Áfram verði „stórt gat“ í rekstri fjölmargra bænda Lovísa Arnardóttir skrifar 6. desember 2023 09:09 Steinþór Arnarson er formaður Samtaka ungra bænda. Aðsend Samtök ungra bænda segja aðgerðir ráðherra til að mæta efnahagsvanda bænda ekki nægjanlegar. Í yfirlýsingu fagna samtökin aðgerðunum en segja að þótt þeim væri öllum hrint í framkvæmd sé ljóst að „áfram verði stórt gat í rekstri fjölmargra bænda“. Bændasamtökin taka undir þetta. Þeir muni áfram þurfa að drýgja tekjur sínar með aukavinnu utan búskaps. „Með tilheyrandi fórnarkostnaði gagnvart fjölskyldulífi sínu og frítíma. Við slíkar aðstæður er illt að búa.“ Tillögurnar byggja á vinnu starfshóps þriggja ráðuneyta og voru kynntar í gær. Þær eru alls fimm og varða ýmis konar viðbótarstuðning til bænda. Áætlað er að greiða samanlagt 1,6 milljarð til 982 bænda fyrir árslok 2023. Samtökin segja í yfirlýsingu fyrir unga bændur skipti tillögur hópsins miklu máli en samtökin hafa síðustu vikur ítrekað bent á erfiða stöðu ungra bænda og hafa sagt það nánast ómögulegt að búast við nýliðun í greininni. „Fyrir unga bændur skipta tillögur hópsins um nýliðunarstuðning auðvitað miklu máli. Þær eru mikilvæg skref í áttina að því að leiðrétta þá erfiðu stöðu ungra bænda sem hafa hafið búskap á síðustu árum og munu þær tryggja íslenskum sveitum líf til lengri framtíðar,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Þau segja miklu muna um fjárhagslegan stuðning auk þess sem hann sé almenn viður viðurkenning á því að „þjóðin þurfi á ungu fólki að halda til þess að standa vörð um áframhaldandi fæðuöryggi sitt og framleiðslu fyrsta flokks matvæla við skilyrði sem væntanlega eru hvergi í heiminum betri en einmitt á Íslandi.“ Myndin er tekin á baráttufundi Samtaka ungra bænda sem haldinn var í haust. Samtök ungra bænda Þá segir í yfirlýsingunni það muni einnig miklu um tillögur sem taka á miklum skuldum eða þar sem hefur verið langvarandi afkomubrestur. „Þannig munar mikið um áherslu á greiðslur út á fjárfestingastuðning í því vaxtaumhverfi sem við búum við til viðbótar við þann hraða í afborgunum sem almennt hefur verið krafist. Býlisstuðningur til sauðfjárbænda og tillögur um stuðning til nautgripabænda með holdagripi eru einnig á meðal mikilvægra atriða í tillögum hópsins.“ Bændasamtökin hafa áhyggjur Bændasamtökin fagna á heimasíðu sinni greiningu ráðuneytanna á stöðu mála. Sameiginlegur skilningur muni hjálpa til við næstu skref í samtalinu. Aftur á móti hafa samtökin áhyggjur af því að aðgerðirnar dugi skammt. „Þá eru stórir hópar bænda sem ekki njóta þessara aðgerða og eru það bæði vonbrigði og mikið áhyggjuefni. Verður að velta því upp hvort skynsamlegt hefði verið fyrir stjórnvöld að eiga þetta samtal við Bændasamtökin, sem fara með fyrirsvar fyrir bændur lögum samkvæmt. Margir bændur eru til að mynda skuldsettir vegna fjárfestinga sem tengjast hagræðingu sem stjórnvöld hafa krafist, bæði á grundvelli lægri framlaga til búvörusamninga og á grundvelli lögbundinna kvaða.“ Rétt sé að líta fram á veginn. „Niðurstöður ráðuneytisstjórahópsins ríma við greiningar Bændasamtakanna og er því kominn góður grunnur að samtali við stjórnvöld um endurskoðun búvörusamninga. Bændur treysta því að þeirri vinnu verði fram haldið strax í næstu viku enda ljóst að bændur eru með miklar væntingar til viðbótaraðgerða á stærri skala með endurskoðun samninganna. Á þeim vettvangi verða stjórnvöld meðal annars að leiðrétta tollvernd landbúnaðarafurða og uppfylla lögbundnar skyldur sínar um kjör bænda en þau eru óásættanleg eins og fram kemur í vinnu ráðuneytisstjórahópsins.“ Landbúnaður Matvælaframleiðsla Byggðamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Þeir muni áfram þurfa að drýgja tekjur sínar með aukavinnu utan búskaps. „Með tilheyrandi fórnarkostnaði gagnvart fjölskyldulífi sínu og frítíma. Við slíkar aðstæður er illt að búa.“ Tillögurnar byggja á vinnu starfshóps þriggja ráðuneyta og voru kynntar í gær. Þær eru alls fimm og varða ýmis konar viðbótarstuðning til bænda. Áætlað er að greiða samanlagt 1,6 milljarð til 982 bænda fyrir árslok 2023. Samtökin segja í yfirlýsingu fyrir unga bændur skipti tillögur hópsins miklu máli en samtökin hafa síðustu vikur ítrekað bent á erfiða stöðu ungra bænda og hafa sagt það nánast ómögulegt að búast við nýliðun í greininni. „Fyrir unga bændur skipta tillögur hópsins um nýliðunarstuðning auðvitað miklu máli. Þær eru mikilvæg skref í áttina að því að leiðrétta þá erfiðu stöðu ungra bænda sem hafa hafið búskap á síðustu árum og munu þær tryggja íslenskum sveitum líf til lengri framtíðar,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Þau segja miklu muna um fjárhagslegan stuðning auk þess sem hann sé almenn viður viðurkenning á því að „þjóðin þurfi á ungu fólki að halda til þess að standa vörð um áframhaldandi fæðuöryggi sitt og framleiðslu fyrsta flokks matvæla við skilyrði sem væntanlega eru hvergi í heiminum betri en einmitt á Íslandi.“ Myndin er tekin á baráttufundi Samtaka ungra bænda sem haldinn var í haust. Samtök ungra bænda Þá segir í yfirlýsingunni það muni einnig miklu um tillögur sem taka á miklum skuldum eða þar sem hefur verið langvarandi afkomubrestur. „Þannig munar mikið um áherslu á greiðslur út á fjárfestingastuðning í því vaxtaumhverfi sem við búum við til viðbótar við þann hraða í afborgunum sem almennt hefur verið krafist. Býlisstuðningur til sauðfjárbænda og tillögur um stuðning til nautgripabænda með holdagripi eru einnig á meðal mikilvægra atriða í tillögum hópsins.“ Bændasamtökin hafa áhyggjur Bændasamtökin fagna á heimasíðu sinni greiningu ráðuneytanna á stöðu mála. Sameiginlegur skilningur muni hjálpa til við næstu skref í samtalinu. Aftur á móti hafa samtökin áhyggjur af því að aðgerðirnar dugi skammt. „Þá eru stórir hópar bænda sem ekki njóta þessara aðgerða og eru það bæði vonbrigði og mikið áhyggjuefni. Verður að velta því upp hvort skynsamlegt hefði verið fyrir stjórnvöld að eiga þetta samtal við Bændasamtökin, sem fara með fyrirsvar fyrir bændur lögum samkvæmt. Margir bændur eru til að mynda skuldsettir vegna fjárfestinga sem tengjast hagræðingu sem stjórnvöld hafa krafist, bæði á grundvelli lægri framlaga til búvörusamninga og á grundvelli lögbundinna kvaða.“ Rétt sé að líta fram á veginn. „Niðurstöður ráðuneytisstjórahópsins ríma við greiningar Bændasamtakanna og er því kominn góður grunnur að samtali við stjórnvöld um endurskoðun búvörusamninga. Bændur treysta því að þeirri vinnu verði fram haldið strax í næstu viku enda ljóst að bændur eru með miklar væntingar til viðbótaraðgerða á stærri skala með endurskoðun samninganna. Á þeim vettvangi verða stjórnvöld meðal annars að leiðrétta tollvernd landbúnaðarafurða og uppfylla lögbundnar skyldur sínar um kjör bænda en þau eru óásættanleg eins og fram kemur í vinnu ráðuneytisstjórahópsins.“
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Byggðamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira