hvernig við greiðum þetta, af hvaða málaflokkum öðrum við tökum þetta fjármagn. Eða hvort hin sveitarfélögin koma að því að greiða þetta með okkur,“ segir Heiða Björg og að byrjað verði á að ræða við SSH. „Það er kalt úti á Íslandi og ég held við viljum öll vita af öllum komast einhvers staðar í skjól. Við búmst við því að fá jákvæð viðbrögð þar líka.“
Málefni heimilislausra Reykjavík Félagsmál Fíkn Borgarstjórn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira