Miklar breytingar framundan í Sundhöllinni Bjarki Sigurðsson skrifar 12. desember 2023 11:56 Miklar breytingar verða gerðar í innilaug Sundhallarinnar. Reykjavíkurborg Nýtt laugarker, endurgerðir pottar, tveir nýir gufuklefar aðstaða fyrir laugarverði eru meðal þeirra breytinga sem gerðar verða í Sundhöll Reykjavíkur á næstunni. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð borgarinnar samþykkti breytingarnar á fundi sínum fyrir helgi. Möguleg gætu stökkbretti innilaugarinnar horfið. Lengi hefur staðið til að ráðast í breytingarnar en þeim ítrekað verið frestað, nú síðast í vor. Í fundargerð ráðsins segir að farið verði í útboð eftir áramót. Það hefur ekki verið auðvelt að koma breytingunum í gegn enda eitt sögufrægasta hús Íslands. Höllin var hönnuð árið 1929 af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins og tekin í notkun átta árum síðar. Hún var friðuð árið 2004 og nær hún til ytra og innra borðs laugar, búningsklefa og sturtuklefa. Laugarkerið endurgert Breytingarnar sem hafa verið samþykktar snúa að átta svæðum laugarinnar. Laugarsalnum, tæknirými, austursvölum, þvottaherbergi, laugargæslusvæði, suðursvölum, lóðinni og svo flokkunaraðstöðu. Það sem hefur verið rætt hvað mest síðustu ár er laugarsalurinn. Gert er ráð fyrir að núverandi laugarker verði endurgert og hannað en um er að ræða upphaflega kerið frá 1937. Endurgert laugarker verður áfram tvískipt og verður samskonar yfirfallskantur notaður og er á útilauginni. Á austursvölunum verður gufubað fjarlægt ásamt loftinntaki loftræstingar. Heitum pottum verður breytt og handrið svalanna og skjólveggir endurgerðir. Tveir gufuklefar í stað þvottaherbergis Þvottaherbergi laugarinnar sem staðsett er á neðri hæð verður fært í fyrrverandi herbergi forstöðumanns. Þess í stað verða gerðir tveir gufuklefar, þar af einn infrarauður, ásamt sturtum. Í dag er engin aðstaða fyrir laugarverði í innilauginni og veðrur bætt úr því. Ný aðstaða verður gerð í herbergi inn af laugarsalnum með gólfsíðum glervegg. Brettin gætu horfið Minjastofnun Íslands skilaði umsögn með umsögninni þar sem rætt var um laugarkerið. Í því er meðal annars rætt um stökkbretti innilaugarinnar. Í athugun er að fjarlægja þau vegna slysahættu en Minjastofnun eru stökkbrettin ekki ómissandi hluti af byggingarlist laugarinnar þar sem þau eru frá 1953. Verði brettin fjarlægð verður hægt að minnka dýpi laugarkersins úr 3,7 metrum í þrjá metra. Sundlaugar Borgarstjórn Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Lengi hefur staðið til að ráðast í breytingarnar en þeim ítrekað verið frestað, nú síðast í vor. Í fundargerð ráðsins segir að farið verði í útboð eftir áramót. Það hefur ekki verið auðvelt að koma breytingunum í gegn enda eitt sögufrægasta hús Íslands. Höllin var hönnuð árið 1929 af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins og tekin í notkun átta árum síðar. Hún var friðuð árið 2004 og nær hún til ytra og innra borðs laugar, búningsklefa og sturtuklefa. Laugarkerið endurgert Breytingarnar sem hafa verið samþykktar snúa að átta svæðum laugarinnar. Laugarsalnum, tæknirými, austursvölum, þvottaherbergi, laugargæslusvæði, suðursvölum, lóðinni og svo flokkunaraðstöðu. Það sem hefur verið rætt hvað mest síðustu ár er laugarsalurinn. Gert er ráð fyrir að núverandi laugarker verði endurgert og hannað en um er að ræða upphaflega kerið frá 1937. Endurgert laugarker verður áfram tvískipt og verður samskonar yfirfallskantur notaður og er á útilauginni. Á austursvölunum verður gufubað fjarlægt ásamt loftinntaki loftræstingar. Heitum pottum verður breytt og handrið svalanna og skjólveggir endurgerðir. Tveir gufuklefar í stað þvottaherbergis Þvottaherbergi laugarinnar sem staðsett er á neðri hæð verður fært í fyrrverandi herbergi forstöðumanns. Þess í stað verða gerðir tveir gufuklefar, þar af einn infrarauður, ásamt sturtum. Í dag er engin aðstaða fyrir laugarverði í innilauginni og veðrur bætt úr því. Ný aðstaða verður gerð í herbergi inn af laugarsalnum með gólfsíðum glervegg. Brettin gætu horfið Minjastofnun Íslands skilaði umsögn með umsögninni þar sem rætt var um laugarkerið. Í því er meðal annars rætt um stökkbretti innilaugarinnar. Í athugun er að fjarlægja þau vegna slysahættu en Minjastofnun eru stökkbrettin ekki ómissandi hluti af byggingarlist laugarinnar þar sem þau eru frá 1953. Verði brettin fjarlægð verður hægt að minnka dýpi laugarkersins úr 3,7 metrum í þrjá metra.
Sundlaugar Borgarstjórn Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira