Sendiherra sakaður um að njósna fyrir Kúbu Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2023 23:52 Manuel Rocha var meðal annars leiddur í gildru af starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna. AP/Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna Manuel Rocha, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Bólivíu, hefur verið ákærður fyrir að hafa njósnað fyrir leyniþjónustu Kommúnistaflokksins á Kúbu. Hann er sakaður um að hafa njósnað fyrir Kúbumenn í áratugi eða allt frá árinu 1981. Rocha, sem er 73 ára gamall, er meðal annars sagður hafa fundað með útsendurum leyniþjónustu Kúbu og sagt bandarískum embættismönnum lygar um ferðalög sín og samskipti við erlenda aðila. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að bandarískir embættismenn hafi sagt að leyniþjónusta Kúbu hafi lengi lagt mikið púður í það að „snúa“ embættismönnum. Starfsmenn leyniþjónustunnar hafa í gegnum árin verið sagðir góðir í sínum störfum. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna er haft eftir Merrick Garland, dómsmálaráðherra, að um sé að ræða eitthvað versta tilvik njósna í sögu Bandaríkjanna. Fáir jafn hátt settir hafi njósnað gegn Bandaríkjunum og í jafn langan tíma og Rocha. „Við höldum því fram að í meira en fjörutíu ár hafi Victor Manuel Rocha starfað sem útsendari ríkisstjórnar Kúbu og leitað að og fengið störf innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna sem veittu honum aðgang að leynilegum upplýsingum og aðstæður til að hafa áhrif á utanríkisstefnu bandaríkjanna,“ segir Garland. Hann segir að glæpum Rocha verði mætt af fullum mætti dómsmálaráðuneytisins. Starfaði lengi í utanríkisráðuneytinu Rocha er bandarískur ríkisborgari en er upprunalega frá Kólumbíu. Hann starfaði hjá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna frá 1981 til 2002. Á þeim tíma var hann meðal annars hæst setti erindreki Bandaríkjanna í Argentínu og sendiherra í Bólivíu. Þegar hann var sendiherra í Bólivíu vakti hann mikla reiði þar þegar hann lýsti því yfir að Bandaríkin myndu láta af fjárhagslegri aðstoð við ríkið ef hinn vinstri sinnaði fyrrverandi kókaínframleiðandi, Evo Morales, yrði kjörinn forseti. Þetta vakti mikla reiði í Bólivíu, samkvæmt AP, og er talið að ummælin hafi gefið Morales byr undir báða vængi. Þegar hann var síðan kjörinn forseti nokkrum árum síðar var hann fljótur að vísa arftaka Rocha úr landi. Rocha starfaði einnig á Ítalíu, í Hondúras, Mexíkó og í Dóminíska lýðveldinu. Þá var hann sérfræðingur þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna í málefnum Suður-Ameríku um tíma. Eftir að hann hætti að vinna fyrir utanríkisráðuneytið er hann sakaður um að hafa stutt Kúbumenn með öðrum hætti. Hann var til að mynda sérstakur ráðgjafi yfirstjórnar Bandaríkjahers í suðri, þess hluta hersins sem starfar meðal annars í Karíbahafinu, frá 2006 til 2012. Sagðist hafa sannað sig 1973 Ráðuneytið hefur ekki sagt hvernig njósnaferill Rocha á að hafa byrjað eða hvort hann hafi lekið mikilvægum upplýsingum, ef einhverjum, til Kúbumanna. Ákæran gegn Rocha byggir á orðun hans til útsendara Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), sem þóttist vera kúbverskur njósnari og hitti Rocha reglulega á einu ári. Starfsmenn FBI komu höndum yfir upplýsingar um tengsl Rocha við Kúbu í fyrra og hófst í kjölfarið leynileg aðgerð þar sem áðurnefndur útsendari þóttist vera njósnari og boðaði Rocha á fund og í kjölfarið urðu fundirnir fleiri. Á þessum fundum er Rocha sagður hafa stært sig af störfum sínum fyrir Kúbu á undanförnum fjörutíu árum. Hann sagðist einnig hafa sannað hollustu sína fyrst í Chile árið 1973, sama ár og Augusto Pinochet tók þar völdin. Saksóknarar segja Rocha hafa beitt klassískum brögðum til að komast hjá því að upp um hann kæmist. Þessi brögð mun hann hafa lært af Kúbumönnum. Bandaríkin Kúba Bólivía Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Sjá meira
Rocha, sem er 73 ára gamall, er meðal annars sagður hafa fundað með útsendurum leyniþjónustu Kúbu og sagt bandarískum embættismönnum lygar um ferðalög sín og samskipti við erlenda aðila. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að bandarískir embættismenn hafi sagt að leyniþjónusta Kúbu hafi lengi lagt mikið púður í það að „snúa“ embættismönnum. Starfsmenn leyniþjónustunnar hafa í gegnum árin verið sagðir góðir í sínum störfum. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna er haft eftir Merrick Garland, dómsmálaráðherra, að um sé að ræða eitthvað versta tilvik njósna í sögu Bandaríkjanna. Fáir jafn hátt settir hafi njósnað gegn Bandaríkjunum og í jafn langan tíma og Rocha. „Við höldum því fram að í meira en fjörutíu ár hafi Victor Manuel Rocha starfað sem útsendari ríkisstjórnar Kúbu og leitað að og fengið störf innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna sem veittu honum aðgang að leynilegum upplýsingum og aðstæður til að hafa áhrif á utanríkisstefnu bandaríkjanna,“ segir Garland. Hann segir að glæpum Rocha verði mætt af fullum mætti dómsmálaráðuneytisins. Starfaði lengi í utanríkisráðuneytinu Rocha er bandarískur ríkisborgari en er upprunalega frá Kólumbíu. Hann starfaði hjá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna frá 1981 til 2002. Á þeim tíma var hann meðal annars hæst setti erindreki Bandaríkjanna í Argentínu og sendiherra í Bólivíu. Þegar hann var sendiherra í Bólivíu vakti hann mikla reiði þar þegar hann lýsti því yfir að Bandaríkin myndu láta af fjárhagslegri aðstoð við ríkið ef hinn vinstri sinnaði fyrrverandi kókaínframleiðandi, Evo Morales, yrði kjörinn forseti. Þetta vakti mikla reiði í Bólivíu, samkvæmt AP, og er talið að ummælin hafi gefið Morales byr undir báða vængi. Þegar hann var síðan kjörinn forseti nokkrum árum síðar var hann fljótur að vísa arftaka Rocha úr landi. Rocha starfaði einnig á Ítalíu, í Hondúras, Mexíkó og í Dóminíska lýðveldinu. Þá var hann sérfræðingur þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna í málefnum Suður-Ameríku um tíma. Eftir að hann hætti að vinna fyrir utanríkisráðuneytið er hann sakaður um að hafa stutt Kúbumenn með öðrum hætti. Hann var til að mynda sérstakur ráðgjafi yfirstjórnar Bandaríkjahers í suðri, þess hluta hersins sem starfar meðal annars í Karíbahafinu, frá 2006 til 2012. Sagðist hafa sannað sig 1973 Ráðuneytið hefur ekki sagt hvernig njósnaferill Rocha á að hafa byrjað eða hvort hann hafi lekið mikilvægum upplýsingum, ef einhverjum, til Kúbumanna. Ákæran gegn Rocha byggir á orðun hans til útsendara Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), sem þóttist vera kúbverskur njósnari og hitti Rocha reglulega á einu ári. Starfsmenn FBI komu höndum yfir upplýsingar um tengsl Rocha við Kúbu í fyrra og hófst í kjölfarið leynileg aðgerð þar sem áðurnefndur útsendari þóttist vera njósnari og boðaði Rocha á fund og í kjölfarið urðu fundirnir fleiri. Á þessum fundum er Rocha sagður hafa stært sig af störfum sínum fyrir Kúbu á undanförnum fjörutíu árum. Hann sagðist einnig hafa sannað hollustu sína fyrst í Chile árið 1973, sama ár og Augusto Pinochet tók þar völdin. Saksóknarar segja Rocha hafa beitt klassískum brögðum til að komast hjá því að upp um hann kæmist. Þessi brögð mun hann hafa lært af Kúbumönnum.
Bandaríkin Kúba Bólivía Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Sjá meira