Viðurkenndi að hafa „lúbarið“ samfanga sinn en dró það svo til baka Jón Þór Stefánsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 2. desember 2023 20:43 Árásin átti sér stað á fótboltavellinum við Litla-Hraun. Vísir/Vilhelm Karlmaður hlaut á dögunum þriggja mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands vegna tveggja líkamsárása sem áttu sér stað í fangelsinu Litla-Hrauni. Fyrri árásin átti sér stað í október árið 2021, og sú seinni í nóvember 2022. Maðurinn hafði áður hlotið 18 dóma fyrir refsiverða háttsemi. Maðurinn játaði að hafa framið fyrri árásina, þar sem honum var gefið að sök að hafa slegið annan mann í andlitið við verslun í fangelsinu. Því taldi dómurinn hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í fyrri lið ákærunnar. Seinni ákæruliðurinn sneri að árás átti sér stað við fótboltavöll á Litla-Hrauni. Maðurinn var ákærður fyrir að slá annan mann ítrekuðum hnefahöggum í andlitið, grípa í fót hans og snúa upp á hann svo hann datt úr lið. Maðurinn var sakfelldur fyrir þessi brot. Dómurinn taldi þó ekki sannað að hnefahöggin hefðu verið ítrekuð. Sagði sökina liggja hjá brotaþola Í lögregluskýrslu sagðist ákærði hafa „lúbarið“ hinn manninn, en þá átti eftir að kynna honum að hann væri með réttarstöðu sakbornings, og því var ekki litið til þess við úrvinnslu málsins. Í annarri lögregluskýrslu, sem dómurinn notaðist við, sagðist maðurinn í fyrstu ekki kannast við atvik milli sín og brotaþola. Þegar leið á skýrslutökuna hélt hann því fram að í raun hefði brotaþolinn veist að sér og hann varið sig með höggi með „flötum hnefa“ í andlit brotaþola. Við upphaf aðalmeðferðar málsins var lögð fram skýrsla fangavarðar á Litla-Hrauni, þar sem fram kom að brotaþoli hafi komið gangandi á útisvæði fangelsisins en virst átt erfitt með gang. Hann hafi bograð niður og haldið um hné sér, blóðugur í andliti. Fangavörðurinn hafi spurt brotaþola hvað hafi gerst en brotaþolinn ekki viljað svara því. Hann hafi svo farið að tala við aðra fanga og sagst ætla að drepa ákærða. „Smá löðrungur“ Hinn ákærð gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnað við aðalmeðferð málsins, frá lögreglustöðinni í Keflavík. Hann kvað lítið hafa átt sér stað þennan dag, og að hann myndi takmarkað eftir því. Hann minnti þó að brotaþoli hefði komið út og veist að honum. Því næst kvaðst ákærði hafa gengið í burtu frá brotaþola, sem hafi elt hann. Því hafi hann ákveðið að úta brotaþola frá sér „með smá löðrungi kannski“. Brotaþoli, sem sé stór og þrekinn maður, hafi verið með ógnandi tilburði við ákærða. Hann neitaði því hins vegar að hafi snúið upp á fótlegg brotaþola. Þá kvaðst maðurinn sjálfur ekki hafa verið með áverka. Þá sagði ákærði að daginn fyrir árásina sem málið snýst um hefðu þrír menn ráðist á hann, vegna þess að brotaþoli hefði verið að ljúga upp á hann, en sá hluti málsins er ekki rakinn frekar í dómnum. Þungt högg Brotaþoli í málinu bar svo við að hann hefði verið úti að ganga á fótboltavelli fangelsisins með félaga sínum. Hann hafi síðan hitt ákærða fyrir aftan varðskýlið, litið upp og aðeins til hliðar, en þá fengið „svakalega þungt högg beint í andlitið“. Brotaþoli hafi þá slegið ákærða frá sér án þess að hitta hann og ýtt honum frá sér með fætinum. Ákærði hafi þá gripið í fót brotaþola, ýtt honum upp og snúið, með þeim afleiðingum að hnéð fór úr lið. Mundi ekki eftir skýrslutökunni Við aðalmeðferð málsins var kallaður fram vitnisburður nokkurra vitna. Meðal þeirra var fanginn sem brotaþoli sagði hafa verið viðstaddan þegar árásin varð. Sá kvaðst ekki myna vel hvað gerðist, og mundi ekki hvort hann hefði séð brotaþola og ákærða slá hvorn til annars, né að ákærði hefði gripið í fót brotaþola. Þá kannaðist hann við að hafa gefið skýrslu hjá lögreglu, en ekki hvað hann hefði sagt, þar sem hann hafi verið undir áhrifum við skýrslugjöfina. Þá sagðist hann ekki muna hvort hann var í vímu þegar árásin átti sér stað, en það kæmi til greina. Þá voru einnig teknar vitnaskýrslur að læknum sem komu að málinu og fangaverði. Litið til langs sakaferils Dómari í málinu taldi nægilegar sönnur hafa verið færðar fyrir árásinni þannig að hafi væri yfir skynsamlegan vafa að ákærði hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru, ef frá væru talin hnefahöggin, sem ekki þótti sannað að hafi verið ítrekuð. Við ákvörðun refsingar mannsins var litið til þess að hann ætti nánast samfelldan sakaferil aftur til ársins 2003, hefði 18 sinnum hlotið viðurlög fyrir refsiverða háttsemi og samtals verið dæmdur í 104 mánaða fangelsi. Því var ákærði dæmdur í þriggja mánaða fangelsisdóm og gert að greiða brotaþola seinni árásarinnar 350 þúsund krónur í miskabætur, og sakarkostnað málsins sem voru rúmar 1.4 milljónir. Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Maðurinn játaði að hafa framið fyrri árásina, þar sem honum var gefið að sök að hafa slegið annan mann í andlitið við verslun í fangelsinu. Því taldi dómurinn hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í fyrri lið ákærunnar. Seinni ákæruliðurinn sneri að árás átti sér stað við fótboltavöll á Litla-Hrauni. Maðurinn var ákærður fyrir að slá annan mann ítrekuðum hnefahöggum í andlitið, grípa í fót hans og snúa upp á hann svo hann datt úr lið. Maðurinn var sakfelldur fyrir þessi brot. Dómurinn taldi þó ekki sannað að hnefahöggin hefðu verið ítrekuð. Sagði sökina liggja hjá brotaþola Í lögregluskýrslu sagðist ákærði hafa „lúbarið“ hinn manninn, en þá átti eftir að kynna honum að hann væri með réttarstöðu sakbornings, og því var ekki litið til þess við úrvinnslu málsins. Í annarri lögregluskýrslu, sem dómurinn notaðist við, sagðist maðurinn í fyrstu ekki kannast við atvik milli sín og brotaþola. Þegar leið á skýrslutökuna hélt hann því fram að í raun hefði brotaþolinn veist að sér og hann varið sig með höggi með „flötum hnefa“ í andlit brotaþola. Við upphaf aðalmeðferðar málsins var lögð fram skýrsla fangavarðar á Litla-Hrauni, þar sem fram kom að brotaþoli hafi komið gangandi á útisvæði fangelsisins en virst átt erfitt með gang. Hann hafi bograð niður og haldið um hné sér, blóðugur í andliti. Fangavörðurinn hafi spurt brotaþola hvað hafi gerst en brotaþolinn ekki viljað svara því. Hann hafi svo farið að tala við aðra fanga og sagst ætla að drepa ákærða. „Smá löðrungur“ Hinn ákærð gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnað við aðalmeðferð málsins, frá lögreglustöðinni í Keflavík. Hann kvað lítið hafa átt sér stað þennan dag, og að hann myndi takmarkað eftir því. Hann minnti þó að brotaþoli hefði komið út og veist að honum. Því næst kvaðst ákærði hafa gengið í burtu frá brotaþola, sem hafi elt hann. Því hafi hann ákveðið að úta brotaþola frá sér „með smá löðrungi kannski“. Brotaþoli, sem sé stór og þrekinn maður, hafi verið með ógnandi tilburði við ákærða. Hann neitaði því hins vegar að hafi snúið upp á fótlegg brotaþola. Þá kvaðst maðurinn sjálfur ekki hafa verið með áverka. Þá sagði ákærði að daginn fyrir árásina sem málið snýst um hefðu þrír menn ráðist á hann, vegna þess að brotaþoli hefði verið að ljúga upp á hann, en sá hluti málsins er ekki rakinn frekar í dómnum. Þungt högg Brotaþoli í málinu bar svo við að hann hefði verið úti að ganga á fótboltavelli fangelsisins með félaga sínum. Hann hafi síðan hitt ákærða fyrir aftan varðskýlið, litið upp og aðeins til hliðar, en þá fengið „svakalega þungt högg beint í andlitið“. Brotaþoli hafi þá slegið ákærða frá sér án þess að hitta hann og ýtt honum frá sér með fætinum. Ákærði hafi þá gripið í fót brotaþola, ýtt honum upp og snúið, með þeim afleiðingum að hnéð fór úr lið. Mundi ekki eftir skýrslutökunni Við aðalmeðferð málsins var kallaður fram vitnisburður nokkurra vitna. Meðal þeirra var fanginn sem brotaþoli sagði hafa verið viðstaddan þegar árásin varð. Sá kvaðst ekki myna vel hvað gerðist, og mundi ekki hvort hann hefði séð brotaþola og ákærða slá hvorn til annars, né að ákærði hefði gripið í fót brotaþola. Þá kannaðist hann við að hafa gefið skýrslu hjá lögreglu, en ekki hvað hann hefði sagt, þar sem hann hafi verið undir áhrifum við skýrslugjöfina. Þá sagðist hann ekki muna hvort hann var í vímu þegar árásin átti sér stað, en það kæmi til greina. Þá voru einnig teknar vitnaskýrslur að læknum sem komu að málinu og fangaverði. Litið til langs sakaferils Dómari í málinu taldi nægilegar sönnur hafa verið færðar fyrir árásinni þannig að hafi væri yfir skynsamlegan vafa að ákærði hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru, ef frá væru talin hnefahöggin, sem ekki þótti sannað að hafi verið ítrekuð. Við ákvörðun refsingar mannsins var litið til þess að hann ætti nánast samfelldan sakaferil aftur til ársins 2003, hefði 18 sinnum hlotið viðurlög fyrir refsiverða háttsemi og samtals verið dæmdur í 104 mánaða fangelsi. Því var ákærði dæmdur í þriggja mánaða fangelsisdóm og gert að greiða brotaþola seinni árásarinnar 350 þúsund krónur í miskabætur, og sakarkostnað málsins sem voru rúmar 1.4 milljónir.
Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira