Ógn og öryggi í Vesturbæ Halla Helgadóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir og Auður Karítas Ásgeirsdóttir skrifa 5. desember 2023 11:00 Íbúar á Íslandi og í Reykjavík búa við þau miklu, en alls ekki sjálfsögðu, lífsgæði að hér ríkir öryggi, traust, jafnræði, frelsi og ekki síst sakleysi. Þessi gæði eru mikill auður sem við verðum öll að standa vörð um. Bandaríska sendiráðið hefur sótt um leyfi til Reykjavíkurborgar til að ráðast í miklar breytingar á húsi við Sólvallagötu 14 sem fjöldi íbúa í Vesturbæ og víðar í borginni hafa áhyggjur af. Íbúar draga í efa að starfsemin sem fara á fram í húsinu flokkist undir heimilisrekstur í ljósi umfangs og eðlis þeirra öryggisvarna sem fyrirhugaðar eru. Breytingarnar sem sótt er um munu hafa óafturkræf áhrif á hverfisanda, öryggi, traust og jafnræði, auk þess sem þær munu vega að friðhelgi einkalífs nágranna, verði þær samþykktar. Kjarni málsins er að starfsemin sem fara á fram í húsinu fellur alls ekki að friðsælu og þéttbýlu íbúðahverfi. Bandaríska sendiráðið telur þörf á miklum og áberandi öryggisvörnum til að verjast aðsteðjandi vá. Það er í sjálfu sér ógn við aðra íbúa, hverfið allt og fullgild rök til að leyfa alls ekki breytingarnar: Aðstaða fyrir varðmenn við húsið. Sólarhringsviðvera varðmanna á lóð hússins, sem kunna að verða vopnaðir. Hvíldaraðstaða fyrir varðmenn í aukahæð sem byggja á ofan á bílskúr á lóðinni. Framkvæmd sem hefur slæmt fordæmisgildi og yrði aldrei leyfð öðrum íbúum. Hátt öryggisstálgrindverk í kring um lóðina sem mun breyta varanlega ásýnd og anda hverfisins. Yfirgnæfandi líkur á að öryggiskröfur sendiráðsins kalli síðar á frekari mannvirki og öryggisvörslu. Greinilegt er af fyrirhuguðum öryggisviðbúnaði að talið er að sendiherra og bústaðnum sé ógnað á þessum stað, sem er í þéttri, friðsælli íbúðabyggð. Þess vegna er eðlilegast að Reykjavíkurborg aðstoði fulltrúa sendiráðsins við að finna farsæla lausn, sem tryggir sendiherranum öryggi, án þess að skerða öryggi og lífsgæði annarra. Miðað við þessar kröfur til öryggisviðbúnaðar verður það best gert með því að finna stað þar sem almennir borgarar verða hvorki fyrir ónæði né ógn af starfsemi í bústað sendiherrans. Það var íbúum hverfisins ákveðinn léttir að umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar um fyrirhugaðar breytingar á húsi og lóð mælir gegn því að heimila byggingu vakthúss fremst á lóð Sólvallagötu 14, enda fjarstæðukennd framkvæmd í íbúðahverfi. En það veldur vonbrigðum að umsögnin er ekki afgerandi gagnvart heildaráhrifum breytinganna. Ekkert mat er lagt á þá ógn og ónæði sem af starfsemi sendiherrabústaðarins getur stafað né alvarleg áhrif á öryggi íbúa, almennra borgara og hverfisanda. Það vekur ugg að ekki sé horft á alvarleika málsins í heild og að skipulagsfulltrúi borgarinnar virðist ekki skoða heildstætt áhrif þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru á lóðinni sem tengjast öryggisvörnum. Áformaðar breytingar á húsi og lóð vegna sendiherrabústaðarins eru bæði það umfangsmiklar og þess eðlis að meta þarf hvort starfsemi sem kallar á þennan viðbúnað falli yfir höfuð að íbúðabyggð. Húsið er mjög áberandi og inni í miðju hverfinu þar sem garðurinn snýr fram í götuna og allar breytingar verða mjög sýnilegar. Hverfið er friðsælt íbúðahverfi, þar sem fólk býr mun þéttar en virðist við fyrstu sýn, fjöldi barna er á ferð og úti að leika sér og fjölskyldur telja sig fullkomlega öruggar. Landakotsskóli er steinsnar frá húsinu með hátt í 400 nemendur á aldrinum 5-16 ára af öllum þjóðernum. Hússtjórnarskólinn er við hliðina á húsinu og hjúkrunarheimilið Grund með um 200 íbúa rétt hjá. Verslunin Kjötborg er skammt frá og dregur að sér fólk víða að, oft einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Landakotsspítali er handan túnsins og Landakotskirkja er fjölsótt af fjölþjóðlegum hópi. Það er því fjölmennur og fjölbreyttur hópur fólks sem heldur til og leggur leið sína um hverfið. Reykjavík er friðsæl borg og ásýnd hennar í samræmi við það. Borgaryfirvöld verða að gæta hagsmuna borgarbúa og standa vörð um öryggi þeirra, traust og sakleysi. Fulltrúar íbúa hverfisins, Halla HelgadóttirSigríður MagnúsdóttirÁsdís Hlökk TheodórsdóttirAuður Karítas Ásgeirsdóttir Þann 30. nóvember síðastliðinn var tölvupóstur þessa efnis sendur á alla borgarfulltrúa og embættismenn umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar auk Íbúaráðs Vesturbæjar, en um 80 íbúar úr hverfinu skrifuðu undir bréfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Helgadóttir Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Sendiráð á Íslandi Skipulag Reykjavík Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir,Dóra Björk Jóhannsdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Íbúar á Íslandi og í Reykjavík búa við þau miklu, en alls ekki sjálfsögðu, lífsgæði að hér ríkir öryggi, traust, jafnræði, frelsi og ekki síst sakleysi. Þessi gæði eru mikill auður sem við verðum öll að standa vörð um. Bandaríska sendiráðið hefur sótt um leyfi til Reykjavíkurborgar til að ráðast í miklar breytingar á húsi við Sólvallagötu 14 sem fjöldi íbúa í Vesturbæ og víðar í borginni hafa áhyggjur af. Íbúar draga í efa að starfsemin sem fara á fram í húsinu flokkist undir heimilisrekstur í ljósi umfangs og eðlis þeirra öryggisvarna sem fyrirhugaðar eru. Breytingarnar sem sótt er um munu hafa óafturkræf áhrif á hverfisanda, öryggi, traust og jafnræði, auk þess sem þær munu vega að friðhelgi einkalífs nágranna, verði þær samþykktar. Kjarni málsins er að starfsemin sem fara á fram í húsinu fellur alls ekki að friðsælu og þéttbýlu íbúðahverfi. Bandaríska sendiráðið telur þörf á miklum og áberandi öryggisvörnum til að verjast aðsteðjandi vá. Það er í sjálfu sér ógn við aðra íbúa, hverfið allt og fullgild rök til að leyfa alls ekki breytingarnar: Aðstaða fyrir varðmenn við húsið. Sólarhringsviðvera varðmanna á lóð hússins, sem kunna að verða vopnaðir. Hvíldaraðstaða fyrir varðmenn í aukahæð sem byggja á ofan á bílskúr á lóðinni. Framkvæmd sem hefur slæmt fordæmisgildi og yrði aldrei leyfð öðrum íbúum. Hátt öryggisstálgrindverk í kring um lóðina sem mun breyta varanlega ásýnd og anda hverfisins. Yfirgnæfandi líkur á að öryggiskröfur sendiráðsins kalli síðar á frekari mannvirki og öryggisvörslu. Greinilegt er af fyrirhuguðum öryggisviðbúnaði að talið er að sendiherra og bústaðnum sé ógnað á þessum stað, sem er í þéttri, friðsælli íbúðabyggð. Þess vegna er eðlilegast að Reykjavíkurborg aðstoði fulltrúa sendiráðsins við að finna farsæla lausn, sem tryggir sendiherranum öryggi, án þess að skerða öryggi og lífsgæði annarra. Miðað við þessar kröfur til öryggisviðbúnaðar verður það best gert með því að finna stað þar sem almennir borgarar verða hvorki fyrir ónæði né ógn af starfsemi í bústað sendiherrans. Það var íbúum hverfisins ákveðinn léttir að umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar um fyrirhugaðar breytingar á húsi og lóð mælir gegn því að heimila byggingu vakthúss fremst á lóð Sólvallagötu 14, enda fjarstæðukennd framkvæmd í íbúðahverfi. En það veldur vonbrigðum að umsögnin er ekki afgerandi gagnvart heildaráhrifum breytinganna. Ekkert mat er lagt á þá ógn og ónæði sem af starfsemi sendiherrabústaðarins getur stafað né alvarleg áhrif á öryggi íbúa, almennra borgara og hverfisanda. Það vekur ugg að ekki sé horft á alvarleika málsins í heild og að skipulagsfulltrúi borgarinnar virðist ekki skoða heildstætt áhrif þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru á lóðinni sem tengjast öryggisvörnum. Áformaðar breytingar á húsi og lóð vegna sendiherrabústaðarins eru bæði það umfangsmiklar og þess eðlis að meta þarf hvort starfsemi sem kallar á þennan viðbúnað falli yfir höfuð að íbúðabyggð. Húsið er mjög áberandi og inni í miðju hverfinu þar sem garðurinn snýr fram í götuna og allar breytingar verða mjög sýnilegar. Hverfið er friðsælt íbúðahverfi, þar sem fólk býr mun þéttar en virðist við fyrstu sýn, fjöldi barna er á ferð og úti að leika sér og fjölskyldur telja sig fullkomlega öruggar. Landakotsskóli er steinsnar frá húsinu með hátt í 400 nemendur á aldrinum 5-16 ára af öllum þjóðernum. Hússtjórnarskólinn er við hliðina á húsinu og hjúkrunarheimilið Grund með um 200 íbúa rétt hjá. Verslunin Kjötborg er skammt frá og dregur að sér fólk víða að, oft einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Landakotsspítali er handan túnsins og Landakotskirkja er fjölsótt af fjölþjóðlegum hópi. Það er því fjölmennur og fjölbreyttur hópur fólks sem heldur til og leggur leið sína um hverfið. Reykjavík er friðsæl borg og ásýnd hennar í samræmi við það. Borgaryfirvöld verða að gæta hagsmuna borgarbúa og standa vörð um öryggi þeirra, traust og sakleysi. Fulltrúar íbúa hverfisins, Halla HelgadóttirSigríður MagnúsdóttirÁsdís Hlökk TheodórsdóttirAuður Karítas Ásgeirsdóttir Þann 30. nóvember síðastliðinn var tölvupóstur þessa efnis sendur á alla borgarfulltrúa og embættismenn umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar auk Íbúaráðs Vesturbæjar, en um 80 íbúar úr hverfinu skrifuðu undir bréfið.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun