„Ég fyrirlít þessi stjórnvöld!“ Árni Sæberg skrifar 6. desember 2023 16:01 Inga Sæland er ekki ánægð með stjórnvöld. Vísir/Vilhelm Inga Sæland var ómyrk í máli þegar hún ræddi nýja skýrslu um stöðu fatlaðra á Íslandi á Alþingi í dag. „Þetta eru ógeðsleg stjórnvöld. Ég fyrirlít þessi stjórnvöld. Þau kunna ekki að skammast sín,“ hrópaði hún úr pontu Alþingis. Stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og lífsskilyrði lífeyristaka eru töluvert verri en launafólks.Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar Vörðu, rannsóknastofnunnar vinnumarkaðarins og ÖBÍ réttindasamtaka. Könnunin var kynnt á blaðamannafundi í morgun. Rannsakendur segja niðurstöðurnar sláandi. Það hafi komið á óvart hversu slæm staða hópsins er. Formaður BSRB segir velferðakerfið hafa brugðist. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gerði skýrsluna að umfjöllunarefni sínu undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Ræðu hennar má sjá í spilaranum hér að neðan: „Virðulegi forseti. Í morgun birti Öryrkjabandalagið kolsvarta skýrslu um stöðu fatlaðs fólks á Íslandi. Rúmlega þrjátíu prósent þeirra búa við fátækt, tuttugu prósent við sára fátækt. Sjötíu prósent gætu ekki mætt neinu sem heita óvænt útgjöld öðruvísi heldur en að stofna sér í skuldir.“ Yfir fimmtíu prósent búi við versnandi fjárhagsstöðu miðað við árið í fyrra, um fimmtíu prósent neita sér um allt félagslegt vegna fjárhagsstöðu. „Þau geta ekki farið í bíó og þau geta ekki keypt sér pitsu. Þau geta ekki tekið þátt í einu eða neinu. Þau geta ekki keypt eina einustu afmælisgjöf. Fjörutíu prósent neita sér um nauðsynlega klæðnað og næringarríkan mat.“ Geti ekki gefið börnum sínum jólagjafir Inga segir fatlað fólk ekki geta mætt grunnþörfum barna sinna, veitt þeim tækifæri til að taka þátt í tómstundum eða gefið þeim jólagjafir. „Einstæðir foreldrar á örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk er á öllum mælikvörðum verst staddi þjóðfélagshópurinn. Tæplega níutíu prósent einhleypra mæðra getur ekki mætt neinum aukaútgjöldum án þess að stofna til skulda. Fjörutíu prósent þeirra þurfa að leita á náðir hjálparstofnana eftir mataraðstoð. Fimmtíu prósent einhleypra foreldra geta ekki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað eða næringarríkan mat.“ Hátt hlutfall hugsi daglega um að taka eigið líf Inga segir sjötíu prósent svarenda í könnuninni búa við slæma andlega líðan og það hlutfall sé áttatíu prósent meðal einstæðra foreldra. „Hátt hlutfall þessa fólks hefur nær daglega hugsað um að taka sitt eigið líf. Það væri betur komið án þeirra. Sextíu prósent býr við félagslega einangrun og fjörutíu prósent neita sér um tannlækna og sálfræðikostnað af því að þau hafa ekki efni á því. En hér höfum við forsætisráðherra sem sagði árið 2017 að það að láta fátækt fólk bíða eftir réttlætinu væri það sama og að neita því um réttlæti. Ég segi þetta: þetta eru ógeðsleg stjórnvöld. Ég fyrirlít þessi stjórnvöld. Þau kunna ekki að skammast sín!“ sagði Inga að lokum. Alþingi Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og lífsskilyrði lífeyristaka eru töluvert verri en launafólks.Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar Vörðu, rannsóknastofnunnar vinnumarkaðarins og ÖBÍ réttindasamtaka. Könnunin var kynnt á blaðamannafundi í morgun. Rannsakendur segja niðurstöðurnar sláandi. Það hafi komið á óvart hversu slæm staða hópsins er. Formaður BSRB segir velferðakerfið hafa brugðist. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gerði skýrsluna að umfjöllunarefni sínu undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Ræðu hennar má sjá í spilaranum hér að neðan: „Virðulegi forseti. Í morgun birti Öryrkjabandalagið kolsvarta skýrslu um stöðu fatlaðs fólks á Íslandi. Rúmlega þrjátíu prósent þeirra búa við fátækt, tuttugu prósent við sára fátækt. Sjötíu prósent gætu ekki mætt neinu sem heita óvænt útgjöld öðruvísi heldur en að stofna sér í skuldir.“ Yfir fimmtíu prósent búi við versnandi fjárhagsstöðu miðað við árið í fyrra, um fimmtíu prósent neita sér um allt félagslegt vegna fjárhagsstöðu. „Þau geta ekki farið í bíó og þau geta ekki keypt sér pitsu. Þau geta ekki tekið þátt í einu eða neinu. Þau geta ekki keypt eina einustu afmælisgjöf. Fjörutíu prósent neita sér um nauðsynlega klæðnað og næringarríkan mat.“ Geti ekki gefið börnum sínum jólagjafir Inga segir fatlað fólk ekki geta mætt grunnþörfum barna sinna, veitt þeim tækifæri til að taka þátt í tómstundum eða gefið þeim jólagjafir. „Einstæðir foreldrar á örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk er á öllum mælikvörðum verst staddi þjóðfélagshópurinn. Tæplega níutíu prósent einhleypra mæðra getur ekki mætt neinum aukaútgjöldum án þess að stofna til skulda. Fjörutíu prósent þeirra þurfa að leita á náðir hjálparstofnana eftir mataraðstoð. Fimmtíu prósent einhleypra foreldra geta ekki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað eða næringarríkan mat.“ Hátt hlutfall hugsi daglega um að taka eigið líf Inga segir sjötíu prósent svarenda í könnuninni búa við slæma andlega líðan og það hlutfall sé áttatíu prósent meðal einstæðra foreldra. „Hátt hlutfall þessa fólks hefur nær daglega hugsað um að taka sitt eigið líf. Það væri betur komið án þeirra. Sextíu prósent býr við félagslega einangrun og fjörutíu prósent neita sér um tannlækna og sálfræðikostnað af því að þau hafa ekki efni á því. En hér höfum við forsætisráðherra sem sagði árið 2017 að það að láta fátækt fólk bíða eftir réttlætinu væri það sama og að neita því um réttlæti. Ég segi þetta: þetta eru ógeðsleg stjórnvöld. Ég fyrirlít þessi stjórnvöld. Þau kunna ekki að skammast sín!“ sagði Inga að lokum.
Alþingi Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira