„Ég fyrirlít þessi stjórnvöld!“ Árni Sæberg skrifar 6. desember 2023 16:01 Inga Sæland er ekki ánægð með stjórnvöld. Vísir/Vilhelm Inga Sæland var ómyrk í máli þegar hún ræddi nýja skýrslu um stöðu fatlaðra á Íslandi á Alþingi í dag. „Þetta eru ógeðsleg stjórnvöld. Ég fyrirlít þessi stjórnvöld. Þau kunna ekki að skammast sín,“ hrópaði hún úr pontu Alþingis. Stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og lífsskilyrði lífeyristaka eru töluvert verri en launafólks.Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar Vörðu, rannsóknastofnunnar vinnumarkaðarins og ÖBÍ réttindasamtaka. Könnunin var kynnt á blaðamannafundi í morgun. Rannsakendur segja niðurstöðurnar sláandi. Það hafi komið á óvart hversu slæm staða hópsins er. Formaður BSRB segir velferðakerfið hafa brugðist. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gerði skýrsluna að umfjöllunarefni sínu undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Ræðu hennar má sjá í spilaranum hér að neðan: „Virðulegi forseti. Í morgun birti Öryrkjabandalagið kolsvarta skýrslu um stöðu fatlaðs fólks á Íslandi. Rúmlega þrjátíu prósent þeirra búa við fátækt, tuttugu prósent við sára fátækt. Sjötíu prósent gætu ekki mætt neinu sem heita óvænt útgjöld öðruvísi heldur en að stofna sér í skuldir.“ Yfir fimmtíu prósent búi við versnandi fjárhagsstöðu miðað við árið í fyrra, um fimmtíu prósent neita sér um allt félagslegt vegna fjárhagsstöðu. „Þau geta ekki farið í bíó og þau geta ekki keypt sér pitsu. Þau geta ekki tekið þátt í einu eða neinu. Þau geta ekki keypt eina einustu afmælisgjöf. Fjörutíu prósent neita sér um nauðsynlega klæðnað og næringarríkan mat.“ Geti ekki gefið börnum sínum jólagjafir Inga segir fatlað fólk ekki geta mætt grunnþörfum barna sinna, veitt þeim tækifæri til að taka þátt í tómstundum eða gefið þeim jólagjafir. „Einstæðir foreldrar á örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk er á öllum mælikvörðum verst staddi þjóðfélagshópurinn. Tæplega níutíu prósent einhleypra mæðra getur ekki mætt neinum aukaútgjöldum án þess að stofna til skulda. Fjörutíu prósent þeirra þurfa að leita á náðir hjálparstofnana eftir mataraðstoð. Fimmtíu prósent einhleypra foreldra geta ekki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað eða næringarríkan mat.“ Hátt hlutfall hugsi daglega um að taka eigið líf Inga segir sjötíu prósent svarenda í könnuninni búa við slæma andlega líðan og það hlutfall sé áttatíu prósent meðal einstæðra foreldra. „Hátt hlutfall þessa fólks hefur nær daglega hugsað um að taka sitt eigið líf. Það væri betur komið án þeirra. Sextíu prósent býr við félagslega einangrun og fjörutíu prósent neita sér um tannlækna og sálfræðikostnað af því að þau hafa ekki efni á því. En hér höfum við forsætisráðherra sem sagði árið 2017 að það að láta fátækt fólk bíða eftir réttlætinu væri það sama og að neita því um réttlæti. Ég segi þetta: þetta eru ógeðsleg stjórnvöld. Ég fyrirlít þessi stjórnvöld. Þau kunna ekki að skammast sín!“ sagði Inga að lokum. Alþingi Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og lífsskilyrði lífeyristaka eru töluvert verri en launafólks.Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar Vörðu, rannsóknastofnunnar vinnumarkaðarins og ÖBÍ réttindasamtaka. Könnunin var kynnt á blaðamannafundi í morgun. Rannsakendur segja niðurstöðurnar sláandi. Það hafi komið á óvart hversu slæm staða hópsins er. Formaður BSRB segir velferðakerfið hafa brugðist. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gerði skýrsluna að umfjöllunarefni sínu undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Ræðu hennar má sjá í spilaranum hér að neðan: „Virðulegi forseti. Í morgun birti Öryrkjabandalagið kolsvarta skýrslu um stöðu fatlaðs fólks á Íslandi. Rúmlega þrjátíu prósent þeirra búa við fátækt, tuttugu prósent við sára fátækt. Sjötíu prósent gætu ekki mætt neinu sem heita óvænt útgjöld öðruvísi heldur en að stofna sér í skuldir.“ Yfir fimmtíu prósent búi við versnandi fjárhagsstöðu miðað við árið í fyrra, um fimmtíu prósent neita sér um allt félagslegt vegna fjárhagsstöðu. „Þau geta ekki farið í bíó og þau geta ekki keypt sér pitsu. Þau geta ekki tekið þátt í einu eða neinu. Þau geta ekki keypt eina einustu afmælisgjöf. Fjörutíu prósent neita sér um nauðsynlega klæðnað og næringarríkan mat.“ Geti ekki gefið börnum sínum jólagjafir Inga segir fatlað fólk ekki geta mætt grunnþörfum barna sinna, veitt þeim tækifæri til að taka þátt í tómstundum eða gefið þeim jólagjafir. „Einstæðir foreldrar á örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk er á öllum mælikvörðum verst staddi þjóðfélagshópurinn. Tæplega níutíu prósent einhleypra mæðra getur ekki mætt neinum aukaútgjöldum án þess að stofna til skulda. Fjörutíu prósent þeirra þurfa að leita á náðir hjálparstofnana eftir mataraðstoð. Fimmtíu prósent einhleypra foreldra geta ekki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað eða næringarríkan mat.“ Hátt hlutfall hugsi daglega um að taka eigið líf Inga segir sjötíu prósent svarenda í könnuninni búa við slæma andlega líðan og það hlutfall sé áttatíu prósent meðal einstæðra foreldra. „Hátt hlutfall þessa fólks hefur nær daglega hugsað um að taka sitt eigið líf. Það væri betur komið án þeirra. Sextíu prósent býr við félagslega einangrun og fjörutíu prósent neita sér um tannlækna og sálfræðikostnað af því að þau hafa ekki efni á því. En hér höfum við forsætisráðherra sem sagði árið 2017 að það að láta fátækt fólk bíða eftir réttlætinu væri það sama og að neita því um réttlæti. Ég segi þetta: þetta eru ógeðsleg stjórnvöld. Ég fyrirlít þessi stjórnvöld. Þau kunna ekki að skammast sín!“ sagði Inga að lokum.
Alþingi Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira