Saksóknari hótar heilbrigðisstarfsmönnum þvert á úrskurð dómara Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2023 12:10 Ekki er vitað hvort dómnum verður áfrýjað. Google Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur heimilað konu að gangast undir þungunarrof, jafnvel þótt lög ríkisins heimili það ekki. Talið er að um sé að ræða fyrsta þungunarrofið sem dómstóll leggur blessun sína eftir að Roe gegn Wade var snúið af Hæstarétti. Eftir að dómur féll í því máli er ríkjum nú í sjálfsvald sett hvernig þau haga aðgengi kvenna að þungunarrofi og hafa mörg þeirra takmarkað gengið á lagið og takmarkað mjög þennan áður óskoraðan rétt kvenna. Málið í Texas varðaði Kate Cox, 31 árs konu sem gengin er 20 vikur á leið. Fóstrið hefur verið greint með Edwards-heilkenni, einnig kallað þrístæðu 18, sem er afar sjaldgæft en leiðir oftast til fósturláts eða andvanafæðingar, eða þá að barnið deyr innan árs eftir fæðingu. Læknar Cox sögðu að lögum samkvæmt mættu þeir ekki framkvæma þungunarrof en hún ákvað þá að fara með málið fyrir dóm. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að þungunarrofið myndi ekki aðeins vernda Cox frá hættulegri fæðingu heldur einnig varðveita frjósemi hennar, sem gæti annars verið í hættu. „Sú staðreynd að Cox langar sárlega að verða ólétt og að þessi löggjöf gæti raunverulega leitt til þess að hún fer á mis við þann möguleika er sláandi og væri raunverulegt óréttlæti,“ sagði dómarinn þegar hann greindi frá ákvörðun sinni. Cox sást þerra tár þegar hún heyrði niðurstöðuna en hún greindi frá því í fjölmiðlum að hún og eiginmaður hennar, sem eiga tvö börn fyrir, hefðu alltaf hugsað sér að eignast stóra fjölskyldu og að það hefði aldrei verið ætlun hennar að gangast undir þungunarrof. Viðbrögð ríkissaksóknarans í málinu hafa verið með nokkrum ólíkindum en eftir að dómurinn lá fyrir sendi hann erindi á heilbrigðisyfirvöld í Houston, þar sem læknir Cox, starfar og varaði þau við því að læknirinn og aðrir heilbrigðisstarfsmenn gætu átt yfir höfði sér saksókn ef þeir aðstoðuðu við þungunarrof. Þvert á niðurstöðu dómarans, sem bannaði yfirvöldum að koma í veg fyrir að Cox gengist undir þungunarrof, sagði saksókarinn að ákvörðun dómarans myndi ekki forða heilbrigðisstarfsfólkinu frá ákærum. Málið varðar ekki aðeins almennan rétt kvenna til þungunarrofs heldur hafa heilbrigðisstarfsmenn verið í nokkrum vanda vegna nýrra laga sem kveða á um takmarkaðan rétt til að veita þungunarrofsþjónustu ef um er að ræða tilvik þar sem líf og heilsa móður er í húfi. Engar frekari skýringar er að finna í lögunum og því lendir það á herðum heilbrigðisstarfsmanna að ákveða hvað þeir gera en þeir eiga þá á hættu að verða sóttir til saka ef þeir þykja hafa gengið of langt. Hér má finna umfjöllun New York Times um málið. Þungunarrof Jafnréttismál Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Fleiri fréttir „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sjá meira
Eftir að dómur féll í því máli er ríkjum nú í sjálfsvald sett hvernig þau haga aðgengi kvenna að þungunarrofi og hafa mörg þeirra takmarkað gengið á lagið og takmarkað mjög þennan áður óskoraðan rétt kvenna. Málið í Texas varðaði Kate Cox, 31 árs konu sem gengin er 20 vikur á leið. Fóstrið hefur verið greint með Edwards-heilkenni, einnig kallað þrístæðu 18, sem er afar sjaldgæft en leiðir oftast til fósturláts eða andvanafæðingar, eða þá að barnið deyr innan árs eftir fæðingu. Læknar Cox sögðu að lögum samkvæmt mættu þeir ekki framkvæma þungunarrof en hún ákvað þá að fara með málið fyrir dóm. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að þungunarrofið myndi ekki aðeins vernda Cox frá hættulegri fæðingu heldur einnig varðveita frjósemi hennar, sem gæti annars verið í hættu. „Sú staðreynd að Cox langar sárlega að verða ólétt og að þessi löggjöf gæti raunverulega leitt til þess að hún fer á mis við þann möguleika er sláandi og væri raunverulegt óréttlæti,“ sagði dómarinn þegar hann greindi frá ákvörðun sinni. Cox sást þerra tár þegar hún heyrði niðurstöðuna en hún greindi frá því í fjölmiðlum að hún og eiginmaður hennar, sem eiga tvö börn fyrir, hefðu alltaf hugsað sér að eignast stóra fjölskyldu og að það hefði aldrei verið ætlun hennar að gangast undir þungunarrof. Viðbrögð ríkissaksóknarans í málinu hafa verið með nokkrum ólíkindum en eftir að dómurinn lá fyrir sendi hann erindi á heilbrigðisyfirvöld í Houston, þar sem læknir Cox, starfar og varaði þau við því að læknirinn og aðrir heilbrigðisstarfsmenn gætu átt yfir höfði sér saksókn ef þeir aðstoðuðu við þungunarrof. Þvert á niðurstöðu dómarans, sem bannaði yfirvöldum að koma í veg fyrir að Cox gengist undir þungunarrof, sagði saksókarinn að ákvörðun dómarans myndi ekki forða heilbrigðisstarfsfólkinu frá ákærum. Málið varðar ekki aðeins almennan rétt kvenna til þungunarrofs heldur hafa heilbrigðisstarfsmenn verið í nokkrum vanda vegna nýrra laga sem kveða á um takmarkaðan rétt til að veita þungunarrofsþjónustu ef um er að ræða tilvik þar sem líf og heilsa móður er í húfi. Engar frekari skýringar er að finna í lögunum og því lendir það á herðum heilbrigðisstarfsmanna að ákveða hvað þeir gera en þeir eiga þá á hættu að verða sóttir til saka ef þeir þykja hafa gengið of langt. Hér má finna umfjöllun New York Times um málið.
Þungunarrof Jafnréttismál Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Fleiri fréttir „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sjá meira