Segist hafa drukkið of mikið: „Ég var dónaleg“ Jón Þór Stefánsson skrifar 27. nóvember 2023 16:18 Arndís Anna segist hafa verið dónaleg og streist á móti. Vísir/Vilhelm Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segist hafa beðist afsökunar á framkomu sinni á skemmtistaðnum Kíkí síðastliðið föstudagskvöld. Hún viðurkennir að hafa drukkið of mikið umrætt kvöld og verið dónaleg. Líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðlum síðan í gær var Arndís Anna handtekin á skemmtistaðnum um helgina. Hún á að hafa verið of lengi á salernisaðstöðu staðarins. Aðkoma lögreglu var að beiðni dyravarða, sem hún hefur áður sagt að hafi að hennar mati brugðist of harkalega við. Hins vegar hefur hún hrósað þætti lögreglunnar í málinu. „Þetta mál er mér ekki til sóma og mér þykir það mjög leiðinlegt. Ég var búin að drekka of mikið og brást illa við þegar dyraverðir opnuðu hurðina á klósettinu, ég var dónaleg og streittist á móti. Óháð öllu öðru, var hegðun mín ekki til fyrirmyndar. Ég hef beðið hlutaðeigandi afsökunar á framkomu minni,“ segir í yfirlýsingu frá Arndís sem hún sendi á fjölmiðla síðdegis í dag. Þar segir hún jafnframt að því fylgi ábyrgð að vera kjörinn fulltrúi, og henni þyki leiðinlegt að hafa brugðist svona við. „Það eru forréttindi að vera kjörinn fulltrúi, því fylgir ábyrgð og mér þykir leitt að hafa brugðist svona við.“ Í viðtali við Vísi í gær sagði Arndís að líklega væri ástæðan fyrir handtökunni sú að hún hefði verið kjaftfor. Hún neitaði því að hafa neytt fíkniefna á salerninu. „Áfengi og kaffi eru einu fíkniefnin í mínu lífi,“ sagði hún. „Þetta er mjög undarlegt þegar allt kemur til alls. Þetta eru mjög hörð viðbrögð hjá dyravörðum, en annað er tiltölulega eðlilegt,“ sagði Björn Leví Gunnarsson, varaþingflokksformaður Pírata í samtali við Vísi í dag. Hann sagði að rætt hafi verið um málið innan þingflokksins, en taldi að það myndi ekki hafa afleiðingar. „Þetta er mjög vel útskýrt og öll málsatriði augljós og útskýranleg, nema kannski viðbrögð dyravarðanna,“ sagði hann. Þingflokkur Pírata hafði verið að skemmta sér fyrr þetta sama kvöld, nánar tiltekið fóru þau í karókí saman á Pablo Discobar við Ingólfstorg. Björn segist ekki vita til þess að aðrir úr hópi Pírata hafi farið með Arndísi Önnu á skemmtistaðinn Kíki. Sjálfur hafi hann að minnsta kosti verið farinn heim. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Píratar Næturlíf Lögreglumál Tengdar fréttir Þingmaður Pírata handtekinn á skemmtistað Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, var handtekin síðasta föstudag á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Hún segir ástæðuna vera að hún hafi verið of lengi inn á salerni staðarins. 26. nóvember 2023 14:57 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðlum síðan í gær var Arndís Anna handtekin á skemmtistaðnum um helgina. Hún á að hafa verið of lengi á salernisaðstöðu staðarins. Aðkoma lögreglu var að beiðni dyravarða, sem hún hefur áður sagt að hafi að hennar mati brugðist of harkalega við. Hins vegar hefur hún hrósað þætti lögreglunnar í málinu. „Þetta mál er mér ekki til sóma og mér þykir það mjög leiðinlegt. Ég var búin að drekka of mikið og brást illa við þegar dyraverðir opnuðu hurðina á klósettinu, ég var dónaleg og streittist á móti. Óháð öllu öðru, var hegðun mín ekki til fyrirmyndar. Ég hef beðið hlutaðeigandi afsökunar á framkomu minni,“ segir í yfirlýsingu frá Arndís sem hún sendi á fjölmiðla síðdegis í dag. Þar segir hún jafnframt að því fylgi ábyrgð að vera kjörinn fulltrúi, og henni þyki leiðinlegt að hafa brugðist svona við. „Það eru forréttindi að vera kjörinn fulltrúi, því fylgir ábyrgð og mér þykir leitt að hafa brugðist svona við.“ Í viðtali við Vísi í gær sagði Arndís að líklega væri ástæðan fyrir handtökunni sú að hún hefði verið kjaftfor. Hún neitaði því að hafa neytt fíkniefna á salerninu. „Áfengi og kaffi eru einu fíkniefnin í mínu lífi,“ sagði hún. „Þetta er mjög undarlegt þegar allt kemur til alls. Þetta eru mjög hörð viðbrögð hjá dyravörðum, en annað er tiltölulega eðlilegt,“ sagði Björn Leví Gunnarsson, varaþingflokksformaður Pírata í samtali við Vísi í dag. Hann sagði að rætt hafi verið um málið innan þingflokksins, en taldi að það myndi ekki hafa afleiðingar. „Þetta er mjög vel útskýrt og öll málsatriði augljós og útskýranleg, nema kannski viðbrögð dyravarðanna,“ sagði hann. Þingflokkur Pírata hafði verið að skemmta sér fyrr þetta sama kvöld, nánar tiltekið fóru þau í karókí saman á Pablo Discobar við Ingólfstorg. Björn segist ekki vita til þess að aðrir úr hópi Pírata hafi farið með Arndísi Önnu á skemmtistaðinn Kíki. Sjálfur hafi hann að minnsta kosti verið farinn heim. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Píratar Næturlíf Lögreglumál Tengdar fréttir Þingmaður Pírata handtekinn á skemmtistað Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, var handtekin síðasta föstudag á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Hún segir ástæðuna vera að hún hafi verið of lengi inn á salerni staðarins. 26. nóvember 2023 14:57 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Þingmaður Pírata handtekinn á skemmtistað Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, var handtekin síðasta föstudag á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Hún segir ástæðuna vera að hún hafi verið of lengi inn á salerni staðarins. 26. nóvember 2023 14:57