„Erum að finna gott jafnvægi á milli samkenndar og samkeppni“ Andri Már Eggertsson skrifar 7. desember 2023 22:17 Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var ánægður með sigurinn Vísir/Anton Brink Álftanes vann öruggan sigur gegn Haukum 90-67. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var afar ánægður með sigurinn og hrósaði liðsheildinni. „Haukar gerðu vel í að ýta okkur út úr aðgerðum á tímabili í leiknum en við náðum að halda okkur inn í því sem við lögðum upp með,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson eftir leik. Kjartan var ánægður með byrjunina en Álftanes gerði fyrstu átta stigin og fékk aðeins á sig 13 stig í fyrsta leikhluta. „Þetta var sérstakur leikur til þess að gíra sig upp í þar sem við vorum í mjög tilfinningaríkum leik síðasta föstudag og menn þurftu að jafna sig eftir hann og það skipti miklu máli að byrja þennan leik sterkt.“ Haukar og Álftanes skiptust á leikmönnum þar sem Ville Tahvanainen kom í Álftanes frá Haukum og Daniel Love fór í Hauka frá Álftanesi. Var það snúin staða fyrir þá að mætast? „Það voru örugglega einhverjar tilfinningar hjá mönnum að koma inn í þennan leik. Þeir voru án Okeke og þá breyttist leikplanið þeirra eins og á móti Hetti. Við nutum góðs af því að hafa séð þá spila gegn Hetti og séð leikplanið hjá þeim sem var mjög gott og skilaði sigri.“ Kjartan var ánægður með hvernig Álftanes nýtti hæða muninn. Álftanes tók 17 sóknarfráköst og í heildina 53 fráköst. Álftanes hefur unnið þrjá leiki í röð og Kjartan var ánægður með liðsheildina og sagði að liðið væri á þeim gatnamótum þar sem liðsheild verður til. „Ég var rosa ánægður með leikinn þrátt fyrir að Eysteinn [Bjarni Ævarsson] og Hörður [Axel Vilhjálmsson] væru frá og þetta eru tveir leikmenn sem spila mikið og skipta okkur miklu máli.“ „Frá því að ég kom hingað og pottþétt áður en ég kom líka hefur næsti maður hefur alltaf verið tilbúinn. Við fengum Steinar Snæ [Guðmundsson] mjög öflugan inn í þennan leik, Ragnar Jósef [Ragnarsson] kom inn og setti þrist í fyrri hálfleik sem var gott og Cedrick [Bowen] kom með mikla orku inn í síðari hálfleik. Þetta skiptir svo miklu máli að allir séu að koma inn í leikinn og leggja sitt af mörkum.“ „Við erum að komast að því hverjir við erum og við erum að læra inn á hvorn annan. Það tekur tíma fyrir lið og mynda traust á báðum endum og skilja hvorn annan. Við erum að finna gott jafnvægi á milli samkenndar og samkeppni. Allar liðsheildir verða til á þeim gatnamótum og við höldum áfram og kynnumst sjálfum okkur,“ sagði ljóðrænn Kjartan Atli Kjartansson að lokum. UMF Álftanes Subway-deild karla Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
„Haukar gerðu vel í að ýta okkur út úr aðgerðum á tímabili í leiknum en við náðum að halda okkur inn í því sem við lögðum upp með,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson eftir leik. Kjartan var ánægður með byrjunina en Álftanes gerði fyrstu átta stigin og fékk aðeins á sig 13 stig í fyrsta leikhluta. „Þetta var sérstakur leikur til þess að gíra sig upp í þar sem við vorum í mjög tilfinningaríkum leik síðasta föstudag og menn þurftu að jafna sig eftir hann og það skipti miklu máli að byrja þennan leik sterkt.“ Haukar og Álftanes skiptust á leikmönnum þar sem Ville Tahvanainen kom í Álftanes frá Haukum og Daniel Love fór í Hauka frá Álftanesi. Var það snúin staða fyrir þá að mætast? „Það voru örugglega einhverjar tilfinningar hjá mönnum að koma inn í þennan leik. Þeir voru án Okeke og þá breyttist leikplanið þeirra eins og á móti Hetti. Við nutum góðs af því að hafa séð þá spila gegn Hetti og séð leikplanið hjá þeim sem var mjög gott og skilaði sigri.“ Kjartan var ánægður með hvernig Álftanes nýtti hæða muninn. Álftanes tók 17 sóknarfráköst og í heildina 53 fráköst. Álftanes hefur unnið þrjá leiki í röð og Kjartan var ánægður með liðsheildina og sagði að liðið væri á þeim gatnamótum þar sem liðsheild verður til. „Ég var rosa ánægður með leikinn þrátt fyrir að Eysteinn [Bjarni Ævarsson] og Hörður [Axel Vilhjálmsson] væru frá og þetta eru tveir leikmenn sem spila mikið og skipta okkur miklu máli.“ „Frá því að ég kom hingað og pottþétt áður en ég kom líka hefur næsti maður hefur alltaf verið tilbúinn. Við fengum Steinar Snæ [Guðmundsson] mjög öflugan inn í þennan leik, Ragnar Jósef [Ragnarsson] kom inn og setti þrist í fyrri hálfleik sem var gott og Cedrick [Bowen] kom með mikla orku inn í síðari hálfleik. Þetta skiptir svo miklu máli að allir séu að koma inn í leikinn og leggja sitt af mörkum.“ „Við erum að komast að því hverjir við erum og við erum að læra inn á hvorn annan. Það tekur tíma fyrir lið og mynda traust á báðum endum og skilja hvorn annan. Við erum að finna gott jafnvægi á milli samkenndar og samkeppni. Allar liðsheildir verða til á þeim gatnamótum og við höldum áfram og kynnumst sjálfum okkur,“ sagði ljóðrænn Kjartan Atli Kjartansson að lokum.
UMF Álftanes Subway-deild karla Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira