„Maður vill ekkert meira en að búa áfram á þessu heimili“ Árni Sæberg og Bjarki Sigurðsson skrifa 23. nóvember 2023 14:22 Vilhjálmur skoðar skemmdirnar. Stöð 2/Einar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn fjölmargra Grindvíkinga sem fengu að fara heim til sín í dag að sækja verðmæti. Fulltrúar fréttastofu fengu að líta við hjá honum og sjá skemmdirnar. Heimili Vilhjálms stendur alveg við sprunguna sem liggur í gegnum Grindavíkurbæ. Húsið virðist ekki vera stórkostlega skemmt fyrir utan nokkuð stóra sprungu í bílskúrnum og aðra minni í stofunni. Vilhjálmur segir sprunguna í bílskúrnum hafa stækkað mikið síðan hann var síðast heima hjá sér fyrir viku. Þá hefur innbúið sloppið að langmestu leyti, aðeins einn hátalari skemmdist í jarðhræringunum sem hafa dunið yfir undanfarið. Jörðin virðist toga húsið í sundur Vilhjálmur segir að sigdalurinn sem liggur að hluta til undir bænum sé rétt við heimili hans. Það valdi því að jörðin færist frá húsinu með þeim afleiðingum að spenna myndast á plötu hússins. Því stækki sprungan í bílskúrnum sífellt. „Þetta var ekki svona stórt fyrst þegar ég kom eftir skjálftana. Þá var bara einhver smá sprunga hérna, sem sást varla, en núna er þetta komið hérna alla leið. Strákarnir með óskalista og handryksugan verður tekin með Hann segist fyrst og fremst hafa skellt sér til Grindavíkur í dag til þess að kanna ástandið á húsinu. Hann muni þó taka ýmislegt með sér að heiman. „Við erum búin að gera lista yfir ýmislegt sem vantar og strákarnir eru með óskalista yfir smáhluti, sem hafa tilfinningalegt gildi fyrir þá. Við erum fyrst og fremst að koma að athuga ástandið á húsinu og taka hluti sem við erum búin að komast að því að er gott að hafa, handryksuguna og svona. Óvissan erfið Hvernig er tilfinningin að koma hingað og vita ekki hvenær þú kemst næst? „Það er nefnilega svolítið erfitt að átta sig á því að maður veit ekkert hvað jörðin gerir. Hvort við fáum að koma hérna næstu daga yfir daginn eða hvort eitthvað breytist þannig að það verði aftur lokað. Svo er líka erfitt að vera í óvissu með húsnæði sitt. Er þetta bara að fara að slökkna núna og við getum komið aftur eftir nokkra mánuði þegar það er búið að laga innviði eða er hættuástandið að fara að vara í marga mánuði? Hvernig verður húsið manns metið, þegar jörðin er farin að skríða frá húsinu? Maður vill ekkert meira en að búa áfram á þessu heimili, en ef það fer að síga til hliðar þá er það erfitt.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Löng bílaröð til Grindavíkur Töluvert löng bílaröð er nú á Krýsuvíkurvegi frá gatnamótunum við Suðurstrandarveg. Um er að ræða Grindvíkinga á leiðinni heim til sín til að frekari verðmætabjörgunar. 23. nóvember 2023 11:09 Dregur enn úr skjálftum og Grindvíkingar fá rýmri aðgang að heimilum sínum Um 100 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti við kvikuganginn á Reykjanesi og í gær mældust rúmlega 200 jarðskjálftar allan sólarhringinn. 23. nóvember 2023 06:42 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Heimili Vilhjálms stendur alveg við sprunguna sem liggur í gegnum Grindavíkurbæ. Húsið virðist ekki vera stórkostlega skemmt fyrir utan nokkuð stóra sprungu í bílskúrnum og aðra minni í stofunni. Vilhjálmur segir sprunguna í bílskúrnum hafa stækkað mikið síðan hann var síðast heima hjá sér fyrir viku. Þá hefur innbúið sloppið að langmestu leyti, aðeins einn hátalari skemmdist í jarðhræringunum sem hafa dunið yfir undanfarið. Jörðin virðist toga húsið í sundur Vilhjálmur segir að sigdalurinn sem liggur að hluta til undir bænum sé rétt við heimili hans. Það valdi því að jörðin færist frá húsinu með þeim afleiðingum að spenna myndast á plötu hússins. Því stækki sprungan í bílskúrnum sífellt. „Þetta var ekki svona stórt fyrst þegar ég kom eftir skjálftana. Þá var bara einhver smá sprunga hérna, sem sást varla, en núna er þetta komið hérna alla leið. Strákarnir með óskalista og handryksugan verður tekin með Hann segist fyrst og fremst hafa skellt sér til Grindavíkur í dag til þess að kanna ástandið á húsinu. Hann muni þó taka ýmislegt með sér að heiman. „Við erum búin að gera lista yfir ýmislegt sem vantar og strákarnir eru með óskalista yfir smáhluti, sem hafa tilfinningalegt gildi fyrir þá. Við erum fyrst og fremst að koma að athuga ástandið á húsinu og taka hluti sem við erum búin að komast að því að er gott að hafa, handryksuguna og svona. Óvissan erfið Hvernig er tilfinningin að koma hingað og vita ekki hvenær þú kemst næst? „Það er nefnilega svolítið erfitt að átta sig á því að maður veit ekkert hvað jörðin gerir. Hvort við fáum að koma hérna næstu daga yfir daginn eða hvort eitthvað breytist þannig að það verði aftur lokað. Svo er líka erfitt að vera í óvissu með húsnæði sitt. Er þetta bara að fara að slökkna núna og við getum komið aftur eftir nokkra mánuði þegar það er búið að laga innviði eða er hættuástandið að fara að vara í marga mánuði? Hvernig verður húsið manns metið, þegar jörðin er farin að skríða frá húsinu? Maður vill ekkert meira en að búa áfram á þessu heimili, en ef það fer að síga til hliðar þá er það erfitt.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Löng bílaröð til Grindavíkur Töluvert löng bílaröð er nú á Krýsuvíkurvegi frá gatnamótunum við Suðurstrandarveg. Um er að ræða Grindvíkinga á leiðinni heim til sín til að frekari verðmætabjörgunar. 23. nóvember 2023 11:09 Dregur enn úr skjálftum og Grindvíkingar fá rýmri aðgang að heimilum sínum Um 100 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti við kvikuganginn á Reykjanesi og í gær mældust rúmlega 200 jarðskjálftar allan sólarhringinn. 23. nóvember 2023 06:42 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Löng bílaröð til Grindavíkur Töluvert löng bílaröð er nú á Krýsuvíkurvegi frá gatnamótunum við Suðurstrandarveg. Um er að ræða Grindvíkinga á leiðinni heim til sín til að frekari verðmætabjörgunar. 23. nóvember 2023 11:09
Dregur enn úr skjálftum og Grindvíkingar fá rýmri aðgang að heimilum sínum Um 100 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti við kvikuganginn á Reykjanesi og í gær mældust rúmlega 200 jarðskjálftar allan sólarhringinn. 23. nóvember 2023 06:42