Orkulaus ríkisstjórn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 21. nóvember 2023 09:54 Frammistaða ríkisstjórnarinnar í orkumálum var nýlega rakin á haustfundi Landsvirkjunar. Þröng staða blasir við heimilum næstu árin þar sem þau eru afgangsstærð í baráttunni um raforku, leyfisveitingaferli nýrra virkjana er komið út í skurð og háleit markmið Íslands í orkuskiptum virðast að engu orðin. Öll spjót standa á ríkisstjórninni þessa dagana vegna hægagangs í baráttunni við loftslagsbreytingar. Sundruð ríkisstjórn hefur á undanförnum árum sýnt að hún getur ekki tekið þær ákvarðanir sem þarf að taka sem aftur birtist í vaxandi losun gróðurhúsalofttegunda, innflutningsmeti á olíu og stöðnun í uppbyggingu endurnýjanlegrar raforkuvinnslu. Til að bregðast við þessari varhugaverðu stöðu þarf Alþingi að sameinast og búa svo um hnútana að heimilum og smærri fyrirtækjum sé tryggð næg raforka. Það má ekki gerast að hæstbjóðendur ryksugi upp þá litlu raforku sem ekki er bundin í langtímasamningum og ekkert verði eftir handa öðrum bara vegna þess að beðið er eftir nýjum virkjunum. Næsta ríkisstjórn verður að gera það að forgangsmáli að hraða leyfisveitingum og taka ferli rammaáætlunar til endurskoðunar svo hún virki sem skyldi. Gæta þarf þess að næg orka sé til staðar í nýtingarflokki til að knýja orkuskipti og mæta orkueftirspurn framtíðar. Þá ætti að vera markmið stjórnvalda að það taki umtalsvert skemmri tíma fyrir virkjanakosti í nýtingarflokki að fá þau leyfi sem þarf til að geta hafið framkvæmdir. Til viðbótar bíður nýrrar ríkisstjórnar að taka til í málaflokki orkuskipta. Hún mun þurfa að skerpa á óljósum markmiðum í orkuskiptum Íslands og tryggja að fyrir liggi tímasett orkuskiptaáætlun. Kyrrstaðan í orkuskiptum verður ekki rofin með því að eingöngu afla meiri raforku, eins og ráðherrann hefur haldið fram, heldur þarf flutningskerfið að vera traust um allt land og notendur þurfa að sjá hag af því að skipta um orkugjafa. Hvort sem það eru einstaklingar eða fyrirtæki, allt frá rafbíl í Reykjavík til togara á Reyðarfirði. Því þarf að ná fram með efnahagslegum hvötum. Ívilnanir þurfa að vera fyrir hendi og þær ætti að fjármagna með tekjum ríkisins af hærri kolefnisgjöldum og ETS losunarheimildum. Með skýrri hugmyndafræði og fjármögnuðum aðgerðum er sannarlega hægt að ná raunverulegum árangri. Tækifærin blasa við. Vandamál almennings er hins vegar að ríkisstjórnin er langt frá því að geta sameinast um hugmyndafræði og aðgerðir. Þess vegna verður kyrrstaða reyndin þar til ný ríkisstjórn tekur við. Allar stórar ákvarðanir í orkumálum virðast bíða nýrrar ríkisstjórnar sem þarf að standa sameinuð um sýn og aðgerðir og hafa kjarkinn til að taka stórar ákvarðanir. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Viðreisn Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Frammistaða ríkisstjórnarinnar í orkumálum var nýlega rakin á haustfundi Landsvirkjunar. Þröng staða blasir við heimilum næstu árin þar sem þau eru afgangsstærð í baráttunni um raforku, leyfisveitingaferli nýrra virkjana er komið út í skurð og háleit markmið Íslands í orkuskiptum virðast að engu orðin. Öll spjót standa á ríkisstjórninni þessa dagana vegna hægagangs í baráttunni við loftslagsbreytingar. Sundruð ríkisstjórn hefur á undanförnum árum sýnt að hún getur ekki tekið þær ákvarðanir sem þarf að taka sem aftur birtist í vaxandi losun gróðurhúsalofttegunda, innflutningsmeti á olíu og stöðnun í uppbyggingu endurnýjanlegrar raforkuvinnslu. Til að bregðast við þessari varhugaverðu stöðu þarf Alþingi að sameinast og búa svo um hnútana að heimilum og smærri fyrirtækjum sé tryggð næg raforka. Það má ekki gerast að hæstbjóðendur ryksugi upp þá litlu raforku sem ekki er bundin í langtímasamningum og ekkert verði eftir handa öðrum bara vegna þess að beðið er eftir nýjum virkjunum. Næsta ríkisstjórn verður að gera það að forgangsmáli að hraða leyfisveitingum og taka ferli rammaáætlunar til endurskoðunar svo hún virki sem skyldi. Gæta þarf þess að næg orka sé til staðar í nýtingarflokki til að knýja orkuskipti og mæta orkueftirspurn framtíðar. Þá ætti að vera markmið stjórnvalda að það taki umtalsvert skemmri tíma fyrir virkjanakosti í nýtingarflokki að fá þau leyfi sem þarf til að geta hafið framkvæmdir. Til viðbótar bíður nýrrar ríkisstjórnar að taka til í málaflokki orkuskipta. Hún mun þurfa að skerpa á óljósum markmiðum í orkuskiptum Íslands og tryggja að fyrir liggi tímasett orkuskiptaáætlun. Kyrrstaðan í orkuskiptum verður ekki rofin með því að eingöngu afla meiri raforku, eins og ráðherrann hefur haldið fram, heldur þarf flutningskerfið að vera traust um allt land og notendur þurfa að sjá hag af því að skipta um orkugjafa. Hvort sem það eru einstaklingar eða fyrirtæki, allt frá rafbíl í Reykjavík til togara á Reyðarfirði. Því þarf að ná fram með efnahagslegum hvötum. Ívilnanir þurfa að vera fyrir hendi og þær ætti að fjármagna með tekjum ríkisins af hærri kolefnisgjöldum og ETS losunarheimildum. Með skýrri hugmyndafræði og fjármögnuðum aðgerðum er sannarlega hægt að ná raunverulegum árangri. Tækifærin blasa við. Vandamál almennings er hins vegar að ríkisstjórnin er langt frá því að geta sameinast um hugmyndafræði og aðgerðir. Þess vegna verður kyrrstaða reyndin þar til ný ríkisstjórn tekur við. Allar stórar ákvarðanir í orkumálum virðast bíða nýrrar ríkisstjórnar sem þarf að standa sameinuð um sýn og aðgerðir og hafa kjarkinn til að taka stórar ákvarðanir. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun