Menning og fjárlög Jódís Skúladóttir skrifar 5. desember 2023 08:00 Við sem erum utan af landi vitum hvað aðgengi að menningu er mikilvægur þáttur þess að lifa í frjálsu og góðu samfélagi. Listir og menning efla félagsleg samskipti ólíkra einstaklinga og hópa, styrkja þekkingarleit og nýsköpun í samfélaginu auk þess sem blómlegt menningarlíf dregur úr hættu á félagslegri og menningarlegri einangrun og eykur hamingju og vellíðan. Þetta er einkar mikilvægt á landsbyggðinni þar sem lífleg menningarstarfsemi sem vel er hlúð að verður oft lífæð samfélagsins í félagslegu tilliti. Um þennan þátt samfélagsins er mikilvægt að standa vörð. Í störfum mínum í fjárlaganefnd Alþingis hef ég séð fjölmargar óskir um styrkveitingar innan þessa málefnasviðs meðal annars frá smærri söfnum og öðrum menningarstofnunum víða um land. Staðbundnar menningarstofnanir svo sem söfn og listasetur eru ekki síður mikilvægur hluti af samfélögum á landsbyggðinni en aðrir þættir sem snúa að veraldlegri þörfum. Söfnun, skráning, varðveisla, rannsóknir og miðlun eru allt mikilvægir þættir þegar kemur að menningararfinum en ekki síður að sjálfsmynd samfélaga og upplifun íbúa og gesta á svæðisbundinni sögu og menningu. Í hinu stóra samhengi er kannski ekki um stórkostlegar fjárhæðir að ræða en þær geta skipt sköpum í rekstri safna og menningarstofnana að ótöldum oft óvæntum atvinnutækifærum og afleiddum áhrifum á skapandi greinar sem njóta góðs af slíkum fjárveitingum. Til mikils er að vinna að gefa bæði heimafólki og gestum innsýn í mikilvæga sögu og menningu lands og þjóðar. Við hjá Vinstri hreyfingunni grænu framboði höfum lagt áherslu á mikilvægi fjölbreytts og öflugs menningarlífs um allt land og þýðingu þess að styrkja menningarstarfsemi víða um land með það að markmiði að stuðla að jafnara aðgengi allra landsmanna að listum og menningu. Fjölbreytt menning styrkir íslenskt samfélag og er þáttur í lífsgæðum í landinu. Öflug menningarstarfsemi á landsbyggðinni styður við byggðastefnu stjórnvalda og gerir hinar dreifðu byggðir landsins að fýsilegri búsetukosti með líflegum samfélögum og fjölbreyttum tækifærum. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðurlandskjördæmi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Vinstri græn Menning Byggðamál Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Sjá meira
Við sem erum utan af landi vitum hvað aðgengi að menningu er mikilvægur þáttur þess að lifa í frjálsu og góðu samfélagi. Listir og menning efla félagsleg samskipti ólíkra einstaklinga og hópa, styrkja þekkingarleit og nýsköpun í samfélaginu auk þess sem blómlegt menningarlíf dregur úr hættu á félagslegri og menningarlegri einangrun og eykur hamingju og vellíðan. Þetta er einkar mikilvægt á landsbyggðinni þar sem lífleg menningarstarfsemi sem vel er hlúð að verður oft lífæð samfélagsins í félagslegu tilliti. Um þennan þátt samfélagsins er mikilvægt að standa vörð. Í störfum mínum í fjárlaganefnd Alþingis hef ég séð fjölmargar óskir um styrkveitingar innan þessa málefnasviðs meðal annars frá smærri söfnum og öðrum menningarstofnunum víða um land. Staðbundnar menningarstofnanir svo sem söfn og listasetur eru ekki síður mikilvægur hluti af samfélögum á landsbyggðinni en aðrir þættir sem snúa að veraldlegri þörfum. Söfnun, skráning, varðveisla, rannsóknir og miðlun eru allt mikilvægir þættir þegar kemur að menningararfinum en ekki síður að sjálfsmynd samfélaga og upplifun íbúa og gesta á svæðisbundinni sögu og menningu. Í hinu stóra samhengi er kannski ekki um stórkostlegar fjárhæðir að ræða en þær geta skipt sköpum í rekstri safna og menningarstofnana að ótöldum oft óvæntum atvinnutækifærum og afleiddum áhrifum á skapandi greinar sem njóta góðs af slíkum fjárveitingum. Til mikils er að vinna að gefa bæði heimafólki og gestum innsýn í mikilvæga sögu og menningu lands og þjóðar. Við hjá Vinstri hreyfingunni grænu framboði höfum lagt áherslu á mikilvægi fjölbreytts og öflugs menningarlífs um allt land og þýðingu þess að styrkja menningarstarfsemi víða um land með það að markmiði að stuðla að jafnara aðgengi allra landsmanna að listum og menningu. Fjölbreytt menning styrkir íslenskt samfélag og er þáttur í lífsgæðum í landinu. Öflug menningarstarfsemi á landsbyggðinni styður við byggðastefnu stjórnvalda og gerir hinar dreifðu byggðir landsins að fýsilegri búsetukosti með líflegum samfélögum og fjölbreyttum tækifærum. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðurlandskjördæmi eystra.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar