Gjaldskrárhækkanir í óþökk allra Orri Páll Jóhannsson skrifar 1. desember 2023 08:31 Hafísinn, sem þjóðskáldið kallaði landsins forna fjanda, kemst ekki í hálfkvisti við þann þráláta og að því er virðist landlæga vanda sem verðbólgan er. Við henni eru til ýmsar aðgerðir, engar góðar eða skemmtilegar og má þar telja aðhald í öllum rekstri og stýrivaxtahækkanir sem hafa dunið á fólki undanfarin ár. Og nú hefur ný ókind bæst í hóp óskemmtilegra aðgerða Þó jákvætt megi telja að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25% við síðustu stýrivaxtahækkun verður því ekki neitað að mörg okkar hefðu viljað sjá lækkun stýrivaxta eftir sífelldar hækkanir undanfarna mánuði. Það er þó vart annað hægt en að sýna ákvörðuninni skilning því það er brýnasta mál efnahagsstjórnarinnar að ná niður verðbólgunni. Hún bítur okkur öll en þó mest þau efnaminni í samfélaginu. Ríkisstjórnin hefur lagt höfuðáherslu á að tryggja að ríkisfjármálin og þau verkfæri sem Seðlabankinn hefur vinni saman til að reyna að ná fram því markmiði að koma á efnahagslegum stöðugleika. Í tekjubandorminum svokallaða sem fylgir fjárlagafrumvarpinu er til að mynda lagt upp með 3,5% hækkun á svonefndum krónutölusköttum í samræmi við forsendur tekjuáætlunar fjárlagafrumvarpsins. Miðað við verðbólgu er þetta í raun skattalækkun sem er eingöngu til þess hugsuð að styðja við hagstjórnina. Hér er hið opinbera að gera sitt. En óbreyttir stýrivextir og lægri skattheimta mega sín lítils þegar hvert sveitarfélagið á fætur öðru kynnir nú gjaldskrárhækkanir sínar fyrir næsta ár. Og þær hækkanir bíta sannarlega líka. Skólamáltíðir hækka um allt að 33% í sumum sveitarfélögum. Dvöl á frístundaheimilum hækkar og hressingin þar líka. Það verður dýrara að fara í sund, á söfn og í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Bókasafnsskírteinin hækka hjá sumum sveitarfélögum, leikskólamáltíðir hjá öðrum. Af því berast fréttir að til standi að öll stærstu sveitarfélög landsins stefni að gjaldskrárhækkunum og hafa leiðtogar stærstu verkalýðsfélaga landsins lýst af þessu þungum áhyggjum í ljósi komandi kjaraviðræðna. Þessar hækkanir koma langverst niður á þeim sem verst standa og geta vart talist vera í ætt við félagslegt réttlæti. Til að ná niður verðbólgunni verðum við að róa í sömu átt. Farið er fram á það við almenning að hann sýni aðhald og sparnað og hið opinbera gerir sitt með raunskattalækkunum. Ég vil hvetja sveitarfélögin til að endurskoða sínar gjaldskrárhækkanir og taka í staðinn þátt í mikilvægum mótvægisaðgerðum gegn verðbólgu öllum til heilla. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Páll Jóhannsson Vinstri græn Efnahagsmál Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Hafísinn, sem þjóðskáldið kallaði landsins forna fjanda, kemst ekki í hálfkvisti við þann þráláta og að því er virðist landlæga vanda sem verðbólgan er. Við henni eru til ýmsar aðgerðir, engar góðar eða skemmtilegar og má þar telja aðhald í öllum rekstri og stýrivaxtahækkanir sem hafa dunið á fólki undanfarin ár. Og nú hefur ný ókind bæst í hóp óskemmtilegra aðgerða Þó jákvætt megi telja að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25% við síðustu stýrivaxtahækkun verður því ekki neitað að mörg okkar hefðu viljað sjá lækkun stýrivaxta eftir sífelldar hækkanir undanfarna mánuði. Það er þó vart annað hægt en að sýna ákvörðuninni skilning því það er brýnasta mál efnahagsstjórnarinnar að ná niður verðbólgunni. Hún bítur okkur öll en þó mest þau efnaminni í samfélaginu. Ríkisstjórnin hefur lagt höfuðáherslu á að tryggja að ríkisfjármálin og þau verkfæri sem Seðlabankinn hefur vinni saman til að reyna að ná fram því markmiði að koma á efnahagslegum stöðugleika. Í tekjubandorminum svokallaða sem fylgir fjárlagafrumvarpinu er til að mynda lagt upp með 3,5% hækkun á svonefndum krónutölusköttum í samræmi við forsendur tekjuáætlunar fjárlagafrumvarpsins. Miðað við verðbólgu er þetta í raun skattalækkun sem er eingöngu til þess hugsuð að styðja við hagstjórnina. Hér er hið opinbera að gera sitt. En óbreyttir stýrivextir og lægri skattheimta mega sín lítils þegar hvert sveitarfélagið á fætur öðru kynnir nú gjaldskrárhækkanir sínar fyrir næsta ár. Og þær hækkanir bíta sannarlega líka. Skólamáltíðir hækka um allt að 33% í sumum sveitarfélögum. Dvöl á frístundaheimilum hækkar og hressingin þar líka. Það verður dýrara að fara í sund, á söfn og í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Bókasafnsskírteinin hækka hjá sumum sveitarfélögum, leikskólamáltíðir hjá öðrum. Af því berast fréttir að til standi að öll stærstu sveitarfélög landsins stefni að gjaldskrárhækkunum og hafa leiðtogar stærstu verkalýðsfélaga landsins lýst af þessu þungum áhyggjum í ljósi komandi kjaraviðræðna. Þessar hækkanir koma langverst niður á þeim sem verst standa og geta vart talist vera í ætt við félagslegt réttlæti. Til að ná niður verðbólgunni verðum við að róa í sömu átt. Farið er fram á það við almenning að hann sýni aðhald og sparnað og hið opinbera gerir sitt með raunskattalækkunum. Ég vil hvetja sveitarfélögin til að endurskoða sínar gjaldskrárhækkanir og taka í staðinn þátt í mikilvægum mótvægisaðgerðum gegn verðbólgu öllum til heilla. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar