Vilja leggja jafnlaunavottunina niður Jakob Bjarnar skrifar 16. nóvember 2023 12:03 Bergþór Ólason. Í tillögunni er gert ráð fyrir því að horfið verði frá lögum um jafnlaunavottun enda hafi sú tilraun mistekist með öllu og sé íþyngjandi fyrir fyrirtæki. vísir/vilhelm Miðflokkurinn, þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem gert er ráð fyrir því að jafnlaunavottunin verði lögð niður. Þeir Miðflokksmenn eru einir um að mæla fyrir tillögunni en þar segir að ljóst sé að ekki hafi tekist að uppfylla jafnlaunavottun og eins virðist að með nýjum lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna hafi jafnlaunavottun verið íþyngjandi fyrir smærri fyrirtæki. „Ferlið er kostnaðarsamt og eykur flækjustig fyrir fyrirtæki. Því telja flutningsmenn að hagstæðast sé fyrir stofnanir og fyrirtæki í landinu að jafnlaunavottun verði afnumin því að ljóst sé að ekki er forsenda fyrir því að halda áfram með vottunina,“ segir í tillögunni. Sigmundur Davíð og Bergþór segja í tillögu sinni ljóst að hagstæðast sé fyrir fyrirtæki og stofnanir að jafnlaunavottunin verði aflögð.vísir/vilhelm Það var hinn 1. júní 2017 sem Alþingi samþykkti lög um jafnlaunavottun. Þorsteinn Víglundsson, sem þá var félagsmálaráðherra, hafði barist mjög fyrir því að málið yrði að veruleika og var ekki mikil andstaða við það á þinginu. Lögin fólu meðal annars í sér það að fyrirtækjum og stofnunum var gert skilt að öðlast jafnlaunavottun og miðaði það við starfsmannafjölda sem hér segir: – 250 eða fleiri starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2018. – 150–249 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2019. – 90–149 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2020. – 25–89 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2021. – Opinberar stofnanir, sjóðir og fyrirtæki að hálfu eða meiri hluta í eigu ríkisins og þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli skyldu hafa öðlast vottun eigi síðar en 31. desember 2019. Í tillögu þeirra Sigmundar Davíðs og Bergþórs segir að markmiðið hafi verið að jafna hlut kynjanna en það hafi mistekist: „Þegar tölur við lok árs 2022 eru skoðaðar kemur í ljós að alls hafa 443 fyrirtæki og stofnanir af 1.094 hlotið jafnlaunavottun. Eftir standa 651 fyrirtæki og stofnanir sem ekki hafa hlotið jafnlaunavottun þrátt fyrir skýran tímaramma laga á því hvenær fyrirtæki og stofnanir skyldu hafa hlotið vottun.“ Á er bent að í niðurstöðum rannsókna um jafnlaunastaðal og afnám kynbundinna launa, en sú niðurstöðurnar birtust í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla árið 2022, komi fram að reglugerðinni fylgi engar leiðbeiningar um hvað sönnunarbyrði vottunaraðila inniheldur hvað varðar rannsóknarvinnu gagnvart starfaflokkun eða launagreiningu, umfang skoðunar, fjölda viðmælanda eða lágmarkstímafjölda. Alþingi Jafnréttismál Rekstur hins opinbera Miðflokkurinn Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Sjá meira
Þeir Miðflokksmenn eru einir um að mæla fyrir tillögunni en þar segir að ljóst sé að ekki hafi tekist að uppfylla jafnlaunavottun og eins virðist að með nýjum lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna hafi jafnlaunavottun verið íþyngjandi fyrir smærri fyrirtæki. „Ferlið er kostnaðarsamt og eykur flækjustig fyrir fyrirtæki. Því telja flutningsmenn að hagstæðast sé fyrir stofnanir og fyrirtæki í landinu að jafnlaunavottun verði afnumin því að ljóst sé að ekki er forsenda fyrir því að halda áfram með vottunina,“ segir í tillögunni. Sigmundur Davíð og Bergþór segja í tillögu sinni ljóst að hagstæðast sé fyrir fyrirtæki og stofnanir að jafnlaunavottunin verði aflögð.vísir/vilhelm Það var hinn 1. júní 2017 sem Alþingi samþykkti lög um jafnlaunavottun. Þorsteinn Víglundsson, sem þá var félagsmálaráðherra, hafði barist mjög fyrir því að málið yrði að veruleika og var ekki mikil andstaða við það á þinginu. Lögin fólu meðal annars í sér það að fyrirtækjum og stofnunum var gert skilt að öðlast jafnlaunavottun og miðaði það við starfsmannafjölda sem hér segir: – 250 eða fleiri starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2018. – 150–249 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2019. – 90–149 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2020. – 25–89 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2021. – Opinberar stofnanir, sjóðir og fyrirtæki að hálfu eða meiri hluta í eigu ríkisins og þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli skyldu hafa öðlast vottun eigi síðar en 31. desember 2019. Í tillögu þeirra Sigmundar Davíðs og Bergþórs segir að markmiðið hafi verið að jafna hlut kynjanna en það hafi mistekist: „Þegar tölur við lok árs 2022 eru skoðaðar kemur í ljós að alls hafa 443 fyrirtæki og stofnanir af 1.094 hlotið jafnlaunavottun. Eftir standa 651 fyrirtæki og stofnanir sem ekki hafa hlotið jafnlaunavottun þrátt fyrir skýran tímaramma laga á því hvenær fyrirtæki og stofnanir skyldu hafa hlotið vottun.“ Á er bent að í niðurstöðum rannsókna um jafnlaunastaðal og afnám kynbundinna launa, en sú niðurstöðurnar birtust í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla árið 2022, komi fram að reglugerðinni fylgi engar leiðbeiningar um hvað sönnunarbyrði vottunaraðila inniheldur hvað varðar rannsóknarvinnu gagnvart starfaflokkun eða launagreiningu, umfang skoðunar, fjölda viðmælanda eða lágmarkstímafjölda.
– 250 eða fleiri starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2018. – 150–249 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2019. – 90–149 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2020. – 25–89 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2021. – Opinberar stofnanir, sjóðir og fyrirtæki að hálfu eða meiri hluta í eigu ríkisins og þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli skyldu hafa öðlast vottun eigi síðar en 31. desember 2019.
Alþingi Jafnréttismál Rekstur hins opinbera Miðflokkurinn Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Sjá meira