Glæsileg sýning á skrautdúfum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. nóvember 2023 20:30 Tumi Kolbeinsson einn af forsvarsmönnum skrautdúfusýningarinnar er mjög ánægður með daginn og hvað hann tókst vel. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þær voru skrautlegar dúfurnar sem voru til sýnis í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag en um eitt hundrað skrautdúfur voru á sýningunni, meðal annars hláturdúfur. Sýningin varsamstarfsverkefni áhugafólks um ræktun skrautdúfna, Fjölskyldu- og húsdýragarðsins og Dýraþjónustu Reykjavíkur. Fuglarnir voru af allskonar stærðum og gerðum, allir mjög skrautlegir og fallegir. „Það er búið að vera að flytja inn talsvert af þessum fuglum undan farin ár svo þetta er rjóminn af því besta, sem er hérna núna og mikil fjölbreytni í þessu,” segir Tumi Kolbeinsson forsvarsmaður skrautdúfusýningarinnar. Og dúfunum líður vel á Íslandi eða hvað? „Já, já, það er fínt loftslag fyrir þær og þær þola kulda alveg lon og don. Það þarf bara að búa vel að þeim og hafa ekki of mikið af þeim í einu, það er svona helsta hættan að menn fari að troða of mikið í kofana,” segir Tumi. Margar mjög fallegar og sérstakar dúfur voru á sýningunni enda voru fjölmargir ræktendur með sína bestu fugla á sýningunni af allavega 20 tegundum í fjölmörgum litum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ragnar Sigurjónsson í Brandshúsum í Flóahreppi var með nokkrar skrautdúfur á sýningunni, meðal annars dúfur með mjög sérstakan lit, lit sem hefur ekki sést á Íslandi áður. „Þessi fugl hefur fæðst hvítur og fær svona meira svart í sig. Unginn á móti honum fæddist svartur og fær meira hvítt í sig, sem er alveg stórmerkilegt, segir Ragnar. Það voru líka hláturdúfur á sýningu dagsins. „Já, þær eru mjög skemmtilegar og það liggur við að þær hlægi, þær gefa frá sér sérstakt hljóð,” bætir Ragnar við. Ragnar með eina af hláturdúfum dagsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Fuglar Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Dýr Sýningar á Íslandi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Sýningin varsamstarfsverkefni áhugafólks um ræktun skrautdúfna, Fjölskyldu- og húsdýragarðsins og Dýraþjónustu Reykjavíkur. Fuglarnir voru af allskonar stærðum og gerðum, allir mjög skrautlegir og fallegir. „Það er búið að vera að flytja inn talsvert af þessum fuglum undan farin ár svo þetta er rjóminn af því besta, sem er hérna núna og mikil fjölbreytni í þessu,” segir Tumi Kolbeinsson forsvarsmaður skrautdúfusýningarinnar. Og dúfunum líður vel á Íslandi eða hvað? „Já, já, það er fínt loftslag fyrir þær og þær þola kulda alveg lon og don. Það þarf bara að búa vel að þeim og hafa ekki of mikið af þeim í einu, það er svona helsta hættan að menn fari að troða of mikið í kofana,” segir Tumi. Margar mjög fallegar og sérstakar dúfur voru á sýningunni enda voru fjölmargir ræktendur með sína bestu fugla á sýningunni af allavega 20 tegundum í fjölmörgum litum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ragnar Sigurjónsson í Brandshúsum í Flóahreppi var með nokkrar skrautdúfur á sýningunni, meðal annars dúfur með mjög sérstakan lit, lit sem hefur ekki sést á Íslandi áður. „Þessi fugl hefur fæðst hvítur og fær svona meira svart í sig. Unginn á móti honum fæddist svartur og fær meira hvítt í sig, sem er alveg stórmerkilegt, segir Ragnar. Það voru líka hláturdúfur á sýningu dagsins. „Já, þær eru mjög skemmtilegar og það liggur við að þær hlægi, þær gefa frá sér sérstakt hljóð,” bætir Ragnar við. Ragnar með eina af hláturdúfum dagsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Fuglar Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Dýr Sýningar á Íslandi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira