Fjölga sérfræðingum hjá Veðurstofunni til umfangsmeiri vöktunar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. desember 2023 23:05 Grindvíkingum var tjáð á fundi í dag að ekki sé óhætt að gista í bænum það sem eftir lifir árs. Vísir/Sigurjón Atburðarásin í Grindavík í byrjun nóvember hefur gjörbreytt forsendum Veðurstofu Íslands í tengslum við vöktun á Reykjanesskaga samkvæmt tilkynningu frá veðurstofunni. Þörf sé á umfangsmeiri vöktun þegar kemur að eldgosavá. Fram kom á íbúafundi í dag að Grindvíkingar geta ekki flutt aftur heim fyrir áramót. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að atburðarásin og umbrotin sem urðu þann 10. nóvember síðastliðinn þegar kvikugangur myndaðist undir Grindavík hafi gjörbreytt forsendum veðurstofunnar þegar kemur að vöktun Grindavíkur og Svartsengis. „Veðurstofan vaktar alhliða náttúrvá allan sólarhringinn alla daga ársins og hefur gert um árabil. Þessi nýjasta atburðarás á Reykjanesskaga kallar hins vegar á mun umfangsmeiri vöktun þegar kemur að eldgosavá,“ segir í tilkynningunni. Árni Snorrason forstjóri Veðurstofu Íslands segir að þegar hafi verið ákveðið að fjölga sérfræðingum á veðurstofunni til þess að svara auknum kröfum um vöktun á Reykjanesskaga. Verið sé að skipuleggja vöktun í ljósi nýrra aðstæðna og hratt sé unnið til að ljúka þeirri vinnu. Eftirlit og innviðir ekki nægilega tryggðir fyrir jól í Grindavík Grindvíkingar komu saman síðdegis í dag á íbúafundi. Þar gafst þeim færi á að spyrja spurninga en innviðaráðherra, auk fulltrúa frá veðurstofunni, NTÍ og lögreglunni sátu meðal annarra fyrir svörum. Á fundinum var Grindvíkingum upplýst um að ekki sé gert ráð fyrir að Grindvíkingar geti flutt heim fyrir áramótin. Fréttamaður náði tali af Fannari Jónassyni bæjarstjóra í Grindavík að fundinum loknum. Fannar segir að ekki sé hægt að ætlast til þess að viðbragðsaðilar frá lögreglunni og björgunarsveitum sinni slíku eftirliti við bæinn yfir hátíðirnar að Grindvíkingar geti verið heima á jólunum. Þá þyrftu innviðir, sér í lagi veitukerfi, að vera í lagi til þess að óhætt yrði að gista í bænum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að atburðarásin og umbrotin sem urðu þann 10. nóvember síðastliðinn þegar kvikugangur myndaðist undir Grindavík hafi gjörbreytt forsendum veðurstofunnar þegar kemur að vöktun Grindavíkur og Svartsengis. „Veðurstofan vaktar alhliða náttúrvá allan sólarhringinn alla daga ársins og hefur gert um árabil. Þessi nýjasta atburðarás á Reykjanesskaga kallar hins vegar á mun umfangsmeiri vöktun þegar kemur að eldgosavá,“ segir í tilkynningunni. Árni Snorrason forstjóri Veðurstofu Íslands segir að þegar hafi verið ákveðið að fjölga sérfræðingum á veðurstofunni til þess að svara auknum kröfum um vöktun á Reykjanesskaga. Verið sé að skipuleggja vöktun í ljósi nýrra aðstæðna og hratt sé unnið til að ljúka þeirri vinnu. Eftirlit og innviðir ekki nægilega tryggðir fyrir jól í Grindavík Grindvíkingar komu saman síðdegis í dag á íbúafundi. Þar gafst þeim færi á að spyrja spurninga en innviðaráðherra, auk fulltrúa frá veðurstofunni, NTÍ og lögreglunni sátu meðal annarra fyrir svörum. Á fundinum var Grindvíkingum upplýst um að ekki sé gert ráð fyrir að Grindvíkingar geti flutt heim fyrir áramótin. Fréttamaður náði tali af Fannari Jónassyni bæjarstjóra í Grindavík að fundinum loknum. Fannar segir að ekki sé hægt að ætlast til þess að viðbragðsaðilar frá lögreglunni og björgunarsveitum sinni slíku eftirliti við bæinn yfir hátíðirnar að Grindvíkingar geti verið heima á jólunum. Þá þyrftu innviðir, sér í lagi veitukerfi, að vera í lagi til þess að óhætt yrði að gista í bænum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira