Fórnarkostnaður Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 7. desember 2023 07:45 Fjárlagafrumvarp næsta árs opinberar það fyrir hvaða pólitík ríkisstjórnin stendur. Einkunnarorð fjárlaga næsta árs er fórnarkostnaður. Aðgerðir en ekki síður aðgerðaleysi ríkisstjórnar hafa mikil áhrif á fjölskyldur þessa lands. Hér skortir bæði ábyrgð og réttlæti. Stærsta verkefni stjórnmálanna sem stendur er viðureignin við verðbólguna. Vextir af húsnæðislánum eru að sliga mörg heimili. Tregða ríkisstjórnarinnar við að beita sér þar hefur bein áhrif á vaxtaákvarðanir Seðlabankans, sem hafa verið mun harkalegri en þurft hefði ef ríkisstjórnin hefði axlað ábyrgð með því að forgangsraða verkefnum til þess að ná verðbólgunni niður. Og þar liggur fórnarkostnaður heimilanna. Aðferðir ríkisstjórnarinnar í glímunni við verðbólguna hafa verið gagnslitlar og vaxtahækkanirnar svíða sárt. Ung hjón sögðu mér nýlega að afborgun af húsnæðisláni þeirra hefði hækkað úr 180 þúsund krónum á mánuði í 365 þúsund, sem setti heimilisbókhaldið og líf fjölskyldunnar þeirra að sjálfsögðu í fullkomið uppnám. Þau hafa flúið yfir í verðtryggt lán og geta þá greitt af láninu en sjá verðbólguna í staðinn hækka höfuðstól lánsins. Saga þessara hjóna er því miður ekkert einsdæmi. Fjölskyldur sem eru í sömu stöðu eru taldar í tugum þúsunda. Ostaskerinn Hallarekstur ríkisins ýtir undir verðbólguna og hann hefur fylgt ríkisstjórninni alla hennar starfstíð, í blíðu sem stríðu og algjörlega óháð efnahagsaðstæðum. Núna þegar nauðsynlegt er að hún auki ekki á þensluna þá er eins og hún hafi sótt ostaskera, lagt hann þvert yfir allt ríkisbókhaldið og skorið svo eina sneið af öllum verkefnum. Aðhaldið sem ríkisstjórnin leggur til er flatt. Ekkert heimili sem þarf að bregðast við erfiðleikum nálgast útgjöldin þannig. Heimili og fyrirtæki vita vel að öll útgjöld eru ekki jafnmikilvæg. Ég get sagt tæpitungulaust að Viðreisn hefði ekki skilað af sér fjárlagafrumvarpi eins og þessu. Það þarf að draga úr ónauðsynlegum útgjöldum eins og fólst í fjölgun ráðuneyta og það má forgangsraða verkefnum. Rangar ákvarðanir verða ess valdandi að glíman við verðbólguna verður enn erfiðari. Kostnaðinum velt yfir á barnafjölskyldur Nú blasir við stöðun í lífskjörum á Íslandi, sérstaklega hjá millistéttinni. Nær öllum kostnaði af verðbólgu og vaxtahækkunum er velt yfir á hana og launin duga skemur en áður. Ungt fólk og barnafjölskyldur verða sérstaklega illa úti. Þess vegna þarf að sýna heimilum landsins stuðning núna. Ef Viðreisn væri með fjármálaráðuneytið núna þá væri meiri ábyrgð á útgjaldahlið fjárlaganna og svigrúm notað til þess að láta vaxtabætur, barnabætur og húsnæðisbætur ná hærra upp tekjustigann á meðan við náum tökum á verðbólgunni. Við myndum beita tímabundnum stuðningi til að létta undir. Þannig yrði byrðinni af verðbólgu dreift með jafnari hætti. Það er einfaldlega réttlætismál. Til lengri tíma myndum við stefna að komast út úr þeirri stöðu að ríkið þurfi að niðurgreiða vaxtakostnað. Sveiflukenndir og háir vextir munu því miður fylgja því að velja örgjaldmiðil. Ábyrgð og réttlæti Lánin sem ríkisstjórnin sjálf hefur tekið eru sömuleiðis rándýr. Vextir af þeim munu kosta 117 milljarða króna á næsta ári. Það væri næstum hægt að tvöfalda framlög til sjúkrahúsþjónustu fyrir þessa fjárhæð og rúmlega fjórfalda framlög til lögreglunnar. Þetta er fórnarkostnaður samfélagsins alls af því að ríkið sé rekið með halla á rándýrum lánum. Og áfram eru boðaðar lántökur hjá ríkinu. Á sama tíma greiðir almenningur á Íslandi háa skatta en upplifir ekki þjónustu í samræmi við það. Um 70% álagðra skatta og gjalda og eru borin af þriðjungi þjóðarinnar. Það er millistéttin á Íslandi. Sama fólk og fær engan stuðning hjá ríkisstjórninni. Ábyrg hagstjórn snýst um að forgangsraða fjárfestingu í þágu almannahagsmuna og sýna hófsemi í skattlagningu. Viðreisn vinnur eftir þeirri hugmyndafræði að kerfin eiga að vera til staðar fyrir fólkið í landinu en ekki öfugt þannig að fólkið sé að vinna í þágu kerfisins. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Fjárlagafrumvarp 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fjárlagafrumvarp næsta árs opinberar það fyrir hvaða pólitík ríkisstjórnin stendur. Einkunnarorð fjárlaga næsta árs er fórnarkostnaður. Aðgerðir en ekki síður aðgerðaleysi ríkisstjórnar hafa mikil áhrif á fjölskyldur þessa lands. Hér skortir bæði ábyrgð og réttlæti. Stærsta verkefni stjórnmálanna sem stendur er viðureignin við verðbólguna. Vextir af húsnæðislánum eru að sliga mörg heimili. Tregða ríkisstjórnarinnar við að beita sér þar hefur bein áhrif á vaxtaákvarðanir Seðlabankans, sem hafa verið mun harkalegri en þurft hefði ef ríkisstjórnin hefði axlað ábyrgð með því að forgangsraða verkefnum til þess að ná verðbólgunni niður. Og þar liggur fórnarkostnaður heimilanna. Aðferðir ríkisstjórnarinnar í glímunni við verðbólguna hafa verið gagnslitlar og vaxtahækkanirnar svíða sárt. Ung hjón sögðu mér nýlega að afborgun af húsnæðisláni þeirra hefði hækkað úr 180 þúsund krónum á mánuði í 365 þúsund, sem setti heimilisbókhaldið og líf fjölskyldunnar þeirra að sjálfsögðu í fullkomið uppnám. Þau hafa flúið yfir í verðtryggt lán og geta þá greitt af láninu en sjá verðbólguna í staðinn hækka höfuðstól lánsins. Saga þessara hjóna er því miður ekkert einsdæmi. Fjölskyldur sem eru í sömu stöðu eru taldar í tugum þúsunda. Ostaskerinn Hallarekstur ríkisins ýtir undir verðbólguna og hann hefur fylgt ríkisstjórninni alla hennar starfstíð, í blíðu sem stríðu og algjörlega óháð efnahagsaðstæðum. Núna þegar nauðsynlegt er að hún auki ekki á þensluna þá er eins og hún hafi sótt ostaskera, lagt hann þvert yfir allt ríkisbókhaldið og skorið svo eina sneið af öllum verkefnum. Aðhaldið sem ríkisstjórnin leggur til er flatt. Ekkert heimili sem þarf að bregðast við erfiðleikum nálgast útgjöldin þannig. Heimili og fyrirtæki vita vel að öll útgjöld eru ekki jafnmikilvæg. Ég get sagt tæpitungulaust að Viðreisn hefði ekki skilað af sér fjárlagafrumvarpi eins og þessu. Það þarf að draga úr ónauðsynlegum útgjöldum eins og fólst í fjölgun ráðuneyta og það má forgangsraða verkefnum. Rangar ákvarðanir verða ess valdandi að glíman við verðbólguna verður enn erfiðari. Kostnaðinum velt yfir á barnafjölskyldur Nú blasir við stöðun í lífskjörum á Íslandi, sérstaklega hjá millistéttinni. Nær öllum kostnaði af verðbólgu og vaxtahækkunum er velt yfir á hana og launin duga skemur en áður. Ungt fólk og barnafjölskyldur verða sérstaklega illa úti. Þess vegna þarf að sýna heimilum landsins stuðning núna. Ef Viðreisn væri með fjármálaráðuneytið núna þá væri meiri ábyrgð á útgjaldahlið fjárlaganna og svigrúm notað til þess að láta vaxtabætur, barnabætur og húsnæðisbætur ná hærra upp tekjustigann á meðan við náum tökum á verðbólgunni. Við myndum beita tímabundnum stuðningi til að létta undir. Þannig yrði byrðinni af verðbólgu dreift með jafnari hætti. Það er einfaldlega réttlætismál. Til lengri tíma myndum við stefna að komast út úr þeirri stöðu að ríkið þurfi að niðurgreiða vaxtakostnað. Sveiflukenndir og háir vextir munu því miður fylgja því að velja örgjaldmiðil. Ábyrgð og réttlæti Lánin sem ríkisstjórnin sjálf hefur tekið eru sömuleiðis rándýr. Vextir af þeim munu kosta 117 milljarða króna á næsta ári. Það væri næstum hægt að tvöfalda framlög til sjúkrahúsþjónustu fyrir þessa fjárhæð og rúmlega fjórfalda framlög til lögreglunnar. Þetta er fórnarkostnaður samfélagsins alls af því að ríkið sé rekið með halla á rándýrum lánum. Og áfram eru boðaðar lántökur hjá ríkinu. Á sama tíma greiðir almenningur á Íslandi háa skatta en upplifir ekki þjónustu í samræmi við það. Um 70% álagðra skatta og gjalda og eru borin af þriðjungi þjóðarinnar. Það er millistéttin á Íslandi. Sama fólk og fær engan stuðning hjá ríkisstjórninni. Ábyrg hagstjórn snýst um að forgangsraða fjárfestingu í þágu almannahagsmuna og sýna hófsemi í skattlagningu. Viðreisn vinnur eftir þeirri hugmyndafræði að kerfin eiga að vera til staðar fyrir fólkið í landinu en ekki öfugt þannig að fólkið sé að vinna í þágu kerfisins. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun