Maður grunaður um manndráp ekki lengur í farbanni Jón Þór Stefánsson skrifar 7. desember 2023 19:34 Lögreglan myndi vilja að maðurinn yrði lengur í farbanni. Vísir Maður á þrítugsaldri, sem er grunaður um að hafa orðið konu að bana á Selfossi í apríl á þessu ári, sætir ekki lengur farbanni. Farbannið rann út fyrir helgi og Héraðsdómur Suðurlands framlengdi það ekki. Lögreglan á Suðurlandi hefur kært ákvörðunina til Landsréttar. Farbannið rann út fyrir helgi og Héraðsdómur Suðurlands framlengdi það ekki. Lögreglan á Suðurlandi hefur kært ákvörðunina til Landsréttar. RÚV greinir frá þessu og hefur eftir Sveini Kristjáni Rúnarssyni, yfirlögregluþjóni á Suðurlandi, að lögreglunni þyki enn þörf á farbanni svo maðurinn fari ekki úr landi. Jafnframt segir hann rannsókn málsins á lokametrunum. Tveir karlmenn voru handteknir í kjölfar andláts hinnar 28 ára gömlu Sofiu, sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi, í apríl. Annar mannanna var handtekinn á vettvangi en hinn skömmu síðar, en öðrum þeirra var sleppt úr haldi nokkrum dögum síðar en hinn úrskurðaður í gæsluvarðhald. Gæsluvarðhald mannsins var til umfjöllunar í fjölmiðlum vegna lengdar þess, en maðurinn sat í varðhaldi í átján vikur þrátt fyrir að lög um meðferð sakamála kveði á um að ekki megi halda manni í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. Maðurinn er grunaður um að hafa orðið valdur að bana Sofiu en hann hefur neitað sök og sagt hana hafa látist úr ofneyslu fíkniefna. Þess má geta að ekkert hefur verið gefið upp um dánarorsök hennar. Ekki náðist í yfirlögregluþjón á Suðurlandi við vinnslu fréttarinnar, né í verjanda mannsins. Grunur um manndráp á Selfossi Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Verjandi vildi fjórtán milljónir en fær ekki neitt í bili Landsréttur hefur fellt úrskurð Héraðsdóms Suðurlands vegna kröfu lögmanns um greiðslu málsvarnarlauna vegna starfa hans í þágu manns, sem grunaður er um manndráp á Selfossi í vor, niður. Lögmaðurinn hafði krafist greiðslu tæplega fjórtán milljóna króna en héraðsdómur úrskurðaði honum rúmlega sex milljónir. Landsréttur gerði það á grundvelli þess að málinu er ekki lokið. 11. október 2023 10:57 Fjölskylda Sofiu þakklát fyrir heimboð að Bessastöðum Fjölskylda Sofiu Sarmite Kolesnikovu sem lést á Selfossi í apríl síðastliðnum þáði heimboð Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands að Bessastöðum á dögunum. Systir Sofiu er full af þakklæti fyrir heimboðið. 31. ágúst 2023 13:13 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Farbannið rann út fyrir helgi og Héraðsdómur Suðurlands framlengdi það ekki. Lögreglan á Suðurlandi hefur kært ákvörðunina til Landsréttar. RÚV greinir frá þessu og hefur eftir Sveini Kristjáni Rúnarssyni, yfirlögregluþjóni á Suðurlandi, að lögreglunni þyki enn þörf á farbanni svo maðurinn fari ekki úr landi. Jafnframt segir hann rannsókn málsins á lokametrunum. Tveir karlmenn voru handteknir í kjölfar andláts hinnar 28 ára gömlu Sofiu, sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi, í apríl. Annar mannanna var handtekinn á vettvangi en hinn skömmu síðar, en öðrum þeirra var sleppt úr haldi nokkrum dögum síðar en hinn úrskurðaður í gæsluvarðhald. Gæsluvarðhald mannsins var til umfjöllunar í fjölmiðlum vegna lengdar þess, en maðurinn sat í varðhaldi í átján vikur þrátt fyrir að lög um meðferð sakamála kveði á um að ekki megi halda manni í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. Maðurinn er grunaður um að hafa orðið valdur að bana Sofiu en hann hefur neitað sök og sagt hana hafa látist úr ofneyslu fíkniefna. Þess má geta að ekkert hefur verið gefið upp um dánarorsök hennar. Ekki náðist í yfirlögregluþjón á Suðurlandi við vinnslu fréttarinnar, né í verjanda mannsins.
Grunur um manndráp á Selfossi Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Verjandi vildi fjórtán milljónir en fær ekki neitt í bili Landsréttur hefur fellt úrskurð Héraðsdóms Suðurlands vegna kröfu lögmanns um greiðslu málsvarnarlauna vegna starfa hans í þágu manns, sem grunaður er um manndráp á Selfossi í vor, niður. Lögmaðurinn hafði krafist greiðslu tæplega fjórtán milljóna króna en héraðsdómur úrskurðaði honum rúmlega sex milljónir. Landsréttur gerði það á grundvelli þess að málinu er ekki lokið. 11. október 2023 10:57 Fjölskylda Sofiu þakklát fyrir heimboð að Bessastöðum Fjölskylda Sofiu Sarmite Kolesnikovu sem lést á Selfossi í apríl síðastliðnum þáði heimboð Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands að Bessastöðum á dögunum. Systir Sofiu er full af þakklæti fyrir heimboðið. 31. ágúst 2023 13:13 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Verjandi vildi fjórtán milljónir en fær ekki neitt í bili Landsréttur hefur fellt úrskurð Héraðsdóms Suðurlands vegna kröfu lögmanns um greiðslu málsvarnarlauna vegna starfa hans í þágu manns, sem grunaður er um manndráp á Selfossi í vor, niður. Lögmaðurinn hafði krafist greiðslu tæplega fjórtán milljóna króna en héraðsdómur úrskurðaði honum rúmlega sex milljónir. Landsréttur gerði það á grundvelli þess að málinu er ekki lokið. 11. október 2023 10:57
Fjölskylda Sofiu þakklát fyrir heimboð að Bessastöðum Fjölskylda Sofiu Sarmite Kolesnikovu sem lést á Selfossi í apríl síðastliðnum þáði heimboð Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands að Bessastöðum á dögunum. Systir Sofiu er full af þakklæti fyrir heimboðið. 31. ágúst 2023 13:13