Þriggja ára drengur tekinn hálstaki og foreldrarnir ekki látnir vita Árni Sæberg skrifar 18. nóvember 2023 11:04 Fjölskyldunni er alvarlega brugðið vegna málsins. Aðsend Móðir þriggja ára drengs, sem tekinn var hálstaki af leikskólakennara, segir miður að foreldrar hafi ekki verið látnir vita af atvikinu fyrr en seint og um síðir. Eydís Ögn Guðmundsdóttir er móðir þriggja ára drengs í leikskólanum Árborg í Árbænum í Reykjavík. Hún segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við leikskólann og Reykjavíkurborg eftir atvik sem átti sér stað í skólanum í ágúst síðastliðnum. DV greindi frá málinu í morgun. Sonur hennar, sem er orkumikill að hennar sögn, hafi verið órólegur í samverustund og verið að trufla hana. „Þá situr sem sagt kennari við hliðina á honum og segir honum að hætta og hann tók ekki nógu vel í það og ætlar að standa upp. Þá grípur hún í peysuna hans og hann nær nokkurn veginn að losa sig svolítið, og þá tekur hún hann hálstaki og stendur sjálf þannig upp og heldur á honum og skellir honum svo á stól,“ segir Eydís Ögn í samtali við Vísi. Ekki látin vita fyrr en töluvert eftir atvikið Eftir að samkennari lét vita af atvikinu hafi ekki verið haft samband við foreldrana, eins og Eydís Ögn hefði búist við eftir atvik sem þetta. „Þetta gerðist greinilega miðvikudaginn 23. ágúst, ef ég man rétt, og svo var vitni, annar leikskólakennari, sem tilkynnti á föstudeginum. Við fengum ekkert að vita af þessu fyrr en vikuna eftir, 31. ágúst. Í þeirri viku sem við vissum ekkert þá var hann svolítið að gráta, vildi ekki fara í leikskólann og hékk utan í mér, sem var rosalega ólíkt honum af því hann hefur alltaf verið mikil félagsvera.“ Kennarinn hafi verið settur í tímabundið launað leyfi en sé komin aftur til starfa í leikskólanum, en þó á annarri deild en sonur hennar er á. Eydís Ögn kveðst óttast að þurfa að færa son sinn á annan leikskóla vegna málsins. Skóla - og menntamál Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Eydís Ögn Guðmundsdóttir er móðir þriggja ára drengs í leikskólanum Árborg í Árbænum í Reykjavík. Hún segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við leikskólann og Reykjavíkurborg eftir atvik sem átti sér stað í skólanum í ágúst síðastliðnum. DV greindi frá málinu í morgun. Sonur hennar, sem er orkumikill að hennar sögn, hafi verið órólegur í samverustund og verið að trufla hana. „Þá situr sem sagt kennari við hliðina á honum og segir honum að hætta og hann tók ekki nógu vel í það og ætlar að standa upp. Þá grípur hún í peysuna hans og hann nær nokkurn veginn að losa sig svolítið, og þá tekur hún hann hálstaki og stendur sjálf þannig upp og heldur á honum og skellir honum svo á stól,“ segir Eydís Ögn í samtali við Vísi. Ekki látin vita fyrr en töluvert eftir atvikið Eftir að samkennari lét vita af atvikinu hafi ekki verið haft samband við foreldrana, eins og Eydís Ögn hefði búist við eftir atvik sem þetta. „Þetta gerðist greinilega miðvikudaginn 23. ágúst, ef ég man rétt, og svo var vitni, annar leikskólakennari, sem tilkynnti á föstudeginum. Við fengum ekkert að vita af þessu fyrr en vikuna eftir, 31. ágúst. Í þeirri viku sem við vissum ekkert þá var hann svolítið að gráta, vildi ekki fara í leikskólann og hékk utan í mér, sem var rosalega ólíkt honum af því hann hefur alltaf verið mikil félagsvera.“ Kennarinn hafi verið settur í tímabundið launað leyfi en sé komin aftur til starfa í leikskólanum, en þó á annarri deild en sonur hennar er á. Eydís Ögn kveðst óttast að þurfa að færa son sinn á annan leikskóla vegna málsins.
Skóla - og menntamál Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira