Staðráðin í að snúa aftur „hvað sem það kostar“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. nóvember 2023 19:52 Magni Freyr Emilsson ásamt börnum. Þau eru staðráðin í að snúa aftur til Grindavíkur. vísir/Steingrímur Dúi Grindvíkingar fengu að fara með flutningabíla inn í bæinn í dag, til að vitja fleiri muna en þeirra nauðsynja sem þeir hafa hingað til getað sótt. Þeir íbúar sem fréttastofa hitti á eru staðráðnir í að Hflytja aftur heim. Hugsanlegt er að hluti kvikunnar undir bænum sé storknaður. Umferðin um Grindavík var minni í dag en oft áður þegar íbúum hefur verið hleypt inn í bæinn. Sú breyting var gerð í dag að íbúum er heimilað að koma með stóra flutningabíla tli að ferja búslóðir sínar. Fréttastofa hitti fyrir hjón í Grindavík sem voru að sækja stærri muni af heimili sínu og fara með upp í sendiferðabíl. „Sófasettið, borð, arininn og eitthvað smotterí til að bjarga sér,“ segir Hrafnhildur Björnsdóttir. Hjónin hafa haldið til í sumarbústað á Bifröst fram að þessu, en munu nú leigja í Garði, en Hrafnhildur starfar í Keflavík. Þetta er það allra helsta, þið eruð ekki að hreinsa út af heimilinu? „Það er ekki pláss fyrir allt dótið á nýja staðnum, en við ætlum líka aftur heim. Það er planið.“ Hrafnhlidur ásamt hundi sínum.vísir/Steingrímur Dúi Það sé skrýtið að vita ekki hvenær aftur verði hægt að búa í Grindavík. Þetta gerist náttúrulega svolítið hratt, og kannski varð þetta meira en flestir áttu von á. En jú, það er skrýtið að sjá ekki nágranna sína og allt iðandi af lífi í þessum flotta bæ. Það vonandi verður bara í lagi seinna.“ Magni Freyr Emilsson var í bænum ásamt börnum sínum þar sem hann var að ná í atvinnutæki og líta á heimilið. Spurður hvernig staðan á heimilinu sé segir Magni: „Hún er bara þokkalega góð, það er rennandi vatn. Ég var glaður að sjá að það kom ekkert gruggugt eða brúnt vatn. Ástandið á bænum í dag.vísir/Steingrímur Dúi Þrátt fyrir ástandið er hann bjartsýnn á framtíðina. „Þetta er ákveðin æfing í æðruleysi og þolinmæði,“ segir Magni sem dvelur nú í Reykjavík í íbúð hjá frændfólki. „Ég er staðráðinn í að koma aftur og verja mínum tíma í þessu húsi, hvað sem það kostar.“ Vísindamenn telja nú að kvikan í ganginum undir Grindavík sé storknuð að hluta. Því megi ætla að líkurnar á gosi fari dvínandi eftir því sem dagarnir líða. Aflögun mælist þó enn við sigdalinn í Grindavík, en hreyfingin sé mun minni en áður. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Umferðin um Grindavík var minni í dag en oft áður þegar íbúum hefur verið hleypt inn í bæinn. Sú breyting var gerð í dag að íbúum er heimilað að koma með stóra flutningabíla tli að ferja búslóðir sínar. Fréttastofa hitti fyrir hjón í Grindavík sem voru að sækja stærri muni af heimili sínu og fara með upp í sendiferðabíl. „Sófasettið, borð, arininn og eitthvað smotterí til að bjarga sér,“ segir Hrafnhildur Björnsdóttir. Hjónin hafa haldið til í sumarbústað á Bifröst fram að þessu, en munu nú leigja í Garði, en Hrafnhildur starfar í Keflavík. Þetta er það allra helsta, þið eruð ekki að hreinsa út af heimilinu? „Það er ekki pláss fyrir allt dótið á nýja staðnum, en við ætlum líka aftur heim. Það er planið.“ Hrafnhlidur ásamt hundi sínum.vísir/Steingrímur Dúi Það sé skrýtið að vita ekki hvenær aftur verði hægt að búa í Grindavík. Þetta gerist náttúrulega svolítið hratt, og kannski varð þetta meira en flestir áttu von á. En jú, það er skrýtið að sjá ekki nágranna sína og allt iðandi af lífi í þessum flotta bæ. Það vonandi verður bara í lagi seinna.“ Magni Freyr Emilsson var í bænum ásamt börnum sínum þar sem hann var að ná í atvinnutæki og líta á heimilið. Spurður hvernig staðan á heimilinu sé segir Magni: „Hún er bara þokkalega góð, það er rennandi vatn. Ég var glaður að sjá að það kom ekkert gruggugt eða brúnt vatn. Ástandið á bænum í dag.vísir/Steingrímur Dúi Þrátt fyrir ástandið er hann bjartsýnn á framtíðina. „Þetta er ákveðin æfing í æðruleysi og þolinmæði,“ segir Magni sem dvelur nú í Reykjavík í íbúð hjá frændfólki. „Ég er staðráðinn í að koma aftur og verja mínum tíma í þessu húsi, hvað sem það kostar.“ Vísindamenn telja nú að kvikan í ganginum undir Grindavík sé storknuð að hluta. Því megi ætla að líkurnar á gosi fari dvínandi eftir því sem dagarnir líða. Aflögun mælist þó enn við sigdalinn í Grindavík, en hreyfingin sé mun minni en áður.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira