Segir Alþingi „nánast lamað“ Oddur Ævar Gunnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 23. nóvember 2023 22:30 Þær Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Kristrún Frostadóttir, þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar, hafa áhyggjur af málafjölda sem afgreiddur er á Alþingi. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harkalega í dag fyrir aðgerðarleysi. Þingmaður segir að Alþingi sé nánast lamað vegna óeiningar ríkisstjórnarflokkanna sem geti ekki komið sér saman um mikilvæg mál. Þrjú mál hafa verið afgreidd á Alþingi þennan þingvetur, á rúmum tveimur mánuðum. Fyrir þingveturinn voru 109 mál sett á dagskrá. Af þeim þremur sem hafa verið afgreidd voru tvö þeirra ekki á málaskrá í upphafi þingvetrar. Þær Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og Kristrún Frostadóttir, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar, segjast í kvöldfréttum hafa áhyggjur af stöðu mála. Mikilvæg mál sitji á hakanum. Óeiningin að verða sjálfstætt vandamál „Gagnrýni okkar laut að því að það er að verða sjálfstætt vandamál þessi óeining innan ríkisstjórnarinnar, sem við finnum svo vel inni í þinghúsi hvort sem það er bara í kaffispjalli manna á milli eða, sem er auðvitað stóra áhyggjuefnið, að frumvörpin bara berast ekki út úr ríkisstjórnarherberginu,“ segir Þorbjörg Sigríður. Aðstæður í efnahagsmálum séu slæmar og kalli á viðbrögð. Verðbólga sé áfram há þó hún lækki annars staðar, vaxtastig á Íslandi sé margfalt við það sem það er annars staðar og flóknir kjarasamningar framundan. „Verkefnin eru stór en það er ekkert í dagskrá þingsins af hálfu ríkisstjórnar sem speglar það, það er áhyggjuefnið og mér fannst bara þurfa að segja það upphátt hver staðan er á Alþingi. Þingið er nánast lamað vegna óeiningar innan ríkisstjórnarinnar.“ Hefur áhyggjur af fjárlögum Kristrún Frostadóttir segir að Samfylkingin hafi gert við það athugasemdir strax í haust þegar ríkisstjórn hafi kynnt fjárlögin að framundan væri erfiður kjaravetur. „Og að það skipti máli í þessu verðbólguumhverfi að við fengjum að sjá einhver úrræði fyrir heimilin og töluðum um að ríkisstjórnin þyrfti að koma með einhverskonar kjarapakka fyrir heimilin í landinu. Það hefur ekkert bólað á neinu slíku.“ Nefnir Kristrún sérstaklega húsnæðismálin í því samhengi. Húsaleigulög hafi átt að vera á dagskrá þingsins, sem hefðu bætt til muna réttarstöðu leigenda. „Í því samhengi var líka talað um leigubremsu sem virðist ekkert bóla á og ég velti fyrir mér hvort raunverulegur grundvöllur hafi verið fyrir innan þessarar ríkisstjórnar.“ Kristrún segir sinn flokk einnig hafa áhyggjur af stöðu fjárlaganna. Breytingartillögur ríkisstjórnarinnar við fjárlög hafi verið kynntar í annarri umræðu. „Og það virðist sem að sé veruleg rýrnun á vaxtabótum, 25 prósent samdráttur, fimm þúsund manns sem eru að detta þar út úr kerfinu. Barnabætur að rýrna að raunvirði og þrátt fyrir að leiguverð sé að hækka þá eru húsnæðisbætur að lækka. Þannig að þetta er mjög erfitt ástand fyrir mörg heimili í dag og illskiljanlegt í rauninni að ríkisstjórnin telji sér ekki fært að bregðast við þessu.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Viðreisn Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Þrjú mál hafa verið afgreidd á Alþingi þennan þingvetur, á rúmum tveimur mánuðum. Fyrir þingveturinn voru 109 mál sett á dagskrá. Af þeim þremur sem hafa verið afgreidd voru tvö þeirra ekki á málaskrá í upphafi þingvetrar. Þær Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og Kristrún Frostadóttir, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar, segjast í kvöldfréttum hafa áhyggjur af stöðu mála. Mikilvæg mál sitji á hakanum. Óeiningin að verða sjálfstætt vandamál „Gagnrýni okkar laut að því að það er að verða sjálfstætt vandamál þessi óeining innan ríkisstjórnarinnar, sem við finnum svo vel inni í þinghúsi hvort sem það er bara í kaffispjalli manna á milli eða, sem er auðvitað stóra áhyggjuefnið, að frumvörpin bara berast ekki út úr ríkisstjórnarherberginu,“ segir Þorbjörg Sigríður. Aðstæður í efnahagsmálum séu slæmar og kalli á viðbrögð. Verðbólga sé áfram há þó hún lækki annars staðar, vaxtastig á Íslandi sé margfalt við það sem það er annars staðar og flóknir kjarasamningar framundan. „Verkefnin eru stór en það er ekkert í dagskrá þingsins af hálfu ríkisstjórnar sem speglar það, það er áhyggjuefnið og mér fannst bara þurfa að segja það upphátt hver staðan er á Alþingi. Þingið er nánast lamað vegna óeiningar innan ríkisstjórnarinnar.“ Hefur áhyggjur af fjárlögum Kristrún Frostadóttir segir að Samfylkingin hafi gert við það athugasemdir strax í haust þegar ríkisstjórn hafi kynnt fjárlögin að framundan væri erfiður kjaravetur. „Og að það skipti máli í þessu verðbólguumhverfi að við fengjum að sjá einhver úrræði fyrir heimilin og töluðum um að ríkisstjórnin þyrfti að koma með einhverskonar kjarapakka fyrir heimilin í landinu. Það hefur ekkert bólað á neinu slíku.“ Nefnir Kristrún sérstaklega húsnæðismálin í því samhengi. Húsaleigulög hafi átt að vera á dagskrá þingsins, sem hefðu bætt til muna réttarstöðu leigenda. „Í því samhengi var líka talað um leigubremsu sem virðist ekkert bóla á og ég velti fyrir mér hvort raunverulegur grundvöllur hafi verið fyrir innan þessarar ríkisstjórnar.“ Kristrún segir sinn flokk einnig hafa áhyggjur af stöðu fjárlaganna. Breytingartillögur ríkisstjórnarinnar við fjárlög hafi verið kynntar í annarri umræðu. „Og það virðist sem að sé veruleg rýrnun á vaxtabótum, 25 prósent samdráttur, fimm þúsund manns sem eru að detta þar út úr kerfinu. Barnabætur að rýrna að raunvirði og þrátt fyrir að leiguverð sé að hækka þá eru húsnæðisbætur að lækka. Þannig að þetta er mjög erfitt ástand fyrir mörg heimili í dag og illskiljanlegt í rauninni að ríkisstjórnin telji sér ekki fært að bregðast við þessu.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Viðreisn Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira