Endurflytja ofbeldismál í héraði vegna seinagangs dómara Lovísa Arnardóttir skrifar 9. desember 2023 16:04 Flytja þarf málið aftur í héraðsdómi vegna þess að dómur var kveðinn upp meira en fjórum vikum eftir að málið var dómtekið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Landsréttur úrskurðaði í vikunni að endurflytja þurfi mál í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna þess að dómur var kveðinn upp meira en fjórum vikum eftir að málið var dómtekið þar. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála á þess vegna að endurflytja málið, nema að dómari eða aðilar máls hafi talið það óþarft. Fram kemur í dómi Landsréttar að hvorki hafi verið bókað að flytja þyrfti málið að nýju eða að aðilar málsins teldu það óþarft. Þá segir að ekki hafi legið fyrir skrifleg yfirlýsing um að aðilar máls hafi ekki talið þörf á endurflutningi máls. Samkvæmt því var skilyrðum laga um meðferð sakamála ekki uppfyllt við uppkvaðningu dómsins og því komst Landsréttur ekki hjá því að ómerkja áfrýjaða dóminn og vísa málinu aftur heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar. Dómur var upprunalega kveðinn upp þann 11. nóvember árið 2022 og skotið 8. desember sama ár til Landsréttar, af ríkissaksóknara. Fékk sex mánaða óskilorðsbundinn dóm Málið varðar ofbeldisbrot manns gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni en hann hafði í héraði verið dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar refsingar auk þess sem hann var sviptur ökurétti í þrjú ár. Maðurinn var ákærður fyrir stórfellt brot í nánu sambandi, nauðgun og hættubrot, með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð þáverandi sambýliskonu sinnar. Þá var hann ákærður fyrir ýmis eignaspjöll en hann skemmdi ýmsan fatnað í eigu fyrrverandi sambýliskonu sinnar, tölvu og myndavél. Umrætt atvik eru sögð hafa átt sér stað árin 2017 og 2018. Í dómi Landsréttar segir að ekki sé hægt að gera annað en að senda það aftur til meðferðar í héraði. Vísir/Vilhelm Hann var sakfelldur fyrir að hafa beitt konuna líkamlegu ofbeldi á heimili þeirra þar sem hann hellti á hana kaffi, sparkaði í klof hennar og hrinti henni þannig að hún féll. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að hafa stofnað lífi hennar í hættu með því að aka á bifreið hennar. Hann var sýknaður af ákæru um nauðgun og annað líkamlegt ofbeldi. Hann játaði eignaspjöll. Ófyrirleitin framkoma Fram kemur í dómi héraðsdóms að hann kannist við ákveðin atriði sem hafi verið borin undir hann í skýrslutöku, þá árið 2018, en ekki við það að hafa beitt konuna líkamlegu ofbeldi. „Hann kannaðist við að hafa beitt hana andlegu ofbeldi og að hafa verið virkilega orðljótur og stjórnlaus í samskiptum við hana. Þá viðurkenndi hann þá háttsemi sem honum er gefin að sök þann 6. nóvember 2018 og jafnframt að hafa eyðilagt tiltekna muni í hennar eigu af ásetningi.“ Í niðurstöðu dómsins segir að meðal gagna málsins séu samskipti milli ákærða og brotaþola sem afrituð voru úr síma brotaþola. „Samskiptin liggja fyrir í málinu en sérstaklega voru dregin fram í rannsóknargögnum þau sem áttu sér stað á tímabili ákæru. Þau samskipti sýna svo ekki verður um villst hversu ófyrirleitin framkoma ákærða var gagnvart henni. Sú framkoma var einhliða af hans hálfu og til þess fallin að brjóta hana niður andlega.“ Kynferðisofbeldi Dómstólar Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Samkvæmt lögum um meðferð sakamála á þess vegna að endurflytja málið, nema að dómari eða aðilar máls hafi talið það óþarft. Fram kemur í dómi Landsréttar að hvorki hafi verið bókað að flytja þyrfti málið að nýju eða að aðilar málsins teldu það óþarft. Þá segir að ekki hafi legið fyrir skrifleg yfirlýsing um að aðilar máls hafi ekki talið þörf á endurflutningi máls. Samkvæmt því var skilyrðum laga um meðferð sakamála ekki uppfyllt við uppkvaðningu dómsins og því komst Landsréttur ekki hjá því að ómerkja áfrýjaða dóminn og vísa málinu aftur heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar. Dómur var upprunalega kveðinn upp þann 11. nóvember árið 2022 og skotið 8. desember sama ár til Landsréttar, af ríkissaksóknara. Fékk sex mánaða óskilorðsbundinn dóm Málið varðar ofbeldisbrot manns gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni en hann hafði í héraði verið dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar refsingar auk þess sem hann var sviptur ökurétti í þrjú ár. Maðurinn var ákærður fyrir stórfellt brot í nánu sambandi, nauðgun og hættubrot, með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð þáverandi sambýliskonu sinnar. Þá var hann ákærður fyrir ýmis eignaspjöll en hann skemmdi ýmsan fatnað í eigu fyrrverandi sambýliskonu sinnar, tölvu og myndavél. Umrætt atvik eru sögð hafa átt sér stað árin 2017 og 2018. Í dómi Landsréttar segir að ekki sé hægt að gera annað en að senda það aftur til meðferðar í héraði. Vísir/Vilhelm Hann var sakfelldur fyrir að hafa beitt konuna líkamlegu ofbeldi á heimili þeirra þar sem hann hellti á hana kaffi, sparkaði í klof hennar og hrinti henni þannig að hún féll. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að hafa stofnað lífi hennar í hættu með því að aka á bifreið hennar. Hann var sýknaður af ákæru um nauðgun og annað líkamlegt ofbeldi. Hann játaði eignaspjöll. Ófyrirleitin framkoma Fram kemur í dómi héraðsdóms að hann kannist við ákveðin atriði sem hafi verið borin undir hann í skýrslutöku, þá árið 2018, en ekki við það að hafa beitt konuna líkamlegu ofbeldi. „Hann kannaðist við að hafa beitt hana andlegu ofbeldi og að hafa verið virkilega orðljótur og stjórnlaus í samskiptum við hana. Þá viðurkenndi hann þá háttsemi sem honum er gefin að sök þann 6. nóvember 2018 og jafnframt að hafa eyðilagt tiltekna muni í hennar eigu af ásetningi.“ Í niðurstöðu dómsins segir að meðal gagna málsins séu samskipti milli ákærða og brotaþola sem afrituð voru úr síma brotaþola. „Samskiptin liggja fyrir í málinu en sérstaklega voru dregin fram í rannsóknargögnum þau sem áttu sér stað á tímabili ákæru. Þau samskipti sýna svo ekki verður um villst hversu ófyrirleitin framkoma ákærða var gagnvart henni. Sú framkoma var einhliða af hans hálfu og til þess fallin að brjóta hana niður andlega.“
Kynferðisofbeldi Dómstólar Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira