Vonar að Bjarni líti í eigin barm: „Manni ofbýður ástandið“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. desember 2023 14:03 Bjarni var hinn rólegasti á meðan Katrín henti glimmerinu yfir hann í þrígang. Mótmælandi sem henti glimmeri í þrígang yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra á fundi í Veröld, segir að um jólakveðju hafi verið að ræða. Hún segist vona að Bjarni hugsi sinn gang eftir atburðarás dagsins. „Manni ofbýður aðgerðarleysi stjórnvalda og það er það eina sem drífur mann í svona beina aðgerð. Ég er rosa fegin að hafa getað óskað honum gleðilegra jóla,“ segir Katrín Harðardóttir mótmælandi í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið stóð yfir fundur í Veröld, húsi Vigdísar, í tilefni af 75 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar þegar mótmælendur hliðhollir Palestínu gerðu aðsúg að Bjarna. Þeir stilltu sér upp með borða sem á stóð „Stjórnmálaslit - Viðskiptabann á Ísrael.“ Hellti þremur glimmerstaukum Katrín segist hafa hellt úr þremur glimmerstaukum yfir utanríkisráðherra. Hann hafi verið hinn rólegasti á meðan en beðið hana um að gera þetta ekki þegar komið var að þeim þriðja. „Manni ofbýður ástandið. Þetta er dauðans alvara. Maður hefur fylgst með þessu á Instagram og þetta er bara svo hrópandi óréttlæti. Mesta hræsnin er að ætla að koma sem utanríkisráðherra að tala með pompi og prakt til að fagna 75 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar. Það er bara út í hött á sama tíma og þú styður þjóðarmorð.“ Katrín segir alveg ljóst að atburðir á Gasa séu þjóðarmorð. Allur heimurinn sé til vitnis um það. „Ef maður gerir ekki neitt er maður samsekur. Við erum öll samsek.“ Mótmælendurnir voru vopnaðir ýmsum leikmunum. Hefur ekki áhyggjur af viðbrögðum lögreglu Heldurðu að þessi mótmæli muni hafa áhrif? „Ég hef svo sem enga trú á Bjarna Ben. Hann má taka þessari jólakveðju minni og ég vona að hann líti í eigin barm og hugsi um þessi börn sem deyja á hverjum degi og þjást án verkjalyfja undir húsarústum. Að hann hugsi um þau eins og sín eigin. Að hann sjái sér fært um að vera manneskja. Það er aðalmálið.“ Katrín segir lögreglu hafa rætt við hópinn í kjölfar aðgerðanna. Ljósmynd hafi verið tekin af ökuskírteini hennar. „Það verða kannski eftirköst en það er svo mikið í húfi að það skiptir ekki máli. Ég skil ekki af hverju það eru ekki allir úti á götu reiðir hérna á Íslandi. Ég vil bara hvetja fólk til að mæta á sunnudaginn við utanríkisráðuneytið, að koma og ganga með fólki og láta heyra í sér.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Utanríkismál Reykjavík Háskólar Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Sjá meira
„Manni ofbýður aðgerðarleysi stjórnvalda og það er það eina sem drífur mann í svona beina aðgerð. Ég er rosa fegin að hafa getað óskað honum gleðilegra jóla,“ segir Katrín Harðardóttir mótmælandi í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið stóð yfir fundur í Veröld, húsi Vigdísar, í tilefni af 75 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar þegar mótmælendur hliðhollir Palestínu gerðu aðsúg að Bjarna. Þeir stilltu sér upp með borða sem á stóð „Stjórnmálaslit - Viðskiptabann á Ísrael.“ Hellti þremur glimmerstaukum Katrín segist hafa hellt úr þremur glimmerstaukum yfir utanríkisráðherra. Hann hafi verið hinn rólegasti á meðan en beðið hana um að gera þetta ekki þegar komið var að þeim þriðja. „Manni ofbýður ástandið. Þetta er dauðans alvara. Maður hefur fylgst með þessu á Instagram og þetta er bara svo hrópandi óréttlæti. Mesta hræsnin er að ætla að koma sem utanríkisráðherra að tala með pompi og prakt til að fagna 75 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar. Það er bara út í hött á sama tíma og þú styður þjóðarmorð.“ Katrín segir alveg ljóst að atburðir á Gasa séu þjóðarmorð. Allur heimurinn sé til vitnis um það. „Ef maður gerir ekki neitt er maður samsekur. Við erum öll samsek.“ Mótmælendurnir voru vopnaðir ýmsum leikmunum. Hefur ekki áhyggjur af viðbrögðum lögreglu Heldurðu að þessi mótmæli muni hafa áhrif? „Ég hef svo sem enga trú á Bjarna Ben. Hann má taka þessari jólakveðju minni og ég vona að hann líti í eigin barm og hugsi um þessi börn sem deyja á hverjum degi og þjást án verkjalyfja undir húsarústum. Að hann hugsi um þau eins og sín eigin. Að hann sjái sér fært um að vera manneskja. Það er aðalmálið.“ Katrín segir lögreglu hafa rætt við hópinn í kjölfar aðgerðanna. Ljósmynd hafi verið tekin af ökuskírteini hennar. „Það verða kannski eftirköst en það er svo mikið í húfi að það skiptir ekki máli. Ég skil ekki af hverju það eru ekki allir úti á götu reiðir hérna á Íslandi. Ég vil bara hvetja fólk til að mæta á sunnudaginn við utanríkisráðuneytið, að koma og ganga með fólki og láta heyra í sér.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Utanríkismál Reykjavík Háskólar Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent