Vísað úr landi vegna fíkniefnaframleiðslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2023 10:50 Koma verður í ljós hvort Eimantas áfrýi niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar. Vísir/Vilhelm Karlmanni frá Litháen sem hlaut þungan dóm fyrir fíkniefnaframleiðslu hér á landi árið 2021 verður vísað úr landi. Hann má ekki snúa aftur til Íslands næstu fjórtán árin. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem vísaði frá máli mannsins, Eimantas Strole, á hendur kærunefnd útlendingamála, Útlendingastofnun og íslenska ríkinu. Hann krafðist þess að úrskurður kærunefndar og ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun og endurkomubann yrðu felld úr gildi. Eimantas hefur búið á Íslandi frá árinu 2016 en faðir hans hefur búið hér í lengri tíma. Eimantas var í apríl 2021 dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann játaði brot sitt en dómurinn horfði til magns og hve hættuleg efnin voru. Sjö og hálfur lítri af amfetamínbasa auk tóla og tækja fundust við húsleit í bílskúr sem Eimantas leigði. Útlendingastofnun tilkynnti honum í október 2021 að brottvísun hans væri til skoðunar og var því bréfi ekki mótmælt. Í janúar 2022 ákvað Útlendingastofnun að vísa honum úr landi og meina honum endurkomu í fjórtán ár. Dómurinn féllst á það með Útlendingastofnun að alvarleiki brota Eimantas hefði verið slíkur að alvarlegar ástæður á grundvelli allsherjarreglu, almannaöryggis eða almannaheilbrigðis hefðu legið til að brottvísa honum. Háttsemin bendi til þess að hann gæti framið refsivert brot á ný þótt þetta hafi verið hans fyrsti dómur. Þar hjálpaði ekki nýlegar upplýsingar um að Eimantas starfi nú sem einyrki við verktöku í iðngrein sem ekkert bendi til að hann hafi fagmenntun til að stunda. Raunar væru þær síst til þess fallnar að draga úr hættu á ítrekun brota. Eimantas tiltók ýmsar ástæður fyrir því af hverju ekki ætti að vísa honum úr landi. Meðal annars að það væri ósanngjarnt gagnvart honum og nánasta aðstandanda hans. Ekki var fallist á að faðir hans væri hans nánasti aðstandandi þannig að brottvísunin fæli í sér ósanngjarna ráðstöfun gagnvart föðurnum. Þá var ekki fallist á varakröfu Eimantas um styttingu á fjórtán ára endurkomubanni. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem vísaði frá máli mannsins, Eimantas Strole, á hendur kærunefnd útlendingamála, Útlendingastofnun og íslenska ríkinu. Hann krafðist þess að úrskurður kærunefndar og ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun og endurkomubann yrðu felld úr gildi. Eimantas hefur búið á Íslandi frá árinu 2016 en faðir hans hefur búið hér í lengri tíma. Eimantas var í apríl 2021 dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann játaði brot sitt en dómurinn horfði til magns og hve hættuleg efnin voru. Sjö og hálfur lítri af amfetamínbasa auk tóla og tækja fundust við húsleit í bílskúr sem Eimantas leigði. Útlendingastofnun tilkynnti honum í október 2021 að brottvísun hans væri til skoðunar og var því bréfi ekki mótmælt. Í janúar 2022 ákvað Útlendingastofnun að vísa honum úr landi og meina honum endurkomu í fjórtán ár. Dómurinn féllst á það með Útlendingastofnun að alvarleiki brota Eimantas hefði verið slíkur að alvarlegar ástæður á grundvelli allsherjarreglu, almannaöryggis eða almannaheilbrigðis hefðu legið til að brottvísa honum. Háttsemin bendi til þess að hann gæti framið refsivert brot á ný þótt þetta hafi verið hans fyrsti dómur. Þar hjálpaði ekki nýlegar upplýsingar um að Eimantas starfi nú sem einyrki við verktöku í iðngrein sem ekkert bendi til að hann hafi fagmenntun til að stunda. Raunar væru þær síst til þess fallnar að draga úr hættu á ítrekun brota. Eimantas tiltók ýmsar ástæður fyrir því af hverju ekki ætti að vísa honum úr landi. Meðal annars að það væri ósanngjarnt gagnvart honum og nánasta aðstandanda hans. Ekki var fallist á að faðir hans væri hans nánasti aðstandandi þannig að brottvísunin fæli í sér ósanngjarna ráðstöfun gagnvart föðurnum. Þá var ekki fallist á varakröfu Eimantas um styttingu á fjórtán ára endurkomubanni.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira