Mál Eddu hljóti að vera einsdæmi Bjarki Sigurðsson skrifar 3. desember 2023 15:31 Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins (t.v.), hefur lagt fram fyrirspurn vegna máls Eddu Bjarkar Arnardóttur (t.h.). Vísir/Vilhelm/Magnús Hlynur Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram fyrirspurn varðandi handtöku og afhendingu á íslenskum ríkisborgurum, vegna máls Eddu Bjarkar Arnardóttur sem var nýlega framseld til Noregs. Þingmaðurinn telur að málið hljóti að vera einsdæmi. Edda Björk var úrskurðuð í mánaðarlangt gæsluvarðhald í Noregi í gær. Edda var á föstudag framseld til Noregs en hún hafði verið í haldi lögreglu hér á landi í þrjá daga. Þar er stefnt á að hún svari til saka í máli tengdu forræðisdeilu hennar við barnsföður sinn. Nú er Edda í mánaðarlöngu gæsluvarðhaldi í Telemark-kvennafangelsinu þar sem hún bíður réttarhalda. Ekki vitað hvenær réttarhöldin fara fram Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn tengda máli Eddu til dómsmálaráðherra. Hún telur mál Eddu vera fordæmalaust þar sem hún skilji ekki ákvörðun ríkissaksóknara um að afhenda hana, séu til fordæmi. „Þetta mál er þannig vaxið að íslenskur ríkisborgari er afhentur úr landi ótímabundið vegna ótilgreindra réttarhalda sem er ekki komin dagsetning á. Ég held það sé fullt tilefni til þess að við fáum að vita nákvæmlega hvernig framkvæmdin á þessu hefur verið. Hvaða skilyrði, ef einhver, hafa verið sett í gegnum tíðina, gagnvart slíkri afhendingu,“ segir Diljá Mist. Rík eftirlitsskylda Hún segir dómsmálaráðherra auðvitað ekki geta aðhafst í einstaka málum, hins vegar beri bæði ráðherra og þingmönnum skylda að hafa eftirlit með því hvort stjórnvöld fari að lögum. „Að íslenskur ríkisborgari sé afhentur með svona miklum hraða til þess að mæta við réttarhöld, því þessi tiltekni ríkisborgari hefur ekki verið dæmdur fyrir brot í þessu máli sem er til meðferðar í Noregi. Þetta hlýtur að vera einsdæmi að íslenskur ríkisborgari sé afhentur svona út í óvissuna án nokkurra skilyrða eða kvaða frá íslenska ríkinu. Þannig ég held það sé fullt tilefni til að skoða hvort þetta sé venjan, hvort svona sé meðferðin á íslenskum ríkisborgurum alla jafna. Og ef ekki, hvað þá veldur því að þetta mál fær sérstaka meðferð í kerfinu,“ segir Diljá Mist. Fjölskyldumál Noregur Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Eddu Björk hafi verið gert að tala norsku við börnin sín Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar segir ekki nóg hlustað á börnin í forsjármáli Eddu Bjarkar Arnardóttur sem framseld var til Noregs í dag. Hún gagnrýnir einnig framferði norskra yfirvalda í málum sem varða börn. Þetta og fleira ræddi hún í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag 1. desember 2023 21:28 Ekki á færi sýslumanns að láta lýsa eftir börnunum Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Sigríður Kristinsdóttir, segir það ekki á dagskrá embættisins að óska þess að lögreglan lýsi eftir börnum Eddu Bjarkar Arnardóttur. Það sé ekki á valdi embættisins. 1. desember 2023 17:11 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Edda var á föstudag framseld til Noregs en hún hafði verið í haldi lögreglu hér á landi í þrjá daga. Þar er stefnt á að hún svari til saka í máli tengdu forræðisdeilu hennar við barnsföður sinn. Nú er Edda í mánaðarlöngu gæsluvarðhaldi í Telemark-kvennafangelsinu þar sem hún bíður réttarhalda. Ekki vitað hvenær réttarhöldin fara fram Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn tengda máli Eddu til dómsmálaráðherra. Hún telur mál Eddu vera fordæmalaust þar sem hún skilji ekki ákvörðun ríkissaksóknara um að afhenda hana, séu til fordæmi. „Þetta mál er þannig vaxið að íslenskur ríkisborgari er afhentur úr landi ótímabundið vegna ótilgreindra réttarhalda sem er ekki komin dagsetning á. Ég held það sé fullt tilefni til þess að við fáum að vita nákvæmlega hvernig framkvæmdin á þessu hefur verið. Hvaða skilyrði, ef einhver, hafa verið sett í gegnum tíðina, gagnvart slíkri afhendingu,“ segir Diljá Mist. Rík eftirlitsskylda Hún segir dómsmálaráðherra auðvitað ekki geta aðhafst í einstaka málum, hins vegar beri bæði ráðherra og þingmönnum skylda að hafa eftirlit með því hvort stjórnvöld fari að lögum. „Að íslenskur ríkisborgari sé afhentur með svona miklum hraða til þess að mæta við réttarhöld, því þessi tiltekni ríkisborgari hefur ekki verið dæmdur fyrir brot í þessu máli sem er til meðferðar í Noregi. Þetta hlýtur að vera einsdæmi að íslenskur ríkisborgari sé afhentur svona út í óvissuna án nokkurra skilyrða eða kvaða frá íslenska ríkinu. Þannig ég held það sé fullt tilefni til að skoða hvort þetta sé venjan, hvort svona sé meðferðin á íslenskum ríkisborgurum alla jafna. Og ef ekki, hvað þá veldur því að þetta mál fær sérstaka meðferð í kerfinu,“ segir Diljá Mist.
Fjölskyldumál Noregur Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Eddu Björk hafi verið gert að tala norsku við börnin sín Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar segir ekki nóg hlustað á börnin í forsjármáli Eddu Bjarkar Arnardóttur sem framseld var til Noregs í dag. Hún gagnrýnir einnig framferði norskra yfirvalda í málum sem varða börn. Þetta og fleira ræddi hún í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag 1. desember 2023 21:28 Ekki á færi sýslumanns að láta lýsa eftir börnunum Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Sigríður Kristinsdóttir, segir það ekki á dagskrá embættisins að óska þess að lögreglan lýsi eftir börnum Eddu Bjarkar Arnardóttur. Það sé ekki á valdi embættisins. 1. desember 2023 17:11 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Eddu Björk hafi verið gert að tala norsku við börnin sín Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar segir ekki nóg hlustað á börnin í forsjármáli Eddu Bjarkar Arnardóttur sem framseld var til Noregs í dag. Hún gagnrýnir einnig framferði norskra yfirvalda í málum sem varða börn. Þetta og fleira ræddi hún í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag 1. desember 2023 21:28
Ekki á færi sýslumanns að láta lýsa eftir börnunum Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Sigríður Kristinsdóttir, segir það ekki á dagskrá embættisins að óska þess að lögreglan lýsi eftir börnum Eddu Bjarkar Arnardóttur. Það sé ekki á valdi embættisins. 1. desember 2023 17:11