„Finnst þau vera að reyna að æsa okkur upp“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. desember 2023 14:17 Einar Hannes Harðarsson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, gagnrýnir að lögregla og öryggisverðir hafi verið kölluð til vegna fyrri mótmæla þar sem slíkt ýti undir æsing. Vísir/Ívar Fannar Formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segir galið að stjórn Gildis hafi kallað til lögreglu og öryggisvarða þegar mótmælt hefur verið við skrifstofur lífeyrissjóðsins. Slíkt ýti undir æsing og auki líkur á að mótmælin fari úr böndunum. Mótmæli fara fram klukkan 15 í dag. Einar Hannes Harðarsson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR og Herði Guðbrandssyni, formanni Verkalýðsfélags Grindavíkur, boðað til mótmæla klukkan 15 í dag, við skrifstofu lífeyrissjóðsins Gildis vegna lánamála Grindvíkinga. Um þriðju mótmælin er að ræða síðan Grindavík var rýmd þann 10. nóvember. Þungt hljóð í Grindvíkingum Í samtali við Vísi segir Einar Hannes að tilgangur mótmælanna sé sá sami og áður, að þrýsta á lífeyrissjóðina að gera það sama og bankarnir, fella niður vexti og verðbætur. Hann á von á góðri mætingu, þeirri bestu hingað til. Fjörutíu og sjö Grindvíkingar eru með lán hjá Gildi og að sögn Einars er hljóðið í þeim mjög þungt. „Þetta er erfitt, að reka tvö heimili á sama tíma og það eru að koma jól. Þetta er erfiðasti mánuður ársins. Mér finnst forsvarsmenn Gildis alls ekki sýna því skilning.“ Eftir síðustu mótmæli sendu Forsvarsmenn Gildis lífeyrissjóðs formlega kvörtun á stjórn VR vegna framgöngu og hegðunar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, gagnvart stjórnendum og starfsmönnum lífeyrissjóðsins. Sögðu þau Ragnar hafa komið inn á skrifstofuna með gjallarhorn og starfsmenn hafi upplifað að Ragnar hafi hvatt til þess að mótmælin færu ekki fram með friðsamlegum hætti. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs sagði óásættanlegt að formaður VR standi fyrir hávaðasömum mótmælum á vinnustað félagsmanna. Sagði hann mótmælin hafi valdið starfsmönnum vanlíðan. Ragnar Þór hafnaði ásökunum og sagði mótmælin hafa farið friðsamlega fram. „Við viljum bara að á okkur sé hlustað“ Einar Hannes segir að gjallarhorn verði ekki notuð í mótmælunum í dag að beiðni starfsfólks og að vilji akipuleggjenda sé að allt fari friðsamlega fram. „Við viljum ekki að þetta fari úr böndunum. Við munum gera okkar allra, allra besta til að upplifun starfsfólks sé ekki þannig að við séum dónalegir, við viljum bara að á okkur sé hlustað.“ Þá gagnrýnir hann að lögregla og öryggisverðir hafi verið kölluð til vegna fyrri mótmæla og að mótmælendum hafi jafnvel verið meinað að fara inn í húsnæðið. „Mér finnst það algjörlega galið, allt svona ýtir undir æsing. Við erum bara venjulegt fólk og erum ekki að reyna vera með nein leiðindi.“ Við myndum stoppa það sjálfir ef eitthvað af okkar fólk ætlar að vera með leiðindi. „Við eigum að geta talað saman eins og fullorðið fólk á friðsamlegum nótum. Og ef við erum svona rosalega ósammála þá verður það bara að hafa sig. Mér finnst þetta ekki rétt leið hjá þeim. Mér finnst þau vera að reyna æsa okkur upp til að við gerum einhver mistök, en við munum ekki gera það.“ Grindavík Lífeyrissjóðir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Einar Hannes Harðarsson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR og Herði Guðbrandssyni, formanni Verkalýðsfélags Grindavíkur, boðað til mótmæla klukkan 15 í dag, við skrifstofu lífeyrissjóðsins Gildis vegna lánamála Grindvíkinga. Um þriðju mótmælin er að ræða síðan Grindavík var rýmd þann 10. nóvember. Þungt hljóð í Grindvíkingum Í samtali við Vísi segir Einar Hannes að tilgangur mótmælanna sé sá sami og áður, að þrýsta á lífeyrissjóðina að gera það sama og bankarnir, fella niður vexti og verðbætur. Hann á von á góðri mætingu, þeirri bestu hingað til. Fjörutíu og sjö Grindvíkingar eru með lán hjá Gildi og að sögn Einars er hljóðið í þeim mjög þungt. „Þetta er erfitt, að reka tvö heimili á sama tíma og það eru að koma jól. Þetta er erfiðasti mánuður ársins. Mér finnst forsvarsmenn Gildis alls ekki sýna því skilning.“ Eftir síðustu mótmæli sendu Forsvarsmenn Gildis lífeyrissjóðs formlega kvörtun á stjórn VR vegna framgöngu og hegðunar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, gagnvart stjórnendum og starfsmönnum lífeyrissjóðsins. Sögðu þau Ragnar hafa komið inn á skrifstofuna með gjallarhorn og starfsmenn hafi upplifað að Ragnar hafi hvatt til þess að mótmælin færu ekki fram með friðsamlegum hætti. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs sagði óásættanlegt að formaður VR standi fyrir hávaðasömum mótmælum á vinnustað félagsmanna. Sagði hann mótmælin hafi valdið starfsmönnum vanlíðan. Ragnar Þór hafnaði ásökunum og sagði mótmælin hafa farið friðsamlega fram. „Við viljum bara að á okkur sé hlustað“ Einar Hannes segir að gjallarhorn verði ekki notuð í mótmælunum í dag að beiðni starfsfólks og að vilji akipuleggjenda sé að allt fari friðsamlega fram. „Við viljum ekki að þetta fari úr böndunum. Við munum gera okkar allra, allra besta til að upplifun starfsfólks sé ekki þannig að við séum dónalegir, við viljum bara að á okkur sé hlustað.“ Þá gagnrýnir hann að lögregla og öryggisverðir hafi verið kölluð til vegna fyrri mótmæla og að mótmælendum hafi jafnvel verið meinað að fara inn í húsnæðið. „Mér finnst það algjörlega galið, allt svona ýtir undir æsing. Við erum bara venjulegt fólk og erum ekki að reyna vera með nein leiðindi.“ Við myndum stoppa það sjálfir ef eitthvað af okkar fólk ætlar að vera með leiðindi. „Við eigum að geta talað saman eins og fullorðið fólk á friðsamlegum nótum. Og ef við erum svona rosalega ósammála þá verður það bara að hafa sig. Mér finnst þetta ekki rétt leið hjá þeim. Mér finnst þau vera að reyna æsa okkur upp til að við gerum einhver mistök, en við munum ekki gera það.“
Grindavík Lífeyrissjóðir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira