Reiði og piparúðabrúsar á mótmælum við bandaríska sendiráðið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. desember 2023 19:46 Frá mótmælunum í dag. Nærri þrjú hundruð manns boðuðu mætingu sína á Facebook-viðburði fundarins. Vísir/Hjalti Fundargestir reiddust mikið á mótmælum félagsins Ísland-Palestína við sendiráð Bandaríkjanna við Engjateig í Reykjavík seinnipartinn í dag. Á myndskeiði sjást lögreglumenn beina brúsum af piparúða í átt að mótmælendum. Að sögn sjónarvottar hrópuðu lögreglumenn „Gas! Gas!“ meðan þeir héldu uppi brúsunum. Í myndskeiði sem fréttastofa hefur undir höndum sjást lögreglumenn beina piparúðabrúsum í átt að mótmælendum. Grindverk hafði fallið um koll og mótmælendur og lögregla toguðu í það á milli sín. Mótmælin fóru fram síðdegis í dag. Yfirskrift þeirra var „Bandaríkin stöðvið barnamorðin á Gasa“. Bragi Páll Sigurðsson rithöfundur og Najlaa Attaallah Palestínumaður fluttu ræður á fundinum. Gerðu tilraun til að koma bréfi til Biden Lögregla gaf engar upplýsingar um atvikið en fréttastofa náði tali af Sveini Rúnari Haukssyni lækni og heiðursborgara í Palestínu. Sveinn var á mótmælunum. Hann segir að eftir ræður fundarins hafi hann lagt til að koma ályktun, bréfi til Joe Biden Bandaríkjaforseta, á framfæri með því að koma því inn í sendiráðið. Bréfið snerist einkum um það að Bandaríkin hafi beitt neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu þar sem krafist er vopnahlés Gasa. Sveinn segir að lögreglumenn hafi stöðvað mótmælendur sem reyndu að koma bréfinu inn í sendiráðið. Meðan á því stóð hafi fólk safnast saman að grindunum sem skilja mótmælendur og lögreglu að og hrópað. Munaði millisekúndu Þá náði Vísir tali af Margréti Kristínu Blöndal tónlistarkonu en hún hefur verið áberandi í samstöðuhreyfingu Íslendinga með Palestínu. Hún segir að viðstöddum hafi hitnað í hamsi eftir að fjórtán ára palestínskur piltur fór með tilfinningaríkt erindi á fundinum. Eftir að afhenda átti áðurnefnt bréf hafi segir Margrét að pilturinn farið inn fyrir grindverk við sendiráðið haldandi á palestínska fánanum og lögregla brugðist við með því að taka harkalega á honum. „Þeir eru sem sagt að taka á barninu. Og þá varð talsvert mikil reiði meðal fundargesta yfir framgöngu lögreglunnar. Eðlilega,“ segir Margrét í samtali við Vísi. Í framhaldinu hafi lögreglan tekið upp piparúðabrúsa og hrópað „Gas! Gas!“. „Ég held þeir hafi ekki látið vaða í neinn. En það var millisekúnda í það,“ segir Margrét. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira
Í myndskeiði sem fréttastofa hefur undir höndum sjást lögreglumenn beina piparúðabrúsum í átt að mótmælendum. Grindverk hafði fallið um koll og mótmælendur og lögregla toguðu í það á milli sín. Mótmælin fóru fram síðdegis í dag. Yfirskrift þeirra var „Bandaríkin stöðvið barnamorðin á Gasa“. Bragi Páll Sigurðsson rithöfundur og Najlaa Attaallah Palestínumaður fluttu ræður á fundinum. Gerðu tilraun til að koma bréfi til Biden Lögregla gaf engar upplýsingar um atvikið en fréttastofa náði tali af Sveini Rúnari Haukssyni lækni og heiðursborgara í Palestínu. Sveinn var á mótmælunum. Hann segir að eftir ræður fundarins hafi hann lagt til að koma ályktun, bréfi til Joe Biden Bandaríkjaforseta, á framfæri með því að koma því inn í sendiráðið. Bréfið snerist einkum um það að Bandaríkin hafi beitt neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu þar sem krafist er vopnahlés Gasa. Sveinn segir að lögreglumenn hafi stöðvað mótmælendur sem reyndu að koma bréfinu inn í sendiráðið. Meðan á því stóð hafi fólk safnast saman að grindunum sem skilja mótmælendur og lögreglu að og hrópað. Munaði millisekúndu Þá náði Vísir tali af Margréti Kristínu Blöndal tónlistarkonu en hún hefur verið áberandi í samstöðuhreyfingu Íslendinga með Palestínu. Hún segir að viðstöddum hafi hitnað í hamsi eftir að fjórtán ára palestínskur piltur fór með tilfinningaríkt erindi á fundinum. Eftir að afhenda átti áðurnefnt bréf hafi segir Margrét að pilturinn farið inn fyrir grindverk við sendiráðið haldandi á palestínska fánanum og lögregla brugðist við með því að taka harkalega á honum. „Þeir eru sem sagt að taka á barninu. Og þá varð talsvert mikil reiði meðal fundargesta yfir framgöngu lögreglunnar. Eðlilega,“ segir Margrét í samtali við Vísi. Í framhaldinu hafi lögreglan tekið upp piparúðabrúsa og hrópað „Gas! Gas!“. „Ég held þeir hafi ekki látið vaða í neinn. En það var millisekúnda í það,“ segir Margrét.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira