Telur óánægju aðallega bundna við slæmt aðgengi að heilbrigðisþjónustu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. desember 2023 15:41 Kristrún Frostadóttir tekur mið af samtölum sínum við landsmenn þegar hún segir að hún telji að fólk sé aðallega ósátt við slæmt aðgengi að heilbrigðisþjónustu en ekki þjónustuna sjálfa. Sú neikvæða upplifun af opinberri heilbrigðisþjónustu sem kristallast í niðurstöðum könnunar sem Prósent framkvæmdi og fréttastofa fjallaði um í morgun, koma Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, ekki mikið á óvart þó svörin séu ansi afgerandi. Meirihluta þjóðarinnar þykir illa staðið að opinberri heilbrigðisþjónustu en aðeins 28 prósent landsmanna þykja vel að henni staðið. Sextíu og þremur prósentum þykir heilbrigðisþjónustan hafa þróast til verri vegar á síðasta áratug, en aðeins tuttugu prósentum þykir hið gagnstæða. Sautján prósentum þykir opinber heilbrigðisþjónusta hafa staðið í stað á síðustu tíu árum. Óánægja með biðina en ekki endilega þjónustuna Kristrún tekur mið af þeim samtölum sem hún hefur átt við landsmenn í hringferðum flokksins um landið þegar hún lýsir sinni túlkun á niðurstöðum könnunarinnar. Hún telur að fólk sé ekki endilega ósátt við þjónustuna þegar það loksins fái hana heldur liggi óánægjan frekar í biðlistunum og skorti á aðgengi. „Fólk er mjög ánægt með starfsfólk í heilbrigðiskerfinu og veit að það hleypur mjög hratt en aðgengi er vandamál. Það tekur tíma að fá þjónustu og það er það sem fólk er óánægt með.“ Heilbrigðis-og öldrunarmálin séu algert forgangsmál. Við gáfum út núna fyrir nokkrum vikum síðan okkar áherslur til tíu ára; örugg skref í heilbrigðismálum og þar erum við að leggja fyrst og fremst áherslu á upphafsaðgengi. Að styrkja heilsugæsluna og aðgengi að heimilislæknum og heimilisteymum.“ „Þetta er auðvitað eitt stærsta einstaka mál stjórnmálanna. Þetta er ástæðan fyrir því að við settum þetta á oddinn og þetta var fyrsti stóri málaflokkurinn sem við tókum fyrir þrátt fyrir að við vitum að þetta er ekki auðveldur málaflokkur að eiga við.“ Kristrún segir flokkinn mjög meðvitaðan um verulega þurfi að bæta stöðu eldra fólks sem þurfi á mikilli aðhlynningu að halda. „Þá erum við að tala um heimahjúkrun og hjúkrunarrými vegna þess að einn helsti löstur – ef svo má segja – í heilbrigðisþjónustunni þessa dagana er að það er verið að nýta rými og starfsfólk til að sinna fólki sem á að vera á á öldrunarheimili eða hjúkrunarheimili og koma í veg fyrir að það þurfi að leggjast inn í bráðaþjónustu til að byrja með með því að sinna því í heimahjúkrun.“ Enn allt kostar þetta pening. „Við höfum bara verið hreinskilin með að það kosti peninga að fara í mikla uppbyggingu hvort sem er á hjúkrunarrýmum eða heimahjúkrun. Það kostar líka peninga að styrkja þjónustu í heilsugæslu og í lýðheilsu og til að koma í veg fyrir að við fáum innlagnir til að byrja með og það er kannski stærsti einstaki munurinn á okkur og núverandi stjórnvöldum að við erum tilbúin að leggja fjármagn þarna inn og þar verða hinar skýru pólitísku línur í næstu kosningum.“ Landspítali háskólasjúkrahús FossvogiVísir/vilhelm Konur upplifi sig stundum utangátta í kerfinu Í könnun Prósent kom í ljós að konur eru töluvert óánægðari með heilbrigðisþjónustuna en karlar. Tæplega sextíu prósent kvenna þykir þjónustan slæm og um helmingur karla. „Ég held að þetta sé í lýsandi fyrir upplifun margra kvenna, því miður, af heilbrigðisþjónustunni. Þær upplifa í sumum tilvikum að það sé ekki hlustað á þær, að þær fái greiningu seint og séu van greindar.“ Í því ljósi þurfi sérstaklega að skoða hvernig konum er sinnt og hvernig ákveðnar aðgerðir og ákveðin þjónusta sem snýr að konum í kerfinu er fjármögnuð. „Það er svona undirliggjandi tónn í mörgu því sem við höfum heyrt í Samfylkingunni, farandi í kringum landið, að konur upplifa sig stundum svolítið utan gátta í heilbrigðisþjónustunni en ég ætla að ítreka það að yfirgnæfandi meirihluti fólks sem við höfum talað við er sáttur við þjónustuna þegar hann fær hana. Það er aðgengi sem er vandamálið og við munum ekki leysa núverandi stöðu nema að fjármagna heilbrigðisþjónustuna betur.“ Ætla að fjármagna kerfið og losa um stíflur Kristrún segir að nú sé tími til kominn að fólk íhugi hvort það sé þjóðinni fyrir bestu að halda áfram á þessari braut eða hvort það vilji annan valkost í ljósi þeirra skilaboða sem lesa megi í niðurstöðu könnunar Prósents. „Við erum ekki að boða neina byltingu á einu ári, við áttum okkur á því að þetta er flókið verkefni en það þarf að fjármagna ákveðnar breytingar í heilbrigðisþjónustu, aðgengi, hjúkrunarrými og heimahjúkrun svo við getum losað um stíflur í kerfinu og svo að þjónustan sem er á spítölum og sjúkrastofnunum i landinu standi undir væntingum fólks.“ Samfylkingin Landspítalinn Heilbrigðismál Jafnréttismál Tengdar fréttir Kynna fimm markmið í heilbrigðis- og öldrunarmálum Samfylkingin hefur kynnt nýja stefnu sína í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Stefnan byggir á fimm markmiðum sem ættu að taka tvö kjörtímabil að koma í framkvæmd. 2. október 2023 15:45 54 prósent þykir illa staðið að opinberri heilbrigðisþjónustu á Íslandi Um 54 prósent þjóðarinnar þykir illa staðið að opinberri heilbrigðisþjónustu og aðeins um 28 prósent þykir vel að henni staðið. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Prósents, sem framkvæmd var dagana 9. til 22. nóvember. 1. desember 2023 08:21 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Sjá meira
Meirihluta þjóðarinnar þykir illa staðið að opinberri heilbrigðisþjónustu en aðeins 28 prósent landsmanna þykja vel að henni staðið. Sextíu og þremur prósentum þykir heilbrigðisþjónustan hafa þróast til verri vegar á síðasta áratug, en aðeins tuttugu prósentum þykir hið gagnstæða. Sautján prósentum þykir opinber heilbrigðisþjónusta hafa staðið í stað á síðustu tíu árum. Óánægja með biðina en ekki endilega þjónustuna Kristrún tekur mið af þeim samtölum sem hún hefur átt við landsmenn í hringferðum flokksins um landið þegar hún lýsir sinni túlkun á niðurstöðum könnunarinnar. Hún telur að fólk sé ekki endilega ósátt við þjónustuna þegar það loksins fái hana heldur liggi óánægjan frekar í biðlistunum og skorti á aðgengi. „Fólk er mjög ánægt með starfsfólk í heilbrigðiskerfinu og veit að það hleypur mjög hratt en aðgengi er vandamál. Það tekur tíma að fá þjónustu og það er það sem fólk er óánægt með.“ Heilbrigðis-og öldrunarmálin séu algert forgangsmál. Við gáfum út núna fyrir nokkrum vikum síðan okkar áherslur til tíu ára; örugg skref í heilbrigðismálum og þar erum við að leggja fyrst og fremst áherslu á upphafsaðgengi. Að styrkja heilsugæsluna og aðgengi að heimilislæknum og heimilisteymum.“ „Þetta er auðvitað eitt stærsta einstaka mál stjórnmálanna. Þetta er ástæðan fyrir því að við settum þetta á oddinn og þetta var fyrsti stóri málaflokkurinn sem við tókum fyrir þrátt fyrir að við vitum að þetta er ekki auðveldur málaflokkur að eiga við.“ Kristrún segir flokkinn mjög meðvitaðan um verulega þurfi að bæta stöðu eldra fólks sem þurfi á mikilli aðhlynningu að halda. „Þá erum við að tala um heimahjúkrun og hjúkrunarrými vegna þess að einn helsti löstur – ef svo má segja – í heilbrigðisþjónustunni þessa dagana er að það er verið að nýta rými og starfsfólk til að sinna fólki sem á að vera á á öldrunarheimili eða hjúkrunarheimili og koma í veg fyrir að það þurfi að leggjast inn í bráðaþjónustu til að byrja með með því að sinna því í heimahjúkrun.“ Enn allt kostar þetta pening. „Við höfum bara verið hreinskilin með að það kosti peninga að fara í mikla uppbyggingu hvort sem er á hjúkrunarrýmum eða heimahjúkrun. Það kostar líka peninga að styrkja þjónustu í heilsugæslu og í lýðheilsu og til að koma í veg fyrir að við fáum innlagnir til að byrja með og það er kannski stærsti einstaki munurinn á okkur og núverandi stjórnvöldum að við erum tilbúin að leggja fjármagn þarna inn og þar verða hinar skýru pólitísku línur í næstu kosningum.“ Landspítali háskólasjúkrahús FossvogiVísir/vilhelm Konur upplifi sig stundum utangátta í kerfinu Í könnun Prósent kom í ljós að konur eru töluvert óánægðari með heilbrigðisþjónustuna en karlar. Tæplega sextíu prósent kvenna þykir þjónustan slæm og um helmingur karla. „Ég held að þetta sé í lýsandi fyrir upplifun margra kvenna, því miður, af heilbrigðisþjónustunni. Þær upplifa í sumum tilvikum að það sé ekki hlustað á þær, að þær fái greiningu seint og séu van greindar.“ Í því ljósi þurfi sérstaklega að skoða hvernig konum er sinnt og hvernig ákveðnar aðgerðir og ákveðin þjónusta sem snýr að konum í kerfinu er fjármögnuð. „Það er svona undirliggjandi tónn í mörgu því sem við höfum heyrt í Samfylkingunni, farandi í kringum landið, að konur upplifa sig stundum svolítið utan gátta í heilbrigðisþjónustunni en ég ætla að ítreka það að yfirgnæfandi meirihluti fólks sem við höfum talað við er sáttur við þjónustuna þegar hann fær hana. Það er aðgengi sem er vandamálið og við munum ekki leysa núverandi stöðu nema að fjármagna heilbrigðisþjónustuna betur.“ Ætla að fjármagna kerfið og losa um stíflur Kristrún segir að nú sé tími til kominn að fólk íhugi hvort það sé þjóðinni fyrir bestu að halda áfram á þessari braut eða hvort það vilji annan valkost í ljósi þeirra skilaboða sem lesa megi í niðurstöðu könnunar Prósents. „Við erum ekki að boða neina byltingu á einu ári, við áttum okkur á því að þetta er flókið verkefni en það þarf að fjármagna ákveðnar breytingar í heilbrigðisþjónustu, aðgengi, hjúkrunarrými og heimahjúkrun svo við getum losað um stíflur í kerfinu og svo að þjónustan sem er á spítölum og sjúkrastofnunum i landinu standi undir væntingum fólks.“
Samfylkingin Landspítalinn Heilbrigðismál Jafnréttismál Tengdar fréttir Kynna fimm markmið í heilbrigðis- og öldrunarmálum Samfylkingin hefur kynnt nýja stefnu sína í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Stefnan byggir á fimm markmiðum sem ættu að taka tvö kjörtímabil að koma í framkvæmd. 2. október 2023 15:45 54 prósent þykir illa staðið að opinberri heilbrigðisþjónustu á Íslandi Um 54 prósent þjóðarinnar þykir illa staðið að opinberri heilbrigðisþjónustu og aðeins um 28 prósent þykir vel að henni staðið. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Prósents, sem framkvæmd var dagana 9. til 22. nóvember. 1. desember 2023 08:21 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Sjá meira
Kynna fimm markmið í heilbrigðis- og öldrunarmálum Samfylkingin hefur kynnt nýja stefnu sína í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Stefnan byggir á fimm markmiðum sem ættu að taka tvö kjörtímabil að koma í framkvæmd. 2. október 2023 15:45
54 prósent þykir illa staðið að opinberri heilbrigðisþjónustu á Íslandi Um 54 prósent þjóðarinnar þykir illa staðið að opinberri heilbrigðisþjónustu og aðeins um 28 prósent þykir vel að henni staðið. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Prósents, sem framkvæmd var dagana 9. til 22. nóvember. 1. desember 2023 08:21